Þjóðmál - 01.06.2014, Side 30

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 30
 Þjóðmál SUmAR 2014 29 Guðmundur Magnússon Riddari Jón Sigurðsson Eg er nú orð inn riddari af Danne-broge,“ skrif aði Jón Sig urðs son for seti í bréfi til þýska fræði manns ins Kon ráðs Maurer í árs byrjun 1859, nokkr um dög - um eftir að Frið rik VII Dana kon ungur sæmdi hann riddarakrossi Danne brogs- orð unn ar fyrir fræða - störf .1 Greinilegt er af bréfinu að fyrir Jón var þetta mikilsverður virðingarauki . Örfáir Ís lend ingar höfðu áður hlotið orðuna . Voru þeir gjarnan kallaðir ridd arar þegar vikið var að þeim í íslenskum blöð um . Fréttin barst hratt heim . Þjóðólfur sagði í mars þetta ár frá þeim sóma sem Jóni hafði verið sýndur . Næstu árin var ekki óal gengt að hann væri nefndur Ridd ari Jón Sig urðsson í blöð un- um og við ýmis tæki- færi . Dannebrogsorðan 1 Minningarrit aldarafmælis Jóns Sigurðssonar, Reykjavík 1911, 260 . var — og er enn — borg ara leg . En með ridd ara heitinu var orðan óbeint tengd aðlinum og henni þannig gefin aukin virð- ing og vægi . Og það var kon ungurinn sjálfur sem tók formlega ákvörðun um það hver skyldi sæmdur henni . Ridd ara krossinn var lægsta stig orðunnar, en gat verið upphaf frekari viðurkenningar og metorða . Vafalaust hefur Jón Sigurðsson litið svo á að riddaranafnbótin styrkti virðuleika hans meðal samlanda hans . Af bréfinu til Maur- ers að dæma virðist hann þó ekki síður hafa um þetta leyti bundið vonir við að orðu veitingin væri vís bending um aukna til trú á hann meðal danskra valda manna . Nefnt hafði verið við hann að taka að sér erindrekstur fyrir dönsk stjórnvöld á Ís- landi í fjárkláðamál- inu svo nefnda . Þetta

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.