Þjóðmál - 01.06.2014, Side 31

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 31
30 Þjóðmál SUmAR 2014 reynd ist rétt, eins og frægt er í sögu hans . Fékk Jón það verk efni að knýja fram lækninga stefnu gegn niðurskurði . Ekki er að sjá að menn hafi á þessum tíma tengt riddaranafnbótina og fjár kláða- verkefnið . Og engar opinberar umræður voru um að heiðursviðurkenningar af þessu tagi væru hégómlegt fyrirbæri . Það kom síðar . Í grein í Reykjavíkurblaðinu Ingólfi í ársbyrjun 1907, segir ritstjórinn, Benedikt Sveinsson alþingismaður (faðir Bjarna síðar forsætisráðherra, langafi Bjarna fjármálaráðherra) að „enginn vafi“ sé á því að Jón Sigurðsson hefði aldrei fengið neina nafnbót frá dönsku stjórninni nema vegna þess að hann þóknaðist henni í fjár- kláða málinu . Benedikt taldi orður og titla hégóma og ósóma og benti á hvernig danska stjórnin hefði misbeitt „þessu krossa og titla glingri“ . Vitnaði Benedikt í bréf sem Trampe stift amt maður hefði ritað yfirboðurum sínum í Kaupmannahöfn eftir uppreisnina á þjóð fundinum 1851 . Trampe hefði mælt með því að hlýðnir embættismenn fengju Danne brogs orðu „sem merki upp á náð og ánægju hans hátignar með þá“ . Með orðuveitingum og viður kenningum mætti breyta hugarfari íslenskra embættismanna .2 2 „Orður og titlar“, Ingólfur 6 . janúar 1907 . Innsigli sem Jóni Sig urðssyni var gef- ið fyrir þjóðfund- inn 1851, en á því er riddaraskjöldur með fálkamynd og áletr un inni: „Eigi víkja“ . Eftir andlát Jóns töldu sumir að „Eigi víkja“ hefðu verið kjörorð Jóns, en fyrir því er enginn fótur eins og lýst var í síðasta hefti Þjóðmála . Ættlaus eða eðalborinn? Jón Sigurðsson er stundum nefndur sem dæmi um mann af alþýðuættum sem reis til áhrifa án þess að vera í skjóli eða á vegum höfðingja og gamalgróina ættarvelda . Er þetta rakið til þjóðfélagsbreytinga á 19 . öld sem kipptu smám saman grundvellinum undan hefðarveldinu . „Ættlausir“ menn gátu þá risið til auðs og áhrifa .3 En í þessu sambandi vill gleymast að sjálf ur var Jón ekki þeirrar skoðunar að hann væri einungis af „réttum og sléttum“ ættum presta og bjargálna bænda eins og kirkju bækur og önnur ættfræðigögn segja . Jón taldi sig kominn í beinan karllegg af Lopti riddara Guttormssyni hinum ríka á Möðru völlum . Um Lopt riddara lék mikill ljómi . Hann var talinn hafa verið auðugastur Íslendinga á sínum dögum, í lok 14 . aldar og byrjun hinnar fimmtándu, verið aðlaður af konungi og borið skjaldarmerki því til vitnis . Þessi sannfæring Jóns um ætterni sitt kann að hafa mótað sjálfsvitund hans í ríkum mæli . Hún kann jafnvel að hafa ráðið úrslitum 3 Guð mundur Magn ús son: Íslensku ætta r veld in, Reykjavík 2012, 188–189 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.