Þjóðmál - 01.06.2014, Side 32

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 32
 Þjóðmál SUmAR 2014 31 um ákvörðun hans að gerast foringi í sjálfstæðisbaráttunni . Þegar Jón fæddist í byrjun 19 . aldar voru gömlu og rótgrónu ættarveldin enn við lýði og hugmyndir um mikilvægi „göfugs ætternis“ ríkjandi . Ýmislegt í skrifum Jóns ber þess ótvírætt merki að hann var undir áhrifum slíkrar ættarhyggju . Í því sambandi má til dæmis nefna ritgerðir hans um Stefán Þórarinsson Brjóstmynd af Jóni Sigurðssyni í Alþingishús- inu . Framan á stallinn undir henni hefur Rík- arður Jónsson skorið út myndina á innsiglinu sem Jóni var fært að gjöf árið 1851 með fálkanum og kjörorðinu „Eigi víkja“ . Það er því ekki rétt sem sagt var í grein minni í síðasta hefti Þjóðmála að þessi einkunnarorð væri hvergi að finna í þinghúsinu . amtmann og Finn Magnússon prófessor í Nýjum félagsritum 1844 og 1845 . Þeir voru, skrifar Jón þar, komnir af „hinum elztu ættum á Íslandi og göfugustu“ . Ætterni Jóns kom til tals á milli hans og vinar hans Jóns Guðmundssonar sumarið 1845 þegar þeir sóttu báðir hið endurreista Alþingi í Reykjavík . Jón forseti bað þá nafna sinn að rannsaka ættir sínar . Í ársbyrjun 1846

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.