Þjóðmál - 01.06.2014, Page 34

Þjóðmál - 01.06.2014, Page 34
 Þjóðmál SUmAR 2014 33 Það var trú manna, þegar sjónvarpið kom fyrst fram, að útvarp myndi fljót- lega heyra sögunni til . En önnur er raunin . Útvarpið heldur fyllilega stöðu sinni og vandfundinn er sá sem ekki á sér einhvern uppáhaldsútvarpsþátt í öllu því litrófi tals og tóna sem finna má á öldum ljósvakans . Til að tryggja stöðu sína og salt í grautinn þurfa útvarpsmenn þó að halda vel á spöð unum, sérstaklega þeir sem stjórna spjallþátt um . Þeir þurfa að fá til sín viðmælendur sem eru óragir að lýsa skoðun á því sem efst er á baugi hverju sinni . Stjórnmálamenn eru vinsælir viðmælendur og ekki þykir verra ef hægt er að etja þeim saman við pólitískan andstæðing . En það á enginn sigur vísan í pólitískri umræðu og jafnvel kemur fyrir að báðir viðmælendur haltra af sviðinu, sárir og illa til reika . Ein slík viðureign fór fram á vordögum, í morgunútvarpi Bylgjunnar, þar sem tókust á alþingismennirnir Ög- mund ur Jónasson og Brynjar Níelsson . Um ræðu efnið var frumvarp á Íraksþingi sem lögleiðir barnaníð og nauðganir ef sam þykkt verður . Frumvarpið gerir ráð fyrir lækk un hjónabandsaldurs stúlkubarna úr 18 árum niður í 9 ár . Skal brúðguminn þó ekki vera undir 15 ára aldri . Ástæða breyt- ingarinnar er að stjórnvöldum þykir það stríða gegn ströngum sharialögum að nýta ekki stúlkukindurnar betur . Vildi þáttar- stjórnandinn, Heimir Karlsson, fá að heyra sjónarmið viðmælenda sinna og benti hann á að sér þætti viðspyrnan á Vesturlöndum gagnvart slíkum málum vera veik — eins og menn veigruðu sér við að gagnrýna allt það sem viðkemur íslamstrú . Áður en Heimir bar upp spurninguna hafði Ögmundur látið gamminn geysa um ferðalag sitt til Kúrdistan og leyndi sér ekki að hann hafði orðið fyrir opinberun í því mikla landi jafnréttis . Þar sem deilan um Krím var í algleymingi hafði hann líka látið orð falla um vestræna hags munavinda sem blása um Úkraínu og sérstaklega Krímskagann og minnti á átökin í Líbýu, Afganistan og Írak svo ekki færi milli mála hverjir gætu sleppt að setja upp geislabauginn . Hernaðarveldi Ragnhildur Kolka Tvískinnungur og undan bragðahefð riddara rétt læt is ins

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.