Þjóðmál - 01.06.2014, Side 37

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 37
36 Þjóðmál SUmAR 2014 urðu þær aftur undirsettar karlaveldinu . Þær eru „eign“ feðra sinna og síðar eigin- manna og við skilnað missa þær forræði yfir börnum sínum þótt stöku sinnum geti þær afsalað sér brúðarmundi í skiptum fyrir börnin . Fimmtíu vandarhögg eru refsing unglings stúlku sem freistast til að stytta buxna skálmar sínar . Það kemur fram í bók- inni að flest viðtölin voru tekin í viðurvist annarra og mörg þeirra með aðstoð karla . Það er mikill ljóður á annars áhugaverðri bók að höfundur skuli ekki geta hafið sig yfir pólitískan rétttrúnað sinn . Niðurstaða bókarinnar, að aðeins sé stigsmunur á stöðu íranskra og íslenskra kvenna, er í hrópandi mótsögn við innihaldið og verður enn meira áberandi þegar litið er til þessa knappa og sértæka úrtaks sem unnið er með . Það má því öllum vera ljóst í hvaða átt pólitísk sýn Höllu hallast . En þessi vinstri blinda á það sem mið-ur fer í hinum íslamska heimi er ekki bundin við Ísland . Vinstri menn um allan hinn vestræna heim, sem lifa í þeirri blekkingu að þeir séu frjálslyndir, hafa skilgreint sína eigin menningu sem óvininn . Mottóið er: Allt er betra en okkar menning . Ef þeir þurfa að loka augunum fyrir voðaverkum eða slá af í baráttunni fyrir jafnrétti kynsystra, þá það . Við sjáum enga mótmælafundi, hvorki hér né annars staðar, þegar uppvíst er um einhverja óhugnanlegustu trúarathöfn múslímskra sam félaga, kynfæralimlestingar stúlku- barna . Þó er talið að um 80–120 milljónir múslimskra kvenna hafi undirgengist þessar pyntingar . Og þetta er ekki bara að gerast í svörtustu Afríku . Þúsundir kvenna um alla Evrópu eru limlestar og talið er að í Bretlandi búi um 66 .000 konur við þessi örkuml . Nú fyrst, eftir að bann við þessum óhugnanlega verknaði hefur verið í gildi í tæpa þrjá áratugi í Bretlandi, er fyrsta málshöfðunin á hendur gerendum að koma fyrir dómstóla þar . Ekki hefur fingri verið lyft af hálfu „boðbera réttlætisins“ til varnar þessum konum, sem eiga aldrei eftir að njóta kynlífs og aldrei munu ala barn án óbærilegra þjáninga, þ .e . ef þeim blæðir ekki út áður . Þessi undarlega þögn verður þó skiljanleg í ljósi þess að drottn- ing valkyrjanna, rithöfundurinn og kven- frelsishetjan Germaine Greer, hefur lýst því yfir að umskurður kvenna sé „hluti af hinum marglita vef menningarbundinnar sjálfs myndar“ og hafi merking þessara orða á einhvern hátt verið misskilin, bætir hún um betur og segir „fegrunaraðgerðir eins eru limlestingar annarra“ . Slíkur er undir- lægjuháttur vestrænna femínista gagn vart íslamskri kvenfyrirlitningu . Germaine Greer hefur þegið boð um að halda hátíðarræðu um áhugamál sín við Brandeis-háskóla í Massachusetts-fylki í Banda ríkjunum . Þessi virta menntastofnun hefur nýlega verið í fréttum fyrir að afturkalla boð um heiðursnafnbót og hátíðarræðu til Þ essi vinstri blinda á það sem miður fer í hinum íslamska heimi er ekki bundin við Ísland . Vinstri menn um allan hinn vestræna heim, sem lifa í þeirri blekkingu að þeir séu frjálslyndir, hafa skilgreint sína eigin menningu sem óvininn . Mottóið er: Allt er betra en okkar menning . Ef þeir þurfa að loka augunum fyrir voðaverkum eða slá af í baráttunni fyrir jafnrétti kynsystra, þá það . . .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.