Þjóðmál - 01.06.2014, Page 38

Þjóðmál - 01.06.2014, Page 38
 Þjóðmál SUmAR 2014 37 handa baráttukonunni Ayaan Hirsi Ali . Afturköllunin kom í kjölfar mótmæla frá samtökum múslima sem kallast CAIR (Council on American-Islamic Relations) og eiga rót að rekja til Múslimska bræðra- lagsins . Nú vill svo til að Hirsi Ali býr yfir öllu því sem fjölmenningarmafían með femínista innanborðs gefur sig út fyrir að berjast fyrir . Hún er kona, hún er svört, hún er trúleysingi, hún er innflytjandi og hún er umskorin . Hvað vilja menn hafa meira? En þá bregður svo við að hinir herskáu „frjálslyndu“ femínistar hafa ekki sagt múkk . Engar fjöldagöngur vegna þessarar háðuglegu framkomu hins „virta“ háskóla gagnvart þessari hugrökku baráttukonu . Engar mótmælasetur . Engin kröfuspjöld . Og hvernig skyldi standa á því? Berum það saman við mótmælin og upp- hrópanirnar þegar allt varð vitlaust vegna gítarplokkaranna í Moskvu . Þeir völdu að vanhelga athöfn í rétttúnaðarkirkjunni með gjörningi sínum; særa með því trúar- vit und fólks . Utanríkisráðherra Íslands kom mót mælum til Putins forseta (eflaust í nafni íslensku þjóðarinnar) og trúðurinn Jón Gnarr framdi gjörning . Hirsi Ali hefur sagt sig frá trú sinni og fyrir það og barátt- una gegn viðurstyggilegum misþyrming- um á kon um í nafni íslamstrúar kallað yfir sig dauða dóm (fatwa) . Samstarfsmaður hennar, kvik myndagerðarmaðurinn Theo Van Gogh, var tekinn af lífi á viðbjóðslegan hátt, fyrir augliti fjölda fólks á götu í höfuð- borg Hollands, fyrir að styðja hana í barátt- unni . Viðbrögð vinstrielítunnar voru að draga kvikmynd Van Gogh, Submission2, út úr kvikmyndahátíðahringekjunni svo að engin merki sitji eftir . Og vinstri menn, sem vegna einhverrar undarlegrar krumpu á sálinni kalla sig „frjálslynda baráttumenn fyrir réttlæti“, þegja þunnu hljóði . Hirsi Ali á engan stuðning meðal þeirra „frjálslyndu“ . Henni til varnar kemur enginn Össur, Ögmundur eða Gnarr . Engin Sóley og engin Halla . Þau hafa lýst yfir bandalagi með óvinum hennar með þögn sinni . Óvininum sem vill hana feiga af því að hún hefur hafnað trú hans . Ögmundi til upplýsingar er Brandeis-há- skóli landfræðilega staðsettur nær Reykja- vík en Gaza-ströndin svo að munar meira en 2000 kílómetrum . Það var því harla undarlegt að hlusta á hann segja að „[ . .] við gagnrýnum síður það sem er fjær okkur en nær okkur“, því aðeins er 11/2 ár liðið síðan 2 Submission = undirgefni, er bein þýðing orðsins „islam“ á arabísku . V ið sjáum enga mótmæla-fundi, hvorki hér né annars staðar, þegar uppvíst er um einhverja óhugnanlegustu trúar athöfn múslímskra sam- félaga, kynfæralimlestingar stúlkubarna . Þó er talið að um 80–120 milljónir múslimskra kvenna hafi undirgengist þessar pyntingar . Og þetta er ekki bara að gerast í svörtustu Afríku . Þúsundir kvenna um alla Evrópu eru limlestar og talið er að í Bretlandi búi um 66 .000 konur við þessi örkuml . Nú fyrst, eftir að bann við þessum óhugnanlega verknaði hefur verið í gildi í tæpa þrjá áratugi í Bretlandi, er fyrsta málshöfðunin á hendur gerendum að koma fyrir dómstóla þar .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.