Þjóðmál - 01.06.2014, Page 39

Þjóðmál - 01.06.2014, Page 39
38 Þjóðmál SUmAR 2014 Ögmundur stóð við bandaríska sendiráðið með gjallarhorn og mótmælti kröftuglega hernaðaraðgerðum Ísraela á Gaza . Maður spyr sig hvort þarna hafi verið mótmælt á réttum stað af réttu tilefni, en gamlir kommar láta ekki slíka smámuni trufla sig . Ef Ögmundur þarf að afla sér atkvæða skundar hann upp á Laufásveg með lúðurinn og ef fyrrum samráðherra hans, Össur Skarphéðinsson, telur kúfinn farinn af fylginu hrærir hann í sama potti . Afstaða beggja byggir á arfleifð kalda stríðsins, þegar Bandaríkin og Sovétríkin skiptu með sér heiminum . Í þá daga studdu Banda ríkin Ísrael en Sovétríkin voru bakhjarl PLO (Palestinian Liberation Organization) . Skoðanir þessara tveggja fyrrverandi ráðherra sitja fastar í skotgröfum þessarar uppskiptingar . Fall Sovétríkjanna skildi þá eftir á skeri og leiddi þá og aðra sem aðhylltust alræðisstefnu sovétskipulagsins til að beina eðlislægri óhamingju sinni í nýjan farveg . Baráttan gegn kapítalismanum heitir nú baráttan gegn alþjóðavæðingu en óvinurinn er enn Bandaríkin og ekkert af farangrinum hefur verið skilinn eftir . Aðeins skipt um bandamenn . Vinstri menn hafa tekið sér stöðu með jihadistum sem lýst hafa yfir heilögu stríði gegn vestrænum gildum hverra táknmynd er Bandaríkin . En íslenskir vinstri menn fundu ekki upp hjólið . Leiðsögn þeirra hefur alla tíð komið að utan og á það jafnt við um „riddara réttlætisins“ í dag og forvera þeirra á pólitíska sviðinu, þá Einar Olgeirsson og Brynjólf Bjarnason, og alla hjörðina sem með þeim hljóp . Franski heimspekingurinn Pascal Bruckner gerir þeim leiðangri sem nú er genginn nokkuð góð skil í bók sinni, The Tyranny of Guilt; an Essay on Western Masochism (Harðstjórn sektarkenndarinnar: ritgerð vestræna sjálfspíslarhvöt),3 sem kom út hjá Princeton-háskólapressunni 2010 . Hann telur að þrátt fyrir yfirskin trúleysis og hjúp sældarhyggju (hedonisma) sem vestrænar heimspekikenningar tukta okkur með þjáist þessir boðberar af miðaldapínu . Söluvaran er sú sama og á miðöldum, þ .e . frumsyndin . Iðrunin er málið, nú eins og þá, enda bíta engin vopn betur í löndum kristinna en sektarkenndin . Til að átta sig á hversu tryggilega sektarkenndin hefur skotið hér rótum þarf aðeins að horfa og hlusta á það sem fyrir augu og eyru ber . Blaða maður Morgunblaðsins, Sigurður Bogi, ritaði pistil í blaðið þann 6 . maí sl . sem súmm eraði þetta upp; hvernig hver sá 3 Frumútgáfan: La tyrannie de la pénitence: essai sur le masochisme occidental, 2006, Grasset & Fasquelle, París . S koðanir þessara tveggja fyrrverandi ráðherra sitja fastar í skotgröfum þessarar uppskiptingar . Fall Sovétríkjanna skildi þá eftir á skeri og leiddi þá og aðra sem aðhylltust alræðisstefnu sovétskipulagsins til að beina eðlislægri óhamingju sinni í nýjan farveg . Baráttan gegn kapítalismanum heitir nú baráttan gegn alþjóðavæðingu en óvinurinn er enn Bandaríkin og ekkert af farangrinum hefur verið skilinn eftir . Aðeins skipt um bandamenn . Vinstri menn hafa tekið sér stöðu með jihadistum sem lýst hafa yfir heilögu stríði gegn vestrænum gildum hverra táknmynd er Bandaríkin .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.