Þjóðmál - 01.06.2014, Page 42

Þjóðmál - 01.06.2014, Page 42
 Þjóðmál SUmAR 2014 41 mál stað sínum fylgi innan frá (entrism) . Ef sam vinnan kostar mála miðlanir, þá það . Vinstri menn gefa eftir kröf una um mann réttindi, þá einkum réttindi kvenna og samkynhneigðra og íslamistar fá afnot af orð ræðu vinstri manna . Samruni tveggja svo andstæðra hópa (öfgavinstri trúleys ingja og bókstafstrúaðra öfgamanna), sprengir ramma rökhugsunar, enda kallar Bruckner fyrir bærið „gagnkvæma blekkingu“ . Íranskir kenni menn menntaðir í Frakklandi hafa sýnt samvinnu þessara tveggja afla áhuga5 enda naut bylting klerkanna liðsinnis marxista, þar til klerkarnir höfðu tryggt 5 Bruckner vísar þar í íranska heimspekinginn Daryus Shayegan og íranska byltingarsinnann Ali Shariati . sér völdin . Týndu þá marxistarnir fljótlega tölunni . Bruckner telur engan vafa leika á hvor fari með sigur af hólmi þegar upp er staðið og telur að daður vinstri manna við óbilgjarnt alræði klerkanna einkennist frekar af raunverulegri samsækni (affinity) heldur en tilfallandi tækifærismennsku . Af því ályktar hann „[ . .] að öfgavinstrið hafi aldrei sætt sig við fall kommúnismans og opinberi, enn einu sinni, að innsti kjarni eldsins sem í þeim brennur leitist ekki eftir frelsi mannsins heldur þrældómi í nafni réttlætis“ (bls . 26) . Einhverjum gæti fundist þessi skoðun Bruckners nokkuð langsótt en þeim má benda á orð hryðjuverkamannsins illræmda, Carlos, sem sér íslamíska byltingu sem bjargvætt siðmenningar . „Aðeins karlar og konur brynjuð skilyrðislausri trú á sannleika, réttlæti og bræðralag munu vera tilbúin að leiða baráttuna og frelsa mannkynið undan heimsveldi lyginnar“ (bls . 25) .6 Hvað getur verið skilyrðislausara en að spenna á sig sprengjubelti og sprengja sig í loft upp í fermingarveislu eða á brautarstöð í nafni trúar? Fyrir einhvern óútskýrðan keng í upplagi íslenskra vinstri manna hafa þeir tekið á sig syndir gömlu nýlenduveldanna . Við sem í 700 ár hímdum í ánauð nýlenduvelda og ættum því, ef hugmyndafræði iðrunarsinna byggi yfir snefil af rökvísi, að vera í hópi fórnarlamba erum krafin um að ganga í hrosshársserk og berja okkur blóðug með hnútasvipunni . Og til að fullkomna ferlið vilja þeir nú, á hnjánum, skríða undir pils- fald nýlenduherranna og raungera þannig samruna sinn við sektina . 6 Ilich Ramirez Sánchez, a .k .a . Carlos, L´Islam révolutionnaire, 2003, Editions du Rocher, París . F yrir einhvern óútskýrðan keng í upplagi íslenskra vinstri manna hafa þeir tekið á sig syndir gömlu nýlenduveldanna . Við sem í 700 ár hímdum í ánauð nýlenduvelda og ættum því, ef hugmyndafræði iðrunarsinna byggi yfir snefil af rökvísi, að vera í hópi fórnarlamba erum krafin um að ganga í hrosshársserk og berja okkur blóðug með hnútasvipunni . Og til að fullkomna ferlið vilja þeir nú, á hnjánum, skríða undir pils fald nýlenduherranna og raungera þannig samrunann við sektina .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.