Þjóðmál - 01.06.2014, Side 44

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 44
 Þjóðmál SUmAR 2014 43 Samkeppni sveitarfélaga R íkisvaldið gæti, á örfáum vikum ef því væri að skipta, breytt lögum þannig að fátt sé því til fyrirstöðu að kljúfa sveitarfélög upp í smærri sveitarfélög . Lagaboð á sveitar- félög í dag eru mörg og þau mætti afnema með öllu . Sé vilji íbúa að lækka útsvar sitt niður í 1% og fjármagna grunnskóla og leikskóla með beinum greiðslum úr eigin vasa á engin lögregla að standa í vegi fyrir slíku fyrirkomulagi . Sé hópur innan sveitarfélags á móti slíku á ekki að vera refsivist við að biðja um klofning frá við- kom andi stjórnunareiningu og stofna sína eigin . Sameining sveitarfélaga er yfirleitt slæm hugmynd, því hún færir færri einstakling- um meiri völd yfir fleirum . Stærri opinberar einingar taka á sig metnaðarfyllri verkefni en þær smærri, skuldsetja sig meira, og eru freistandi skotspónn fyrir ríkisvaldið til að koma auknum skyldum yfir á en halda um leið í skatttekjur sínar . Sameining sveitarfélaga er fyrst og fremst drifin áfram af tvennu: Því að ríkisvaldið bætir sífellt fleiru á listann yfir lögbundin verkefni sveitarfélaga sem gerir lítil sveitarfélög sífellt óhagkvæmari, og því að stærri sveitarfélög geta byggt glæsilegri skrauthallir fyrir auð- keypta kjósendur en þau smærri, enda með betra lánstraust en þau . Lögleg opnun á uppskiptingu sveitar- félaga, og afnám á lagaboðum á rekstur slíkra eininga, er hugmynd sem hefur marga kosti . Hún stuðlar að samkeppni milli sveitarfélaga: Hámarksþjónusta fyrir lágmarksverð . Hámark af eftirsóttri þjón- ustu og lágmark af allri hinni . Þeir sem vilja borga fúlgu í útsvar og fá niðurgreidda leik- skólavist geta sameinast í eitthvert sveitar- félagið sem býður slíka snákaolíu . Þeir sem vilja niðurgreiða áfengisdrykkju atvinnu- lausra geta sameinast innan sveitarfélags og borgað slíkan lúxus án þess að þvinga aðra í veisluna . Ríkisvaldið þarf samt að slaka á taumnum til að þróun af þessu tagi geti átt sér stað . Í dag skyldar það krakka til að setjast á skólabekk sveitarfélaga frekar en að læra . Það segir sveitarfélögum fyrir verkum í slíkum smáatriðum að varla er hægt að tala um sjálfstæðar stjórnunareiningar . Ríkisvaldið gæti t .d . fjarlægt lagaákvæði um að sveitar- félög þurfi að móta „sveitarfélaginu mál- stefnu í samráði við Íslenska málnefnd og eftir atvikum málnefnd um íslenskt tákn- mál“ (lög nr . 2011/138 gr . 130) . Táknmál var útbreitt og kennt áður en slíkt lagaákvæði var innleitt, og táknmálinu er örugglega betur borgið í höndum hugsjónafólks í L ögleg opnun á uppskiptingu sveitar félaga, og afnám á lagaboðum á rekstur slíkra eininga, er hugmynd sem hefur marga kosti . Hún stuðlar að samkeppni milli sveitarfélaga: Hámarksþjónusta fyrir lágmarksverð . Hámark af eftirsóttri þjón ustu og lágmark af allri hinni . Þeir sem vilja borga fúlgu í útsvar og fá niðurgreidda leik skólavist geta sameinast í eitthvert sveitar félagið sem býður slíka snákaolíu . Þeir sem vilja niðurgreiða áfengisdrykkju atvinnu lausra geta sameinast innan sveitarfélags og borgað slíkan lúxus án þess að þvinga aðra í veisluna .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.