Þjóðmál - 01.06.2014, Qupperneq 45

Þjóðmál - 01.06.2014, Qupperneq 45
44 Þjóðmál SUmAR 2014 sjálfboðavinnu en opinberra starfsmanna sem telja niður mínúturnar í næsta kaffi- hlé . En hvað með fatlaða, leikskólabörn, heyrnar lausa og aðra sem treysta í dag á þjón- ustu frá sveitarfélagi sínu? Hverfa leikskólar ekki ef sveitarfélög hætta að skattleggja íbúa sína þungt til að fjármagna rekstur þeirra? Hverfur ekki grunnskólakennsla ef stór sneið af launaumslögum allra hættir að sogast ofan í hirslur sveitarfélaga til að fjármagna hana? Verður sá atvinnulausi ekki hungurmorða á götunni án framfærslu sveitarfélagsins sem það fjármagnar með þungri gjaldtöku á allan rekstur innan landamæra sinna? Varla . Allt sem við köllum í dag „verkefni sveitarfélaga“ og er til einhvers gagns að mati einhvers var til áður en sveitarfélögin stungu peningasugunni dýpra ofan í vasa borgara sinna til að taka viðkomandi verkefni að sér og sinna því verr og verr fyrir sífellt meiri kostnað . Oft og iðulega má heyra Íslendinga taka um nauðsyn þess að styðja við þá sem minna mega sín, aðstoða öreigana og tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld . Með afnámi á „lögbundnum skyldum“ sveitarfélaga og þar með lögbundinni skattheimtu í hæstu hæðum losnar mikið fé úr opinberum hirslum sem góðhjartaðir einstaklingar geta nýtt eins og þeir vilja, til að styðja við það sem þeir telja vænlegast til árangurs og hjálpar sem flestum — gjarnan til sjálfshjálpar . Minnstur hluti þess stuðnings mun koma úr vösum auðmanna, rétt eins og gildir um tekjuskatt á laun einstaklinga í dag . Stærsti hlutinn verður samansafn lítilla framlaga almennra borgara sem vilja aðstoða þá sem verða fyrir óheppni á lífsleiðinni . Ríkisvaldið tekur of mikið pláss á markaði góðgerðastarfsemi og í hlutverki sínu sem velunnari þeirra efnaminnstu er það fyrst og fremst að sækja sér atkvæði þeirra og stuðning við báknið . Ríkisvaldið gæti einnig hætt að þvinga sveitarfélög til að virða þær við skipta- hindranir sem ríkisvaldið setur á Ís lend- inga . Ef sveitarfélag vill leyfa toll frjálsan inn flutning á osti frá Chile, hvað á það þá að koma lögreglu ríkisvaldsins við? Vilji sveitarfélag skrúfa upp útsvar á borgara sína til að halda osti frá Chile úti þá er það vitaskuld því í sjálfsvald sett, með hættu á að klofna í frumeindir ef íbúarnir sjá ekki ávinninginn af slíkum útgjöldum . Aðhald Sveitarfélög, sem eiga á hættu að klofna í frumeindir, fara sér hægar í sakirnar í að troða almenningi um tær en þau sem geta gengið að mjólkurbeljum sínum vísum . Þau gætu jafnvel farið að sýna vott af tilraunastarfsemi í því hvernig er best að þjónusta íbúa sína sem best fyrir sem minnst fé . Fengju þau frelsi frá mýgrút lögbundinna skylduverkefna gætu þau hafið allskyns tilraunastarfsemi . Ruslasöfnun, dreifing vatns og rafmagns, viðhald vega og rekstur barnagæslu eru dæmi um algjörlega staðnaðan rekstur í flestum eða A llt sem við köllum í dag „verk efni sveitarfélaga“ og er til einhvers gagns að mati einhvers var til áður en sveitarfélögin stungu peningasugunni dýpra ofan í vasa borgara sinna til að taka viðkomandi verkefni að sér og sinna því verr og verr fyrir sífellt meiri kostnað .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.