Þjóðmál - 01.06.2014, Page 46

Þjóðmál - 01.06.2014, Page 46
 Þjóðmál SUmAR 2014 45 öllum sveitarfélögum . Að hugsa sér ef framtakssamir einstaklingar gætu látið til sín taka á þessum sviðum og fleirum! Af hverju sættum við okkur við stöðnun þegar hið opinbera leggur kaldan og þungan skrokk sinn ofan á einhvern reksturinn en krefjumst þess um leið að tölvur og símar tvöfaldist í hraða á 18 mánaða fresti? Erum við svona samdauna kerfinu? Er eitthvað ímyndað öryggi í ríkisrekstrinum sem deyf- ir allar okkar taugar, gerir okkur metn- aðarlaus og sviptir okkur öllum kröfum? Tilraunastarfsemi í umhverfi bullandi samkeppni sveitarfélaga þyrfti raunar ekki að hafa nein takmörk . Sum myndu e .t .v . prófa að einkavæða allar göturnar á meðan önnur hækkuðu skatta til að reisa rándýr umferðarmannvirki . Sum myndu reyna að höfða til fólks á eftirlaunum sem á bæði sparnað og frítíma og áhuga á að nýta hvort tveggja sem best, og önnur til útvegsfyrirtækja í leit að góðri hafnaraðstöðu og samgöngum . Sum sveitarfélög hefðu strangar reglur um útlit bygginga til að höfða til fólks sem vill að allt sé í stíl, á meðan önnur leyfðu blöndu af allskyns húsnæði og allt í bland — iðnfyrirtæki, íbúðarhúsnæði og verslanir . Sum myndu einfaldlega halda að sér höndum, skipta sér af engu og lengja sumarfrí sveitarstjórnarmanna að jólafríinu eða minnka vinnuhlutfall þeirra niður í 15% . Möguleikarnir eru óendanlegir en lög- gjöfin kemur í veg fyrir að þeir séu skoðaðir . Við skiptum hiklaust um matvöruverslun, skóbúð, hárgreiðslustofu og gleraugnasala og þrýstum þannig á gríðarlega samkeppni, úrval og keppni í að veita sem besta þjónustu fyrir sem lægst verð . Er ekki kominn tími til að virkja hið íslenska aðhald á hinn opinbera rekstur? Er ekki kominn tími til að íslenskir sveitarstjórnarmenn finni fyrir álaginu sem stjórnendur einkafyrirtækja finna fyrir á hverjum degi — því sem fylgir því að geta hugsanlega misst alla viðskiptavini sína á morgun ef þeim er ekki sinnt í dag? Til þess þarf eingöngu að breyta íslenskum landslögum og það getur Alþingi gert á skömmum tíma . Ferlið gæti hafist á morgun! Ísland — sveitarfélag í ESB? Berum þessar vangaveltur saman við raun veruleikann sem blasir við í Evrópu . ESB líkist alltaf meira og meira sam bandsríki, og öfl innan þess vinna raunar að því að gera sambandið að einu slíku . Mikil völd eru í höndum ókjörinna embættismanna . Bókhaldið hefur ekki verið undirritað af endurskoðendum sam- bands ins sjálfs í tæp 20 ár í röð . Starfsmenn sam bandsins búa skattfrjálst í dýrustu hverf- um Brussel, oft fjarri daglegu lífi annarra íbúa borgarinnar . Seðlabanki sambands ins E r ekki kominn tími til að virkja hið íslenska aðhald á hinn opinbera rekstur? Er ekki kominn tími til að íslenskir sveitarstjórnarmenn finni fyrir álaginu sem stjórnendur einkafyrirtækja finna fyrir á hverjum degi — því sem fylgir því að geta hugsanlega misst alla viðskiptavini sína á morgun ef þeim er ekki sinnt í dag? Til þess þarf eingöngu að breyta íslenskum landslögum og það getur Alþingi gert á skömmum tíma . Ferlið gæti hafist á morgun!

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.