Þjóðmál - 01.06.2014, Side 65

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 65
64 Þjóðmál SUmAR 2014 Jakob F . Ásgeirsson Leikskáldið Arthur Miller Ryk dustað af þrjátíu ára gömlu samtali í tilefni af sýningu Þjóðleikhússins á Eldrauninni A rthur Miller hafði sagt mér að hitta sig klukkan þrjú í húsi einu við 68da stræti á Manhattan . Þetta var fjölbýlishús á dýrum stað í New York-borg og í anddyrinu voru vopnaðir menn sem gættu þess að inn í þetta hús fœru ekki óboðnir gestir . Ég var mœttur tímanlega og öryggisverðirnir sögðu mér að taka lífinu með ró og fá mér sœti í sófa einum í anddyrinu; Miller væri ekki í íbúð sinni . Ég sat því og blaðaði í tímariti þegar leikskáldið birtist, sólbrúnt og alsœlt, að því er virtist . Arthur Miller brosti vingjarnlega og bað mig að fylgja sér í íbúð sína á 7du hæð . Hann var frjálslegur í fasi; klæddur sportjakka og köflóttri vinnuskyrtu og brúnum flauelsbuxum . Á leiðinni upp sagðist hann hafa orðið fyrir „dálitlu óláni“ .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.