Þjóðmál - 01.06.2014, Side 77

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 77
76 Þjóðmál SUmAR 2014 beitt áhrifum sínum á alþjóðavettvangi til góðs fyrir allt mannkyn og einkum í þágu frjálslyndrar siðmenningar . Hún gladdist mjög yfir að geta beitt þessum áhrifum til hins ítrasta meðal annars af þessum ástæð- um . Hún gerði sér hins vegar vel grein fyrir að bresku valdi voru takmörk sett þótt hún ætti erfitt með að viðurkenna það opinberlega . Robin Harris vekur athygli á þessu í hinu áhrifamikla riti sínu um ævi frú Thatcher Not For Turning: The Life of Margaret Thatcher (Transworld Publishers, £14 .00) . Henni var þvert um geð að viðurkenna að staðbundin valdahlutföll í Asíu hefðu neytt hana til að afhenda Kínverjum Hong Kong þótt það blasti við öllum . Þessi þröngsýni kann jafnvel að hafa þjónað tilgangi því að hún var hvati til að krefjast meira en hún gat með skynsamlegum rökum vænst að fá . Það sem auðveldaði henni raunar að fá meira en hún gat af sanngirni vænst, þar á meðal í samningunum um Hong Kong, voru umskiptin til hins betra í bresku efnahagslífi og ríkisfjármálum Bretlands . Þegar efnahagur Breta batnaði á einstakan hátt á níunda áratugnum naut hún þess að vegur og virðing Breta jókst jafnt og þétt og henni sjálfri var hampað sem brautryðjanda nýrrar heimsbyltingar undir merkjum hins frjálsa markaðar . Í stuttu máli hóf frú Thatcher vegferð sína til að bjarga Bretlandi en að lokum lagði hún sitt af mörkum til að bjarga heiminum líka — að minnsta til að gera hann að frjáls- ari og blómlegri stað . Engum kom til hugar að neitt af þessu gæti hugsanlega gerst þegar hún var kjörin leiðtogi Íhaldsflokksins árið 1975 . Allir nema fáeinir samstarfsmenn hennar í „skugga- ráðuneytinu“ voru annaðhvort íhalds menn af aðalsættum eða fyrirtækja stjór n end ur úr stuðningsmannahópi Heaths [Edwards Heaths (1916–2005), sem Thatcher velti úr leið togasæti Íhalds flokks ins] sem töldu hana þröngsýna, hleypi dóma fulla úthverfakonu með frum stæðar skoðanir, „Daily Telegraph- kona“ var uppnefni sem Ian Gilmour, há- íhalds maður og rithöfundur, notaði til að lýsa henni . Hún ávann sér þessa fyrirlitningu ein faldlega vegna þess að hún var fyrsti leiðtogi í stórum stjórnmálaflokki til að rísa gegn samtryggingarkerfinu í anda jafnaðar- mennskunnar — því má lýsa með almenn- um orðum sem víðtæku velferðarríki sem reist var á ríkisreknu „blönduðu hag kerfi“ . Kerfið var mótað af ríkisstjórn Verka- mannaflokksins á árunum 1945–1951 og síðan fest í sessi með blessun íhaldsmanna . Rætur varðstöðunnar um það voru svo sterkar að þegar komið var að því að höggva á hinar síðustu þeirra „óánægjuveturinn“ 1979 stóðu flestir gamalla áhrifamanna inn- an Íhaldsflokksins enn vörð um þær, jafn vel þótt hinn almenni flokksmaður væri þeim jafnan óvinveittur . Thatcher skipaði sér í Þ að sem auðveldaði henni raunar að fá meira en hún gat af sanngirni vænst, þar á meðal í samningunum um Hong Kong, voru umskiptin til hins betra í bresku efnahagslífi og ríkis fjármálum Bretlands . Þegar efnahagur Bretlands batnaði á einstakan hátt á níunda áratugnum naut hún þess að vegur og virðing Bretlands jókst jafnt og þétt og henni sjálfri var hampað sem brautryðjanda nýrrar heimsbyltingar undir merkjum hins frjálsa markaðar .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.