Þjóðmál - 01.06.2014, Page 79

Þjóðmál - 01.06.2014, Page 79
78 Þjóðmál SUmAR 2014 íhaldsmenn rekið hugsunarlaust til vinstri undir óslitinni forystu manna á borð við Heath, [John] Major og [David] Cameron . Ef til má finna þann dóm um hana sem er mest sannfærandi í grein eftir and- stæðing hennar fyrir kosningarnar árið 1987 . Hann ritaði í London Review of Books: Frú Thatcher lítur greinilega á sjálfa sig sem dea ex machina, að hún sé send af himnum ofan til að „kippa Bretlandi í liðinn“ . Hún mun beita valdi sínu á næstu árum eins og einræðisherra og iðrunar laust . Á hinn bóginn er sú mikla hætta á ferðum — sem hefur bugað [David] Owen — að menn trúi því að Thatcherismi sé á einhvern hátt ósigrandi, að undir merkjum hans hafi orðið til nýr samnefnari og öll við hin verðum að sætta okkur við að ræða ekki annað en tilbrigði innan ramma hans . Það skiptir mestu að svipta Thatcherisma hinni goðsagnarkenndu ímynd . Orðin bera ekki með sér mikla spádóms- gáfu, því að hinni einráðu frú Thatcher var velt úr sessi í einkaatkvæðagreiðslu íhaldsmanna þremur árum síðar . Það sem er hins vegar sannfærandi í textanum, og gengur á sinn hátt gegn boðskap hans, er að höfundurinn, Tony Blair, stóð í þeim sporum tíu árum síðar að hafa sannfært Verkamannaflokkinn um að Thatcherismi hefði einmitt skapað nýjan samnefnara og að flokkurinn gæti aðeins komist til valda með því að ræða „ekki annað en tilbrigði Margaret Thatcher fagnar einum af sínum glæstu kosningasigrum (1988) með einum einarðasta og gáfaðasta stuðningsmanni sínum, Norman Tebbit .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.