Þjóðmál - 01.06.2014, Page 80

Þjóðmál - 01.06.2014, Page 80
 Þjóðmál SUmAR 2014 79 innan ramma hans“ . Lokaafrek hennar var að telja stjórnarandstöðunni hughvarf! Þessi árangur sem frú Thatcher náði er ástæðan fyrir því að henni er almennt lýst í fjölmiðlum sem „mikilvægasta for- sætisráðherra Breta á friðartímum“ að minnsta kosti á tuttugustu öldinni eða jafnvel í allri stjórnmálasögunni . Þótt þessi lýsing sé lofsamleg er hætta á að hún gefi ranga mynd eða gangi jafnvel of skammt . Í henni felst að hún hafi frekar líkst Attlee en Churchill og að afrek hennar takmarkist við innanlandsmál . Hún hafði einnig markverð áhrif á alþjóðavettvangi . Með þessum orðum er ekki aðeins vísað til Falklandseyjastríðsins . Árangur hennar þar gerir hana ekki að miklum leiðtoga á styrjaldartímum á borð við Churchill eða Lloyd George vegna þess að stríðið var smátt í sniðum . Því fer hins vegar víðsfjarri að stríð séu hið eina sem nota beri til að meta vald og áhrif á alþjóðavettvangi . Að koma í veg fyrir stríð og binda enda á örlagarík átök án vopna segir jafnvel meira um alþjóðaáhrifin . Að þessu leyti glansaði frú Thatcher . Á efri árum þótti Churchill miður að þurfa að viðurkenna að undir stjórn hans hefði Bretland veikst . Hún skilaði á hinn bóginn landi og þjóð sterkari en þegar hún tók við embætti . Hver er skýringin? Hún var traustasti bandamaður Reagans forseta á lokastigi kalda stríðsins . Hún gegndi lykilhlutverki við að aðstoða aðrar ríkisstjórnir Vestur-Evrópu við að standast ásókn hinnar öflugu friðarhreyfingar — milljónir mótmælenda létu að sér kveða í borgum landa þeirra — og tryggja flutning bandarískra eldflauga til skotpalla í Vestur- Evrópu . Þegar þær voru komnar á sinn stað á árunum 1984–1985 gætti næstum strax breytinga á stefnu Sovétríkjanna þótt leitast væri við að fela þær . Sovétmönnum varð ljóst að þeir gætu ekki framar vænst þess að sigra kalda stríðið með hernaðarlegri ógn . Hvað sem öðru líður var hún þess vegna virkur þátttakandi í baráttunni fyrir því að Vesturlönd töpuðu ekki kalda stríðinu . Næstmikilvægasta hlutverk hennar á tímum kalda stríðsins var að flytja skilaboð milli Reagans og Mikhails Gorbatsjovs á skrykkjóttri göngu þeirra í átt að friðsam- legri lausn . Leit hennar að nýrri gerð sovésks leiðtoga hætti þegar hún hitti Mikhail Gorbatsjov árið 1984 . Hann heimsótti hana í Chequers [bústað forsætisráðherra Bretlands fyrir utan London] í stuttri viðdvöl vegna tæknilegrar þjónustu við flugvél hans . Þau ræddu saman yfir hádegisverði — frú Thatcher var fræg fyrir ánægjuna sem hún hafði af því deila skoðunum með öðrum, henni líkaði almennt betur við viðmælendur sína að loknu spjallinu . Eftir að Gorbatsjov kvaddi lýsti hún honum sem „manni sem hentar okkur til viðskipta“ og mælti eindregið með honum við Bandaríkjaforseta bæði opinberlega og í einkasamtölum . Niðurstaða Reagans varð hin sama og hann hagaði sér í samræmi við það . Á næstu þremur árum vann hann að því á nokkrum Tony Blair stóð í þeim sporum tíu árum síðar að hafa sannfært Verka manna- flokkinn um að Thatcherismi hefði einmitt skapað nýjan samnefnara og að flokkurinn gæti aðeins komist til valda með því að ræða „ekki annað en tilbrigði innan ramma hans“ . Lokaafrek hennar var að telja stjórnarandstöðunni hughvarf!

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.