Þjóðmál - 01.06.2014, Side 82

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 82
 Þjóðmál SUmAR 2014 81 anna“, fyrir utan að berjast við þing menn Verka mannaflokksins . Áður hefur verið minnst á að umbótunum var mót mælt harðlega utan þings og því varð að brjóta verka lýðshreyfinguna á bak aftur, eink- um námuverkamenn sem fóru í verkfall 1984–1985 . Eftir að sigur vannst á þeim hófst langvinnt hagvaxtarskeið í Bretlandi án verðbólgu . Umskiptin bárust út fyrir Atlantshafs- svæðið . Efnahagsþróunin í Bretlandi og Bandaríkjunum varð að táknmynd þess árangurs sem mátti ná með frjálsu mark- aðs hagkerfi á ótrúlega stuttum tíma . Þarna varð t .d . til vísir að hagvexti sem kenndur er við upplýsingatæknina . Þótt hugmyndafræðin væri mjög svipuð var ekki staðið eins að útfærslunni í ríkjunum tveimur: í Bandaríkjunum var lögð höfuðáhersla á skattalækkanir en í Bretlandi á einkavæðingu . Sé litið á þetta tvennt sem alþjóðlega markaðsvöru sigraði einkavæðingin í þeirri samkeppni og hún höfðaði bæði til manna í ríkjum þriðja heimsins og í fyrrverandi kommúnistaríkjum þar sem óarðbær ríkisfyrirtæki ollu búsifjum . Þegar ráðist var í einkavæðingu skilaði það árangri á undraskömmum tíma . Eitt var að Sovétmenn áttuðu sig á þessu, hitt var þó merkilegra að vestur-evrópskir kommúnistar og jafnaðarmenn neyddust til að breyta um stefnu vegna sífellt fleiri sannana sem sýndu að einkavæðingin jók skilvirkni, dreifði eignarhaldi og breytti starfsanda í fyrirtækjum . Hinir ólíklegustu menn neyddust til að viðurkenna stað- reyndir og skipta um skoðun . Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna á árunum 1981–1989, og frú Thatcher, forsætisráðherra Bretlands 1979–1990, á góðri stundu .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.