Þjóðmál - 01.06.2014, Side 92

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 92
 Þjóðmál SUmAR 2014 91 Hinir umburðarlyndu í Bjartri fram-tíð, Vinstri grænum og Samfylk ing- unni hafa undanfarið hneykslast á oddvita Framsóknar í borgarstjórn fyrir efasemdir um lóðaúthlutun fyrir mosku í Reykjavík . Vilhallir fréttamenn þessa „umburðar lynda og víðsýna fólks“ hafa elt uppi forustu- menn Framsóknarflokksins til kreista fram fordæmingu á flokkssystur sinni . Ummæli sem fréttahaukarnir telja bera augljósan vott um rasisma og þjóðernisofstæki . Samt sem áður hefur oddviti Framsóknar ekki mælt styggðaryrði um múslima eða veist að trúarskoðunum þeirra eftir því sem ég veit best . Á sama tíma er upplýst að Kristín Soffía Jónsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík, hefur látið frá sér fara mun alvarlegri ummæli um trúarhóp, en oddviti Framsóknar um múslima . Svo bregður hins vegar við að reynt er að þagga það niður og forustumenn Samfylkingarinnar eru ekki eltir á röndum til að fá afstöðu þeirra til ummæla Kristínar Soffíu Jónsdóttur . Ummæli Kristínar Soffíu, sem hér er vikið að um Aust-rómversku kaþólsku kirkjuna, eru: „Ömurlegt að Reykjavíkurborg sé búin að úthluta lóð til þessa skítasafnaðar . Þessi söfnuður má fokka sér .“ Ummælin viðhafði Kristín Soffía vegna viðhorfa safnaðarins til samkynhneigðra, sem eru raunar svipuð og rómversk-kaþólskra og mun mildari í garð samkynhneigðra og réttinda þeirra en afstaða múslima . Séu ummæli oddvita Framsóknarflokksins og frambjóðanda Samfylkingarinnar borin saman þá fela ummæli frambjóðanda Sam- fylk ingarinnar í sér mun meiri fordóma, skort á umburðarlyndi og skort á víðsýni og eru alvarlegri og fordæmanlegri ef eitthvað er . Samt sem áður er engin krafa gerð um að hún víki úr fjórða sæti framboðslista Sam fylk ingar- inn ar í Reykjavík . Fréttamenn elta heldur ekki Árna Pál Árnason, formann Sam fylk ingar- innar, vegna þessara ummæla flokkssystur hans, þó þeir hundelti Sig mund Davíð og tí- undi í hverjum fréttatíma að hann hafi ekki for dæmt ummæli flokks systur sinnar . Ummæli Kristínar Soffíu eru vissulega for- dæmanleg og ósæmileg . Athyglisvert er að í umræðu um málið segist hún sjá eftir því að hafa sagt þetta, en nefnir ekki sérstaklega hverju hún sjái eftir . Hún hefur heldur ekki beðist afsökunar á ummælunum sem telja verður lágmark þegar um svo alvarleg og lág- kúruleg ummæli er að ræða . Finnst Árna Páli Árnasyni og Degi B . Egg ertssyni forsvaranlegt að hafa Kristínu Soffíu á framboðslista Samfylkingarinnar eftir að opinberuð hafa verið þessi ummæli hennar . Finnst þeim eðlilegt að hún sitji á fram boðslistanum án þess að sinna þeirri lágmarkskurteisi að biðjast afsökunar? jonmagnusson .blog .is, 28 . maí 2014 Jón Magnússon Hinir umburðarlyndu

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.