Þjóðmál - 01.06.2014, Page 95

Þjóðmál - 01.06.2014, Page 95
94 Þjóðmál SUmAR 2014 son maí 2004 til febrúar 2008 og Gylfi Sigfús son frá vori 2008 . Eins og þetta yfirlit ber með sér varð mikil breyting á festu og samfellu í yfirstjórn félagsins eftir að Hörður Sigurgestsson hvarf úr forstjórastólnum . Hörður og þeir sem gegndu starfi forstjóra á undan honum höfðu hver um sig tíma og tækifæri til að setja mark sitt á starfsemi félagsins í sam- vinnu við öfluga stjórnarformenn og sam- henta stjórn . Guðmundur fer ekki í manngreinarálit í frásögn sinni, hann er hófstilltur í mati sínu hefur ekki í frammi gagnrýni á menn og málefni . Lesandinn verður sjálfur að setjast í dómarasætið og gefa stjórnendum einkunn á grundvelli þeirra staðreynda sem lagðar eru fyrir hann . Fer ekki á milli mála að við komu Harð- ar Sigurgestssonar til félagsins verða þar þáttaskil í stjórnarháttum og afstöðu til viðskiptavina og keppinauta . Félagið þróast í átt til alhliða stórfyrirtækis á sviði flutninga þar sem litið var á „skip sem einn hlekk af mörgum í flutningakeðju“ eins segir í bókinni . Guðmundur segir: Jafnframt þessu var hafist handa um að leita vaxtarmöguleika fyrir félagið í öðrum atvinnurekstri en flutningum bæði innanlands og utan . Stofnun fjár- festinga félagsins Burðaráss hf . árið 1989 markaði þáttaskil í þessu efni . Á fáum árum varð það öflugt fjárfestingafélag og umsvifamikið í íslensku atvinnulífi . Á forstjóratíma Harðar voru mikil umbrot í íslensku atvinnu- og fjármálalífi . Þar skipti miklu þróun hlutabréfamarkaðar en á árinu 1984 var skattalögum breytt á þann veg að einstaklingum var veitt heimild til að draga fjárfestingu í hlutafélagi frá skatt- skyldum tekjum upp að ákveðnu marki . Árið 1985 seldi ríkið hlut sinn í Eim- skipafélaginu og varð það til að ýta undir þróun til hlutafjármarkaðar . Félagið varð síðan meðal fyrstu fyrirtækjanna sem skráðu hlutabréf sín á Verðbréfaþingi Íslands árið 1992 . Guðmundur segir frá því að oftar en einu sinni urðu harðar umræður um eignarhald á hlutabréfum í Eimskipafélaginu . Þær voru þó frekar af pólitískum rótum runnar en viðskiptalegum fram undir lok níunda áratugarins . Í bókinni segir: Allt frá stofnun félagsins gengu hlutabréf í félaginu eitthvað kaupum og sölum, þótt það væri að vísu ekki í miklum mæli, bréfin skiptu fremur um eigendur fyrir arftöku og gjöf en sölu . Stjórn félagsins þurfti að samþykkja eigendaskipti, en það var öðru fremur formsatriði sem sjaldan reyndi á . Söluverð bréfanna var yfirleitt nafnverð þeirra … Árið 1990 var sögulegt vegna þess að þá var í fyrsta sinn í sögunni birtur listi yfir 15 stærstu hluthafa Eimskipafélagsins . Hann sýndi að þeir áttu rúmlega 36% hlutafjár í F er ekki á milli mála að við komu Harð ar Sigurgestssonar til félagsins verða þar þáttaskil í stjórnarháttum og afstöðu til viðskiptavina og keppinauta . Félagið þróast í átt til alhliða stórfyrirtækis á sviði flutninga þar sem litið var á „skip sem einn hlekk af mörgum í flutningakeðju“ eins segir í bókinni . . .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.