Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 21

Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 21
FÉLAGSBRÉF 17 er fyrr er skrifat, ok lýst alla. Gleði guð allsvaldandi þá, er skrifuðu, ok þann er fyrir sagði, ok jómfrú sancta María.“ Jón Hákonarson, sem hér er nefndur, var alkunnur höfðingi á 14. öld, fædd- ur um 1350. Ættmenn hans voru miklir fyrir sér, röktu m.a. ættir til Sturlunga og Seldæla, Gissur galli, afi Jóns, var hirðmaður Hákonar háleggs, og er hans getið í annál Flateyjarbókar, Lárentíuss sögu og víðar. (Geta má þess, að af honum er skemmtileg frásögn í II. bindi íslendinga sögu Jóns Jóhannessonar.) Eftir svaðilfarir sínar með Hákoni bjó Gissur í Víðidalstungu, og dó þar 1370, rúmlega tíræður; var hann heitinn eftir Gissuri jarli. Hákon, faðir Jóns, mun hafa búið á Auðunarstöðum, því 1385 kaupir Jón sonur hans Víðidalstungu af Magnúsi föðurbróður sínum og lætur Auðunarstaði í býtum. Enginn vafi þykir leika á því, að Jón Hákonarson hafi ekki einungis átt bókina, heldur og látið skrifa hana. Telja fræðimenn líklegt, að ritun bókarinnar hafi verið byrjuð 1382, áður en Jón flutti að Víðidalstungu, en víst þykir, að hún hafi verið í gerð 1387 af vitnisburði bókarinnar sjálfrar. Hefur meginmál hennar ef til vill þá þegar verið skrifað, en annálnum aftast í bókinni hefur veiið haldið áfram og lýkur honum ekki fyrr en með árinu 1394. III. Eins og í formálanum stendur, er bókin skrifuð af tveimur prestum, og hafa þeir báðir verið listamenn í þessari grein. Jón Þórðarson er nefndur vottur í bréfi rituðu í Víðidalstungu 10/7 1384, og geta menn þess til, að hann hafi verið prestur við kirkjuna þar. 1 annál Flateyjarbókar stendur við árið 1394: „Kom út með honum (Vilkin biskupi) Jónn prestr Þórðarson ok hafði utan verit sex ár ok haldit Krosskirkju“ (þ.e. í Björgvin). Má líklegt telja, að þetta sé skrifarinn, og hafi Magnús Þórhallsson, ef til vill tekið við prestskap í Víði- dalstungu, er hann hvarf utan. Hefur Magnús sennilega annaðhvort búið í Víðidalstungu eða nágrenninu, því að hann hefur lýst alla bókina( þ.e. skreytt upphafsstafi), eins og formálinn vottar. Magnús Þórhallsson er meðal kaup- votta að jarðakaupum á Snæfellsnesi 1397, og þykir líklegast, að þetta sé einn og sami maður og skrifarinn. Hefur hann þá flutzt vestur 1395 eða 1396, og ritun annálsins þá fallið niður, eins og fyrr greinir. IV. Af formálanum, sem skráður er hér að framan, má nokkuð marka fjölbreytni efnisins í Flateyjarbók, þó ekki sé þar allt talið. Fyrirferðarmestar eru sögur af Noregskonungum, fyrst sögur ólafanna, síðan Sverris og Hákonar gamla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.