Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 26

Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 26
22 FÉLAGSBRÉF Stangarlandi í Körmt í Noregi, meðan hann var aS semja Noregssögu sína. Tölusetti hann dálka, skrifaði nafn bókarinnar á fyrstu blaðsíðu og krot á spássíur hér og þar. Aðrar athugasemdir á spássíum eru fáar, nema hvað ein- hver siðavandur Iesandi á 15. eða 16. öld hefur skrifað neðan við Völsaþátt: Svei þér, húsfreyja! VII. Flateyjarbók var fyrst prentuð í heilu líki í Kristjaníu, og var sú útgáfa gerð á kostnað norska ríkisins. Um hana sáu þeir Guðbrandur Vigfússon og C. R. Unger. Bókin er í þremur bindum, og eru þau ársett 1860, 1862 og 1868. Utgáfa þessi er stafrétt að öðru en því, að bönd eru leyst upp og skammstaf- anir, og tvöfalt a samandregið prentað aa. Næst var Flateyjarbók gefin út ljósprentuð í Kaupmannahöfn 1930 að for- lagi Levin og Munksgaard; Finnur Jónsson ritar formála. Er hún fyrsta bindiö í hinu merkilega safni af ljósprentunum íslenzkra handrita, sem Ejnar Munks- gaard gaf út. Þriðja útgáfan var gerð í Reykjavík (prentuð á Akranesi) 1944—’45. Tveir námsmenn í norrænum fræðum, þeir Vilhjálmur Bjarnar frá Rauðará og Finn- bogi Guðmundsson, nú doktor frá Háskóla íslands, sáu um útgáfuna, að öðru en því, að prófessor Sigurður Nordal ritaði formála fyrir öllum bindunum fjórum. Þessi útgáfa, sem ætluð er almenningi, hefur fyrstu útgáfu að undirstöðu, en stafsetning er vitanlega samræmd. Hún mun nú uppseld fyrir nokkru. VIII. Flateyjarbók er í tölu hinna merkustu handrita. Hún hefur að geyma margt, sem hvergi er til annars staðar, og hefur geymzt flestum íslenzkum skinnbók- um betur. Hún er gott dæmi um þá merkilegu bókmenntaiðju, sem fram fór hér á landi eftir að hinni frumlegu sagnaritun lauk að mestu. Hún hefur nu um langar hríðir haldið kyrru fyrir í bókhlöðu konungs í Kaupmannahöfn, en vonir standa til, að hún eigi enn eftir að gista á Fróni. Vonandi munu íslending- ar um langan aldur kunna að meta þann sagnaauð, sem í Flateyjarbók er saman- kominn. Rit sem notuS voru við samantekt þessa þáttar: Finnur Jónsson: Formáli ljósprentuðu útg. Khöfn 1930. SigurSur Nordal: Formáli Flat. I—IV, Rvík 1944—’45. Jón Ilelgason: Handritaspjall, Rvik 1958.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.