Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 33

Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 33
HENRIK GROTH Norðurlönd og umheimurinn 17,g ber ykkur margar hjartanlegar kveðjur frá Noregi. Og ég þakka þann heiður, sem mér hefur verið sýnd- ur með því að vera boðið að tala hér í kvöld. Ég hef valið mér að ræða um Norð- urlönd og umheiminn. Ýmsir munu segja sem svo: Gat hann ekki valið sér eitthvað skemmti- legra viðfangsefni? Nei, þess átti ég ekki kost. Þetta efni er orðið okkur Norðurlandabúum svo viðkvæmt, svo flókið og erfitt við- fangs, að við vildum víst helzt leiða það hjá okkur. Það fyllir okkur efa- semdum og mótsögnum. Þær 20 millj. manna, sem búa á Norðurlöndum, lifa nú — hvort sem þeim líkar betur eða verr — upphaf að nýju sögu- skeiði. Hinn mikli samruni veraldar, sem nú á sér stað, mun — hvernig sem til tekst um Efnahagsbandalagið — leiða okkur inn í samstarf, sem býður slíka kosti, að við hvorki viljum né getum án þeirra verið. En við eigum á hættu að glata við það miklum verð- mætum, ef við förum ekki að með gát. Á hátíðastundum tölum við gjarna um Norðurlönd, eins og „svanene fra Norden“ flygju í samstilltri fylkingu mót bláum himni, — 5 líkamir og ein sál. Það er indælt að tala þannig. Mynd- in er allténd fögur, og ekki heldur ósönn með öllu. En hún er hálfur sannleikur. Við erum ekki eins líkir hver öðrum og við viljum vera láta. Saga Norðurlanda hefur markað sín spor, og til einskis er að dyljast þess, að hin einstöku norrænu lönd hafa litið norræna samvinnu ólíkum augum. Af skynsemisástæðum tökum við vissulega jákvæða afstöðu, en innst inni ber hver þjóð blendnar til- finningar gagnvart Norðurlöndum sem heild. Ef allur hnötturinn er hafður í huga kann það að líta út sem söguleg háðung, að þessar þjóðir skyldu ekki þegar fyrir mörgum öldum hafa náð að tengjast stjórnmálalega á varanleg- an og réttlátan hátt. Við eigum þó svo margt sameiginlegt, að skipting þessa landsvæðis í 5 sjálfstæð ríki, gæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.