Félagsbréf - 01.12.1962, Page 26

Félagsbréf - 01.12.1962, Page 26
22 FÉLAGSBRÉF Stangarlandi í Körmt í Noregi, meðan hann var aS semja Noregssögu sína. Tölusetti hann dálka, skrifaði nafn bókarinnar á fyrstu blaðsíðu og krot á spássíur hér og þar. Aðrar athugasemdir á spássíum eru fáar, nema hvað ein- hver siðavandur Iesandi á 15. eða 16. öld hefur skrifað neðan við Völsaþátt: Svei þér, húsfreyja! VII. Flateyjarbók var fyrst prentuð í heilu líki í Kristjaníu, og var sú útgáfa gerð á kostnað norska ríkisins. Um hana sáu þeir Guðbrandur Vigfússon og C. R. Unger. Bókin er í þremur bindum, og eru þau ársett 1860, 1862 og 1868. Utgáfa þessi er stafrétt að öðru en því, að bönd eru leyst upp og skammstaf- anir, og tvöfalt a samandregið prentað aa. Næst var Flateyjarbók gefin út ljósprentuð í Kaupmannahöfn 1930 að for- lagi Levin og Munksgaard; Finnur Jónsson ritar formála. Er hún fyrsta bindiö í hinu merkilega safni af ljósprentunum íslenzkra handrita, sem Ejnar Munks- gaard gaf út. Þriðja útgáfan var gerð í Reykjavík (prentuð á Akranesi) 1944—’45. Tveir námsmenn í norrænum fræðum, þeir Vilhjálmur Bjarnar frá Rauðará og Finn- bogi Guðmundsson, nú doktor frá Háskóla íslands, sáu um útgáfuna, að öðru en því, að prófessor Sigurður Nordal ritaði formála fyrir öllum bindunum fjórum. Þessi útgáfa, sem ætluð er almenningi, hefur fyrstu útgáfu að undirstöðu, en stafsetning er vitanlega samræmd. Hún mun nú uppseld fyrir nokkru. VIII. Flateyjarbók er í tölu hinna merkustu handrita. Hún hefur að geyma margt, sem hvergi er til annars staðar, og hefur geymzt flestum íslenzkum skinnbók- um betur. Hún er gott dæmi um þá merkilegu bókmenntaiðju, sem fram fór hér á landi eftir að hinni frumlegu sagnaritun lauk að mestu. Hún hefur nu um langar hríðir haldið kyrru fyrir í bókhlöðu konungs í Kaupmannahöfn, en vonir standa til, að hún eigi enn eftir að gista á Fróni. Vonandi munu íslending- ar um langan aldur kunna að meta þann sagnaauð, sem í Flateyjarbók er saman- kominn. Rit sem notuS voru við samantekt þessa þáttar: Finnur Jónsson: Formáli ljósprentuðu útg. Khöfn 1930. SigurSur Nordal: Formáli Flat. I—IV, Rvík 1944—’45. Jón Ilelgason: Handritaspjall, Rvik 1958.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.