Ljóðormur - 01.06.1990, Blaðsíða 22

Ljóðormur - 01.06.1990, Blaðsíða 22
20 René Depestre rúin þjóð með öllu sett á hvolf einsog uppstungin mold fólk plægt til að auðga hina stóru markaði heimsins Þroskaðu gas þitt í leynd þinnar líkamsnætur Enginn þorir lramar að bræða fallbyssur eða gull- mynt í svörtum málmi þinnar ólgandi reiði. Jón Óskar þýddi. René Depestre er blökkumaður, fæddur á Haíti 1926. Hann missti föður sinn ungur að árum, en móðir hans baslaðist áfram með böm sín í höfuðborginni Port-au-Prince. Þrátt fyrir fátækt gafst honum tækifæri til að fara í menntaskóla og seinna í háskóla, þá í Frakk- Iandi, þar sem hann hóf nám í læknisfræði, en skipti fljótlega yfir í bókmenntir og stjómmálafræði. Á námsámm sínum í Port-au-Prince las hann mikið franskar bókmenntir ásamt amerískum og hreifst bæði af Apollinaire og Langston Hughes. Nítján ára gamall gaf hann út fyrstu ljóðabók sína og aflaði sér með henni fjár og frama með undraskjótum hætti, svo að hann gat stofnað tímarit sem var helgað bæði skáldskap og þjóðfélagsmálum 1945. Um það leyti kom forustumaður súrrealista, André Breton, til Port- au-Prince og hélt þar fyrirlestra. Hann talaði gegn heimsvaldastefn- unni sem hann taldi, að ekki hefði liðið undir lok með heimsstyrj- öldinni. Depestre fjallaði um Breton og fyrirlestra hans með veí- þóknun í tímariti sínu. Það var þá bannað, og fljótlega varð De- pestre að flýja óffelsið hcima fyrir og hélt til Frakldands. Þar kynntist hann svertingjum frá Afríku, þar á meðal Léopold Sédar Senghor, skáldinu ffá Senegal, og hann tók að aðhyllast kenninguna um svarta menningu gegn hvítri, en gekk auk þess til liðs við franska kommúnistaflokkinn og loks var honum vísað úr landi fyrir afskipti af frönskum stjómmálum. Þá hélt hann til Tékkóslóvakíu, þar sem hann rak sig á það, að ekki mundi allt með felldu I ríkjum þeim sem kennd voru við sósíalisma. Konan hans var handtekin og sökuð um að vera erindreki zíonista, þvf hún var gyðingur. Hún var fljótlega látin laus, en þeim var ekki vært f landinu. Seinna var Depestre á Kúbu og orti lof um Guevara, en einnig þaðan varð hann að hrekj- ast undan ófrelsi og settist loks að í Frakklandi, þar sem hann hefur búið síðan. í skáldskap sínum dró René Depestre lærdóm af súrrealismanum, en kaus að vera baráttuskáld og yrkja undir frjálsum háttum um sína svörtu bræður í Afríku, um svarta ást og lífsnautn og svartan menningararf og þjóðtrú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.