Ljóðormur - 01.06.1990, Blaðsíða 59

Ljóðormur - 01.06.1990, Blaðsíða 59
Þórður Helgason 57 Þórður Helgasort í leit að grænum reit Heimsókn á heimaslóð eftir Böðvar Guðmundsson. Iðunn 1989. Heimsókn á heimaslóð, 5. ljóðabók Böðvars Guðmundssonar, er leiftrandi skemmtileg bók — og kemur víst fáum á óvart þeim sem þekkja til íyrri verka þessa fjölhæfa skálds. En skemmtunin — þótt góð sé — er einungis einn þáttur bókarinnar og sá sem liggur næst yíirborðinu. Bókin lýsir ferð manns utan úr löndum á heimaslóðir sínar á fslandi, dvöl hans hér og loks burtför. Þetta ferðalag er ytri umgjörð verksins, nokkurs konar rammi um það sem miklu meira máli sldpt- ir í bókinni. Ljóðin sækja nefnilega á miklu dýpri mið. Það sem orkar sterkast í Ijóðunum er annað ferðaiag og merkara. Ferðamaðurinn tekst á hendur ferð inn f einkaheim hugskotsins, ríki sem tekur að breiða úr sér í hrópandi ósamræmi við þann ytri heim sem við augum blasir. f Ijóðabók Böðvars er veruleiki samtím- ans heimur græðgi, hraða, malbiks og mengunar — og umfram allt veröld sem sveltir sálina, þann græna reit sem býr í hugskoti og verður sífelld viðmiðun við rangsnúna veröld okkar. Heimsókn á heimaslóð er því a.n.l. flótti frá hraðbrautarveröld- inni sem nú sýnist gjaldþrota, veröld sem þó ginnti manninn í för sem virðist er frá líður laus við allan tilgang annan en þann að þvælast um meðan tíminn líður, f friði meðan ekki eru brotnar leikreglur, veröld sem launar með þægindum og öryggi en nærir ekki það líf sem gerir okkur að mönnum. Einn góðan veðurdag verður ekki lengur við unað og þá leggja menn í langferð — inn í sig — f leit að reitnum græna: „Með hamslausa græögi aö leiðarljósi / og tryggðir með heilagri einfeldni / aka þeir upp og niður kúluna / f von um grænan reit /1 skjóli fyrir útblæstri bílanna. / / Þeir líta hann í svip / ögurstundina mili svefns og vöku. //Þeir kalla hana heimaslóð ...“ Þannig greinir höfundur okkur frá ferðalagi inn f vitundina, í nokkurs konar leit að glötuðu sjálfi, með spumingamar að leiðar- ljósi: Hver er ég? Hven bar mig? — Hver ytri mynd ljóðanna í bókinni öölast því innri samsvörun. Ferjan, sem auðvitaö er nauð- synlegur hluti ferðarinnar, speglar um leið líf fólks um borð sem siglir í öruggum höndum örugga ferð. Samt: „Það hendir stundum á sjöunda bjór / að löngu þagnaður söngur / leitar upp ( hálsinn / lcikur um stund í stirðnuðum raddböndunum / og hverfur svo skömmustulegur á ný/eins og ræsking / niður í rökkvað sálardjúp- ið ...“ Það kemur sterkt fram að ferðin er farin í kapphlaupi — eða öllu heldur kappakstri við endalokin. Tilfinningin fyrir því að tíminn sé aö renna úr greipum og allt að verða um seinan veröur því afar- sterk:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.