Ljóðormur - 01.06.1990, Side 59

Ljóðormur - 01.06.1990, Side 59
Þórður Helgason 57 Þórður Helgasort í leit að grænum reit Heimsókn á heimaslóð eftir Böðvar Guðmundsson. Iðunn 1989. Heimsókn á heimaslóð, 5. ljóðabók Böðvars Guðmundssonar, er leiftrandi skemmtileg bók — og kemur víst fáum á óvart þeim sem þekkja til íyrri verka þessa fjölhæfa skálds. En skemmtunin — þótt góð sé — er einungis einn þáttur bókarinnar og sá sem liggur næst yíirborðinu. Bókin lýsir ferð manns utan úr löndum á heimaslóðir sínar á fslandi, dvöl hans hér og loks burtför. Þetta ferðalag er ytri umgjörð verksins, nokkurs konar rammi um það sem miklu meira máli sldpt- ir í bókinni. Ljóðin sækja nefnilega á miklu dýpri mið. Það sem orkar sterkast í Ijóðunum er annað ferðaiag og merkara. Ferðamaðurinn tekst á hendur ferð inn f einkaheim hugskotsins, ríki sem tekur að breiða úr sér í hrópandi ósamræmi við þann ytri heim sem við augum blasir. f Ijóðabók Böðvars er veruleiki samtím- ans heimur græðgi, hraða, malbiks og mengunar — og umfram allt veröld sem sveltir sálina, þann græna reit sem býr í hugskoti og verður sífelld viðmiðun við rangsnúna veröld okkar. Heimsókn á heimaslóð er því a.n.l. flótti frá hraðbrautarveröld- inni sem nú sýnist gjaldþrota, veröld sem þó ginnti manninn í för sem virðist er frá líður laus við allan tilgang annan en þann að þvælast um meðan tíminn líður, f friði meðan ekki eru brotnar leikreglur, veröld sem launar með þægindum og öryggi en nærir ekki það líf sem gerir okkur að mönnum. Einn góðan veðurdag verður ekki lengur við unað og þá leggja menn í langferð — inn í sig — f leit að reitnum græna: „Með hamslausa græögi aö leiðarljósi / og tryggðir með heilagri einfeldni / aka þeir upp og niður kúluna / f von um grænan reit /1 skjóli fyrir útblæstri bílanna. / / Þeir líta hann í svip / ögurstundina mili svefns og vöku. //Þeir kalla hana heimaslóð ...“ Þannig greinir höfundur okkur frá ferðalagi inn f vitundina, í nokkurs konar leit að glötuðu sjálfi, með spumingamar að leiðar- ljósi: Hver er ég? Hven bar mig? — Hver ytri mynd ljóðanna í bókinni öölast því innri samsvörun. Ferjan, sem auðvitaö er nauð- synlegur hluti ferðarinnar, speglar um leið líf fólks um borð sem siglir í öruggum höndum örugga ferð. Samt: „Það hendir stundum á sjöunda bjór / að löngu þagnaður söngur / leitar upp ( hálsinn / lcikur um stund í stirðnuðum raddböndunum / og hverfur svo skömmustulegur á ný/eins og ræsking / niður í rökkvað sálardjúp- ið ...“ Það kemur sterkt fram að ferðin er farin í kapphlaupi — eða öllu heldur kappakstri við endalokin. Tilfinningin fyrir því að tíminn sé aö renna úr greipum og allt að verða um seinan veröur því afar- sterk:

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.