Ljóðormur - 01.06.1990, Blaðsíða 56

Ljóðormur - 01.06.1990, Blaðsíða 56
54 Eysteinn Þorvaldsson Til samanburðar birtast hér þrjár línur úr Ljósið þrátt fyrir allt eftir Bjöm: Örvænting í heitu hjana neyðaróp nakinnar sálar týnist án tilgangs Þessi dæmi ættu að nægja til að sýna hversu varasöm ákveóin hug- tök eru og hve þeim hættir til að veröa merkingarsnauð í allri sinni upphrópun. En svo em þeir líka til sem láta sig litlu varöa hvon veröldin er heil eða f molum, taka hana ekki alvarlega og örvænta hvergi. Stefán Steinsson segir í kvæðinu Amstur: Um allt þetta bévítans veraldarvafstur er víst ekki margt sem ég segi, þetta’ er einn tjúllaður táranna dalur - ég tek bara’ í nefiö og þegi. Svo er margt sinnið sem skinnið en allt þetta samferðafólk fetar ljóðsins veg, hver með sínu göngulagi. Sjálfsagt er það margt sem veldur hinum drjúga liðsauka nýrra ljóðabókahöfunda. Enginn vafi er á þvf að tjáningarþörfm er rík og einhver trú á mætti orðsins og hlutverki ljóösins hlýtur að búa að baki. Sumir em kannski einkum aö skemmta sér með því að gerast bókarhöfundar án þess að reyna mikið á Ijóðræna sköpun eða pen- ingaveskið. Óneitanlega fara sumar einkaútgáfubækumar á þrykk án nægilega vandaðra vinnubragða. Ungir höfundar, sem em að senda út sínar fyrstu bækur þurfa öðmm fremur að afla sér traustra ráð- gjafa til leiðbeiningar um ljóðfræðileg, stílleg og málfarsleg atriði. Útgáfufyrirtæki hyggja vel að slíkum vinnubrögðum og það gera einnig margir einstaklingar viö sínar útgáfúr en á þetta skortir mjög hjá öðrum. Textar þeirra em margir hvetjir þannig úr garði gerðir að skáldskapur fyrirfinnst þar lítill sem enginn og málfar er víða afar bágborið. Byrjendabragurinn gamalkunni er kannski meira áber- andi nú en oft fyrr vegna útgáfuflóðsins. Hér að framan hefur verið forðast að rekja hann nákvæmlega enda ástæðulaust að þreyta les- endur með slíku. í fyrra barst okkur semsagt umfangsmikið og gífurlega sundurleitt safn ljóða eftir nýja höfunda, ljóö sem ýmist em löng eða knöpp, myndræn eða mælsk, einföld og torræð, ellileg og unggæðingsleg, hefðbundin og óbundin, góð og lítilfjörleg. Hér kennir flestra grasa og enginn samnefnari finnanlegur né rauður þráður. Þetta er eins og að líkum lætur þvf að höfundarnir em mislitur hópur að flestu leyti, og úr ýmsum þjóðfélagshomum komnir. Sá elsti 79 ára og sá yngsti 19, hinir á sveimi þessi 60 ár sem á milii ber. Kannski er þetta skemmtileg og ánægjuleg sönnun þess að skáldskapur sé í raun almenningseign á íslandi. Ætla mætti að drjúgur hluti þjóðarinnar sé aö yrkja og sem betur fer syngja flestir meö eigin nefi. Sérhver leitast við að höndla vemleikann og búa honum form. En vemleik- amir em margir; það sést glöggt þegar lesinn er ósamstæður skáld- skapur eftir ólíka höfunda eins og Ijóðin sem hér hafa verið til umræðu. AUir em háðir samtíðinni, sumir lcita stuðnings f fonfð- inni og sumir rýna fram á við. Straumur tímans er vemleikinn, lífið og tilveran sem skáldin yrkja um, þeirra á meöal hinn yngsti f um- ræddum hópi Ijóöahöfunda, Baldur A. Kristinsson (19 ára) f Ijóði sem hann ncfnir h:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.