Ljóðormur - 01.06.1990, Blaðsíða 43

Ljóðormur - 01.06.1990, Blaðsíða 43
Eysteinn Þorvaldsson 41 Eysteinn Þorvaldsson Spunnin sannindi Yfirlitshugleiðing um ljóð nýrra höfunda 1989 spinn úr kuida og hita sannindi sem ég trúi að vild segir ungt skáld í einu þeirra ljóða sem vitnað verður í hér á eftir.1 Skáldin halda áfram að spinna og vefa okkur ljóðin, og síöasta ár var af ýmsum ástæðum merkisár í íslenskri ljóðagerð. Út komu óvenju- margar góðar Ijóðabækur eftir skáld á ýmsum aldri. Hér verður ekki slegið máli á gæði uppskerunnar í heild, en hvað magn varðar blasa við þrjú skrefalöng íslandsmet (og að sjálfsögðu heimsmet miðað við höfðatölu): Út komu a.m.k. 82 Ijóðabækur, frumsamdar og þýddar. Misjafnlega blómleg er þessi gróska eins og nærri má geta, en hún sýnir ótvírætt að orðið lætur ekki að sér hæða; Ijóðið hefiir ekki kafnað í kverkunum á tækniófreskjunni sem stundum virðist ætla að gleypa allt og alla. Annað metið eru a.m.k. 26 Ijóðabækur eftir ný skáld, þ.e. höfúnda sem bera nú á borð sína fyrstu bók. Skáldin eru raunar nokkru fleiri en bækumar, þ.e. 37, því að í fjómm tilvikum eru tveir eða fleiri um bók, en í einni þeirra, tví- menningsbók, er þó einungis annar höfundurinn nýgræðingur. Þetta er með ólíkindum ríkuleg viðbótamppskera að magni, en um gæðin eða notadrýgindin fyrir sálartetrið verður nokkuð spjallað hér á eftir. Skrá með titlum bókanna og nöfnum höfúnda þeirra er aftan við þessa grein. Þriðja metið var svo sett í kvennaflokki því að 7 bækur af þessum 25 em eftir konur og hluti af tveimur f viðbót, og slíkt hefur aldrei dunið yfir áður. Konur hafa í hæsta lagi verið tvær í nýliðasveitinni á ári hverju, stundum ein og oft engin. Allar em þessar tölur byggðar á þeim bókum sem Ljóðormi hefur tekist að komast yfir eftir allrækilega leit en ritið hefur jafnan reynt að setja saman Ijóðabókaskrá sem nær til allra Ijóðabóka, stórra og smárra, bæði í opinbemm útgáfúm og einkaútgáfum. Langflestar þessar nýskáldabækur em fallegar og vandaðar að gerð og allmargar þeirra skreyttar listaverkum. í einni þeirra, Eyktum, em Ijóðin jafn- framt I enskri og þýskri þýöingu, og í annarri, Með dýrðlegu borð- haldi og indcelli sönglist em ljóðin þýdd á rússnesku, en slíkur hcimsbúskapur er harla óvenjulegur í útgáfú fmmsamdra ljóða. Meirihluti bókanna er gefin út af höfúndum sjálfúm en fimm bækur af rótgrónum útgáfufyrirtækjum. Það veldur nokkm um kraft þess- arar flóðbylgju að átta ljóðasmiðir mynduðu einskonar útgáfúsam- vinnufélag, sem þeir nefna Goðorð, og er þetta einstætt og athyglis- vert framtak. Fimm af þessum átta goðorðsmönnum em nýliðar. Ekld er ætlunin að gera hér allsherjarúttekt á þessum nýja ljóða- feng. Aliur samanburður á þessum ljóðum er líka varhugaverður nema það sé haft f huga að aldur höfunda, tfmaskyn þeirra, listrænn metnaður og allar forsendur em afar mismunandi. En hér verða raktir nokkrir áhugaverðir þættir í þessum nýbökuðu ljóðabókum. Nærtæk spuming er t.d. þessi: Er munur á kveðskapnum eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.