Ljóðormur - 01.06.1990, Blaðsíða 47

Ljóðormur - 01.06.1990, Blaðsíða 47
Eysteinn Þorvaldsson 45 una, kannski fyrst og fremst um mannleg verðmæti ef vel tekst til“ sagði Þorsteinn skáld firá Hamrí nýverið f blaðaviðtali.6 Og þetta er auðvitað hárrén, en rýnendur geta svo greint stflinn og reynt að benda á hugðarefni, gildismat eða lífsviðhorf í ljóðunum. Náttúran hefur oftast verið góður mælikvarði á lílsviðhorf skálda, því að gjaman er hún tifvistarrými skáfdskaparins, en henni er mjög misskipt í Ijóðum þeim sem hér eru til umræöu. í hinni stóru bók Ingvars Agnarssonar má kynnast býsna ákafri náttúrudýrkun. Hún er þó ekki rómantfsk nema að nokkru leyti, heldur eru alheimsvíð- áttur og jarðnesk náttúra vegsamaðar á dulhyggjuforsendum nýals- sinna sem trúa á lifmögnun frá öðrum sólkerfúm: „Mörg eru mann- kyn / magni þrungin / orku veitandi / um alheim víðan.“ Svo segir í kvæöi sem heitir Dýrðarheimur draumanna. í bókinni eru annars geysimörg kvæði um fegurð og blessun náttúrunnar og einnig um álfa og huldar vættir og kvæði með fremur lauslegum tengslum við norræna goðafræöi. Oddný Kristjánsdóttir þekkir náttúruumhverfi og líf manna og dýra f sveitinni af eigin raun. Flest kvæði hennar eru tengd þessu tilverusviði og ættjörðin og heimkynnin eru vegsömuð, vorkomunni fagnað og dýralífið blessað svo sem títt er í nýrómantískum kveð- skap. Náttúruljóð Finns Torfa Hjörleifssonar eru myndrík en hógvær í tjáningunni, mörkuð af nánum kynnum við umhverfið og þekkingu á lífrfkinu, ekki sfst hrjóstrugum snælöndum á melrakkaslóðum „efst við gróðurmörk.“ Og náttúran er samofin tilfinningum eins og sést á tilgreindu kvæði hans hér að framan. Ljóðabók Þórðar Helgasonar hefur sérstöðu í þessum flokki. í henni er samfelldur bálkur endurminninga um sumarvist borgar- stráks í sveit. Hér eru einfaldar svipmyndir með góðri kímni og mörgum vísunum til sögufrægra Fljótshlíðinga. Náttúran er sjálf- sagður förunautur í svona hugljúfum minningum úr sveitinni og bálkinum lýkur Þórður með þessu fallega ljóði sem heitir Lok: Undarlegt hafa fundið sóiina koma upp í hjartanu yfir rauðan jökulinn silfurlæki og gullár renna um æðarnar fætuma skjóta rótum f tærri morgundögg undir þesari hlíð og síðan aldrei meir. E.t.v. er sú tregafulla sveitaheimþrá, sem birtist f Ijóðum Þórðar, tilhneiging borgarbúans til að forðast ftrringu og nálgast náttúru og einlægni bemskunnar á ný. Þessi þrjú nefndu skáld njóta öll bless- unar náttúmnnar þótt þau túlki hana á mismunandi vegu. Af þeim sem yngri em hefur Jónas Þorbjamarson langmest kynni af náttúmnni. En hér er náttúran ekki jafnauöveldlega meðtekin og hjá hinum eldri skáldum. Maðurinn er á ferli f náttúmnni, eins og t.d. f Ijóðum Finns Torfa, en samskiptin em hér ekki sjálfsögö eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.