Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 121. tbl. 63. árg. LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Mexikanar fresta út- færslu til 27. júlí og ræða við USA Mexico borg, 4. júni — AP. MEXICO og Bandaríkin eiga nú { samningaviðræðum um heimildir til handa Bandarfkjamönnum um áframhaldandi fiskveiðar innan hinnar nýju 200 mflna efnahags- lögsögu Mexico, að þvf er heim- ildir hermdu í gær, en útfærsl- unni hefur verið frestað frá 6. júní til 27. júlf. Utanrfkisráðu- neyti Mexico skýrði Bandarfkja- mönnum frá þessari frestun f síð- ustu viku og munu viðræður aðila hefjast að nýju 14. júnf. Veiðar bandarfskra fiskiskipa innan 200 mflna frá strönd Mexico mega halda áfram án sérstakra heim- ildatil 27. júlf. Heimildir herma að viðræður Bandaríkjanna og Mexicomanna i síðustu viku hafi verið „vinsam- legar", en helzta vandamálið að ákveða aflamagn, stjórnunarfyr- irkomulag og leyfisgjöld. Rozanne L. Ridgeway, aðstoðarráðherra í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu sem er formaður banda- rísku samninganefndarinnar, fór þess á leit við samninga- mennina að þeir létu ekkert uppi um gang viðræðnanna fyrr en þeim væri lokið. í sendinefnd Bandaríkjamanna eru 14 embætt- ismenn og yfir 25 ráðgefandi full- trúar frá fiskiðnaðinum. Hin nýju mörk stækka lögsögu Mexico um 772.000 fermílur, þ. á m. eru miðin undan Kaliforniu- Framhald á bls. 26 Pundið réttir við London 4. júní Reuter Sterlingspundið styrktist nokkuð á gjaldeyrismörkuðum f dag og hækkaði það um 0.75 cent gagn- vart Bandarfkjadollar eftir stöðugt fall alla vikuna. Fjár- málasérfræðingar f London sögðu að svo virtist, sem spákaup- mennskualdan væri liðin hjá og að pundið myndi nú byrja að hækka á ný hægt og sígandi, eftir Framhald á bls. 26 Mótmælaherferð vegna mat- vöruskorts í Sovét hafin Algengustu fæðutegundir skammtaðar Þó að Ifkurnar séu á móti þvf að Sunnlendingar fái tækifæri til að rffa I að þeir hafa ekki alltaf 100% rétt fyrir sér og því er bara að halda í sig úr fötunum eins og þessi litli borgari, eftir þvf sem veðurfræðing- I vonina og ákalla réttan veðurguð. arnir segja okkur um hvftasunnuveðrið, skulum við hafa það hugfast. I Ljósm. RAX Lundúnum — 4. júnf — AP. THE Daily Telegraph skýrir frá því í dag, að mótmælaher- ferð sé hafin f Kænugarði, Ríga, Rostoff og fleiri borgum í Sovétrfkjunum vegna mikils skorts á matvöru f landinu. Ekki kemur fram f fréttinni hversu fjölmennar aðgerðir hér er um að ræða. David Floyd, fréttaritari the Daily Telegraph, segir, að mestur sé skortur á kjöti, fiski og brauði, en einnig er orðið erfitt að fá hvers konar grænmeti og ávexti. Nýlega fyrirskipuðu yfirvöld- in, að einn dag vikunnar mættu íbúar Moskvu og fleiri borga ekki neyta kjöts, og víða í land- inu hefur verið komið á skömmtun á brauði. Þá kemur fram í fréttinni, að margar verzlanir I Moskvu takmarka nú sölu á eggjum, osti og smjöri. Einnig, að hálft kg. af kartöflum kostar um þessar mundir hálf daglaun og sama magn af tómötum kostar meira en ein daglaun. Þess er ekki getið hver meðallaun eru í landinu. Kjötframleiðsla Sovétríkj- anna hefur minnkað um 11 af hundraði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, miðað vi/3-sama tíma í fyrra, að sögn The Daily Tele- Framhald á bls. 26 Matvöruverzlun I Moskvu, sem ekkert hefur á boðstólum annað en hreðkur. ....... ■ i —..... I Kanadastjórn tilkynnír 200 mílna útfærslu 1. janúar nk. Ottawa 4. júní AP—Reuter. KANADAMENN munu færa fiskveiðilögsögu sína út í 200 mílur 1. janúar nk. Allan Maceachen utan- ríkisráðherra landsins skýrði frá þessu í ræðu á fundi í kanadíska þinginu í dag. Hann sagði að frum- varp þessa efnis yrði lagt fram síðar á þessu ári, en áður hafði Kanadaþing samþykkt lög, sem kveða á um að ný fiskveiðilögsaga geti tekið gildi 60 dögum eftir að þingið hefur sam- þykkt slikt útfærslufrum- varp. Kanada ræður yfir einhverri lengstu strandlengju í heimi, strandlengja meginlandsins er um 36 þús. mílna löng og um 150 þúsund mílur ef allar eyjar eru meðtaldar. Kanadamenn höfðu áður lýst því yfir, að þeir myndu færa fiskveiðilögsögu sína út ein- hliða ef hafréttarráðstefna Sam- einuðu þjóðanna kæmist ekki að samkomulagi um ný hafréttarlög. Næsti fundur ráðstefnunnar hefst sem kunnugt er í New York 2. ágúst nk. í ræðu sinni sagði Maceachen, að Kanadamenn myndu gera ráð- stafanir til að byggja upp á ný ofveidda fiskstofna og vernda þá til að tryggja að séð yrði fyrir þörfum kanadískra fiskimanna í framtíðinni. Hann sagði að ásama tima væru Kanadamenn reiðu- búnir til að hefja viðræður við aðrar þjóðir um veiðar innan 200 Framhald á bls. 26 S-Afríka inn úr kuldanum? Höfðaborg og Washington 4. júni AP — Reuter TILKYNNINGIN um væntan- legan fund Henry Kissingers og Johns Vorsters forsætisráðherra S-Afrfku f Þýzkalandi sfðar f þess- um mánuði hefur vakið mikla athygli. Stjórnarmálafrétta- ritarar túlka fundinn, sem mik- inn sigur fyrir S-Afríkumenn og sem viðurkenningu Vesturvelda á að vandamál suðurhluta Afrfku verði ekki leyst án þátttöku S- Afríkust jórnar. S-Afrfka hefur um árabil verið úti f kuldanum hjá Vesturveldunum vegna kynþáttastefnu stjórnvalda. Það var Hilgard Mueller, utan- rikisráðherra S-Afriku, sem skýrði frá fundinum á blaða- mannafundi og sagði hann, að fundurinn yrði haidinn 23.—24. júni, en vildi ekki segja hvar i V-Þýzkalandi, þar sem Vorster verður á ferðalagi. Ekki hefur verið skýrt frá hver helztu viðræðuatriðin verða, en Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.