Bændablaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 1
21. tölublað 8. árgangur Þriðjudagur 10. desember 2002 ISSN 1025-5621 2 Markaðssetningu og vöruþróun lamba- og nautakjöts er ábótavant 8 Tugþúsundir Ijósmynda af landinu gerðar aðgengilegar almenningi á netinu 10 Af Eyfirðingum og garðyrkjumönnum 34-35 Fagmannlega og vel staðið að íslenskri hrossarœkt 38 Markaður fyrir lambakjöt í Bandaríkjunum mun halda áfram að vaxa Það er enginn hversdags viðburður að kýr beri þremur kálfum, hvað þá að allir lifi, en það gerðist þó nýlega á Neðri-Torfastöðum í V- Húnavatnssýslu. Þetta er fjórði burður kýrinnar Nætur sem er í eigu Péturs Sigurvaldasonar bónda á bænum. Hann segist hafa heyrt um eitt tilfelli þar sem kýr bar þremur kálfum en þeir voru ailir dauðir. Þríburarnir hennar Nætur eru ekki stórir en samt hinir myndarlegustu kálfar. Pétur segir þetta gleðiiegan atburð og skemmtilegan í Ijósi þess hvað þetta er sjaldgæft. Ármann og Kristín Pétursbörn voru að kjassa kálfana þegar Ijósmyndari Bændablaðsins kom í heimsókn.____________________________________________________________________Bændablaðið/Jón Eiríksson. Ný ræktunarmenning er mikið hagsmunamál fyrir bændur „Nú á síðustu árum hafa menn verið að átta sig á því hve mikið má vinna með því að yrkja ræktunarlandið reglulega og nota bestu fáanlegar fóður- jurtir. Bestu fóðurgrös, eins og til dæmis valiarfoxgrasið, láta undan síga í samkeppni við aðrar tegundir og hverfa úr túnum á fáum árum. Nýtt vallarfoxgrastún skilar bæði meiri uppskeru og betra fóðri en gamalt tún,“ sagði Áslaug Helgadóttir aðstoðarforstjóri Rannsóknastofnunar land- búnaðarins og sérfræðingur á jarðræktarsviði. Ásiaug segir að lengst af hafi jarðræktin verið homreka í verk- menningu þjóðarinnar. „Við höfum leyft okkur að tala um nýja ræktunarmenningu," segir Áslaug. „Komrækt og grænfóðurrækt em þar í lykilhlutverki. Tími hins gamla túns er liðinn. I hinum nýja sið plægja menn upp ákveðinn hluta túnsins ár hvert og þannig hverja spildu á nokkurra ára fresti. Þar er svo ræktað kom eða grænfóður og eftir tvö til þrjú ár er aftur sáð grasfræi og eftir kemur nýtt tún. Þama er líka kjörið að taka belgjurtir inn í ræktunina, rauðsmára til slægna og hvítsmára til beitar, og spara þannig áburð. Með sáðskiptum af þessu tagi fæst bæði meira fóður á hverja flatareiningu og umfram allt kjambetra en hægt er að fá af gömlu túni,“ segir Áslaug. „Kjamgott fóður er mikilvægt nú á tímum, þegar menn leggja allt kapp á að auka afköst eftir hvern grip,“ segir Áslaug. „Rann- sóknastofriun landbúnaðarins hef- ur í þessu efni átt mjög gott sam- starf við bændur. Bændur og rann- sóknarmenn hafa verið áhuga- samir um skiptast á skoðunum og hafa hvorir af öðmm lært. Bændur nú til dags em framsæknir og fljótir að tileinka sér nýjungar,“ segir Áslaug. Sjá bls. 24 og 25. j

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.