Morgunblaðið - 29.06.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.06.2012, Blaðsíða 1
Shellmótið í Vestmannaeyjum byrjaði í gær í blíð- skaparveðri og gengur allt samkvæmt áætlun, enda ekki annað hægt í þessari veðurblíðu. „Þetta getur eiginlega ekki gengið betur. Það koma fá vandamál upp þegar veðrið er svona,“ segir Björg- vin Eyjólfsson mótsstjóri en hann segir 1.000-1.100 stráka taka þátt í mótinu og í heildina komi um 2.500-3.000 manns til Eyja af þessu tilefni. Bongó- blíða í Eyjum Ljósmynd/Sigfús F Ö S T U D A G U R 2 9. J Ú N Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  150. tölublað  100. árgangur  SKORAÐI TVÖ OG ÞEGAR ÚR LANDSLIÐINU ARÍUR OG MARÍA CALLAS SYNGJA UM SVEITA- RÓMANTÍKINA Í SVEITUM LANDSINS SÖNGNEMI Í VÍN 10 Í ÁST SÓLAR 38VÍKINGUR ÍÞRÓTTIR Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sjö útgerðarfélög með starfsemi í tíu Evr- ópulöndum hafa á síðustu vikum unnið eftir aðgerðaáætlun sem er ætlað að knýja Íslend- inga og Færeyinga til að draga úr makríl- veiði. Lögð er sérstök áhersla á að fá Lisbeth Berg-Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs, í lið með fyrirtækjunum og er tekið fram að beita skuli fjölmiðlum til að hafa áhrif á skoð- anamótun. Þá hefur markvisst verið unnið að því að afla bandamanna gegn Íslandi og Fær- eyjum hjá umhverfisverndarsamtökum og á þjóðþingum í Evrópu. Camiel Derichs, aðstoðarframkvæmdastóri MSC, alþjóðlegra umhverfisverndarsamtaka sem veita gæðavottun fyrir sjálfbærar veiðar, segir fyrirtækin sjö vilja endurheimta gæða- vottun fyrir makrílafurðir sínar. Veiðar Ís- lands og Færeyja séu þar hindrun og er her- ferðinni ætlað að þrýsta á um samkomulag sem ryður henni úr vegi. Ian Gatt, formaður skoskra útvegsfélaga í uppsjávarveiði, SPFA, er fullviss um að Evr- ópusambandið grípi til fyrirhugaðra refsiað- gerða gegn Færeyjum og Íslandi. Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, hafi full- vissað hann um það þegar þau funduðu um málið í vor. Gatt er þeirrar skoðunar að tengja beri ESB-umsókn Íslands og makríldeiluna saman til að þrýsta á um eftirgjöf Íslendinga í deil- unni. Fyrirhugaðar refsiaðgerðir muni reyn- ast „býsna gagnlegt tæki“ enda verði með þeim hægt að takmarka aðgang Íslendinga að evrópskum mörkuðum með sjávarafurðir. Richard Lochhead, sem fer með sjávar- útvegsmál í skosku stjórninni, hefur leitað lið- sinnis norska sjávarútvegsráðherrans í „makrílstríðinu“ sem hann nefnir svo. MSafna liði gegn Íslandi »16 Kosta herferð gegn veiðum Íslands  Evrópsk sjávarútvegsfélög beita fjölmiðlum í áróðursskyni  Evrópu verði lokað fyrir Íslandi  Árlega eru skráð um 100 tjón þar sem ótryggð ökutæki koma við sögu. Talið er að ökutæki sem ekki eru tryggð séu hátt á sjöunda þús- und, þar af um 1.500 dráttarvélar. Heildartjón vegna ótryggðra öku- tækja getur numið allt að 30-40 milljónum á ári að meðaltali, en ein- stök stórtjón geta hleypt þeirri upphæð mjög upp. Lagt er til að tekið verði upp svo- nefnt vantryggingargjald með lög- veði sem leggist á ökutæki um leið og tryggingafélag segir upp trygg- ingu vegna vanskila. »14 Ótryggð ökutæki lenda oft í tjóni Morgunblaðið/Ómar Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ef við ætlum að sitja og horfa aðgerðalaus á mun fyrirtækinu blæða út og samfélaginu einnig. Eignir einstaklinga og hluthafa verða að engu. Á það getum við ekki horft án þess að bregðast við …Við ætlum að kanna réttarstöðu okkar gagnvart ríkinu. Ef við bregðumst ekki við með öllum til- tækum ráðum mun fyrirtækinu og samfélaginu hér í Eyjum blæða út,“ segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, um áhrif nýrra veiðigjalda á reksturinn. Gjöldin gera útgerð togara óraunhæfa Sigurgeir segir nýju veiðigjöldin valda því að rekstur togarans Gandís VE 171 gangi ekki upp. „Við erum með skip upp á einn og hálfan millj- arð og ef við gerum út á gulllax og grálúðu með lítilli eða neikvæðri framlegð og höfum ekki fram- legð upp í vexti og afskriftir þá gengur dæmið ekki upp,“ segir Sigurgeir sem telur nýju veiði- gjöldin ógna atvinnulífi í bæjarfélaginu. »12 Íhuga að fara í mál við ríkið  Vinnslustöðin mun kanna réttarstöðuna Uppsagnir » Vinnslustöðin hef- ur sagt upp 41 starfs- manni, þar af 30 manna áhöfn togar- ans Gandís. » Ellefu störf eru í landvinnslu og eru þá ótalin afleidd áhrif.  Það stefnir í óefni á mörgum vinsælum göngu- leiðum landsins. Því veldur vax- andi álag vegna aukinnar um- ferðar en vatns- rof er helsti sökudólgurinn, að mati Andrésar Arnalds hjá Landgræðslunni. Leysingavatn leitar í gönguslóð- irnar á vetrum og á vorin og ryður burt jarðveginum. »4 Stefnir í óefni á gönguleiðum Fimmvörðuháls, ofan við Bása.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.