Morgunblaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 10
Ljósmyndir/Aasa Charlotta Ingerardóttir Listamaðurinn Jóhann Sigmarsson í París. Verkefnið teygir anga sína vítt og breitt um heiminn, meðal annars til franska þorpsins Oradour-sur-Glane. Malín Brand malin@mbl.is K vikmyndagerðamað- urinn og listamaðurinn Jóhann Sigmarsson eða Jonni Sigmars leið- ir verkefnið sem geng- ur alla jafna undir nafninu Mið- baugsminjaverkefnið (e. The Equator Memorial Project). Utan um verkefnið hefur verið stofnað fyrir- tækið 40.074 km ehf. og heldur lög- fræðingurinn Gísli Gíslason utan um það. Listamannateymið í Miðbaugs- minjaverkefninu er skipað góðu fólki sem hefur það að markmiði að gera listaverk úr hlutum sem tengjast sög- unni og hafa jafnvel mótað menningu þjóða í gegnum tíðina. „Þetta er alþjóðlegt farandverk- efni listamanna sem snýst um að vinna úr minjum, einhverju sem er kannski orðið að rústum víðsvegar um heiminn. Þetta er endurvinnsla og vinnsla með söguleg menningar- verðmæti,“ segir Jóhann sem hefur getið sér gott orð fyrir kvikmyndir sínar og listsköpun. Ævafornt timbur notað Athygli vakti þegar Jóhann tók að smíða húsgögn úr meira en hundr- að ára gömlum viðardrumbum haust- ið 2012. Það atvikaðist þannig að hann sá í fréttum að Faxaflóahafnir sf. voru að fjarlægja ónýta bryggju- drumba vegna breytinga á Reykja- víkurhöfn. Þetta vakti upp þá spurn- ingu í huga Jóhanns hvort timbrið væri í raun og veru ónýtt þó að það væri gamalt. „Það datt engum í hug í rauninni að fara að endurvinna úr þessum við. Það átti bara að fleygja þessu,“ segir hann. „Þetta var að Berlínarmúrnum gefið framhaldslíf Nokkrir íslenskir og erlendir listamenn hafa sameinast í æði mögnuðu verkefni sem felst í að endurnýta sögulegar menjar og gera úr þeim listaverk. Úr fornminj- unum búa listamennirnir til listaverk sem síðar verða boðin upp. Efniviðurinn nær allt frá síðustu brotunum úr Berlínarmúrnum og hinni fornu Hamborg- arhöfn til leifanna af Tvíburaturnunum og ef verða vill hluta frá Hiroshima. Hamborgarhöfn Einstakt er að fá að vinna með við úr höfninni sem verður einmitt 825 ára á þessu ári. Hópurinn fékk úr henni þrjár viðartegundir. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 Fyrstu tónleikar vortónleikaraðar Jazzklúbbsins Múlans verða haldnir í kvöld kl. 21 en þetta verða fyrstu tón- leikar Múlans á Björtuloftum í Hörpu. Alls verða 11 tónleikar í tónleikaröð- inni, allir í sal Björtulofta í Hörpu. Á tónleikunum í kvöld kemur fram hljómsveitin Múla sextettinn sem skipuð er Birki Frey Matthíassyni á trompet, saxófónleikurunum Hauki Gröndal og Ólafi Jónssyni, píanóleik- aranum Eyþóri Gunnarssyni, Þor- grími Jónssyni á bassa og trommu- leikaranum Scott McLemore. Sextettinn mun leika tónlist Art Bla- keys og djass sendiboða hans. Múlinn er að hefja sitt átjánda starfsár en hann er samstarfsverk- efni Félags íslenskra hljómlistar- manna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Vefsíðan Facebook - Múlinn jazzklúbbur Trommari Scott McLemore ætlar að berja húðir á tónleikunum í kvöld. Múla sextettinn spilar í kvöld Á heimspekikaffi Gerðubergs í kvöld kl. 20 ætlar Gunnar Hersveinn, rit- höfundur og heimspekingur, að fjalla um hæglæti og biðlund sem lífsspeki og Ásgerður Einarsdóttir, ferðamála- fræðingur og leiðsögumaður, fjallar um hæglæti sem lífsstíl í daglegu lífi og ferðalögum. Hæglæti hjálpar fólki til að finna rétta taktinn í lífinu. Tæknin gerir fólki fært að skjótast á milli staða, eiga hindrunarlaus sam- skipti milli heimsálfa óháð stað og stund. En það sem oft skortir er hæg- læti, biðlund og virðing fyrir náttúr- unni. Hæglæti og gæði eru gott mót- vægi við hraða og magn nútímans. Endilega … … fræðist um hæglætið Ásgerður Fjallar um hæglæti í kvöld. Fyrr í þessum mánuði fékk leikskól- inn á Laugalandi í Holtum ART-vottun en hann er fyrsti leikskóli landsins sem fær slíka vottun. ART er vel af- mörkuð og árangursrík aðferð sem byggist á félagsfærni, sjálfstjórn og siðferði og miðar að því að draga úr erfiðri hegðun hjá börnum og ungu fólki, t.d. þeim sem greinst hafa með ýmiss konar þroskaraskanir, ofvirkni og alvarlegar atferlistruflanir. Sjálf- stjórn, félagsfærni og siðferðisvitund eru öllum börnum mikilvæg til að geta átt góð samskipti og eignast vini. Í sjálfstjórnun læra nemendur t.d að bregðast við árekstrum með því að þekkja hvað kveikir reiði þeirra, hvað gerist innra með þeim þegar þau reiðast, hvernig þau eru vön að bregðast við og hvaða afleið- ingar það hefur. Þeim er kennt að rjúfa ferlið með ýmsum aðferðum og innleiða nýjar samskiptaleiðir og efla þannig félagslega færni. Leikskólinn á Laugalandi hefur unnið með ART frá því haustið 2008 og mikið og gott samstarf er milli leikskólans og heimila barnanna. Leikskólinn á Laugalandi fær ART-vottun Dregur úr erfiðri hegðun og þau læra að bregðast við árekstrum Hátíðisdagur Mikið var um dýrðir daginn sem vottunin fékkst. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. -VOTTUÐ FRAMLEIÐSLA Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 www.ispan.is - ispan@ispan.is Opið alla virka daga 08:00-17:00 Sendum um allt land Hafið samband við sölumenn okkar ÍSPAN, SMIÐJUVEGUR 7, S. 54-54-300 Ispan.is HLJÓÐ- VARNARGLER Er hávaðinn að trufla? The picture is used with permission from Saint-Gobain.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.