Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JULÍ 1976 Þýðir Biblíuna fyrir Eþíópa Rætt við Harald Olafsson kristniboða S<nishorn af eþíópskri stafagerð. Þetta er úr smáriti meó tilvitnun- um í Biblíuna. Ilaraldur Olafsson: IVláttum aóeins nota eitt mál í landi sem hefur 65 — 70 tungumá! og um 200 mállýzkur. HER A landi er nú staddur IIar- aldur Olafsson kristnihoói ásamt fjölskvldu sinni. Haraldur, sem er sonur Olafs heitins Olafssonar kristnihoóa. hefur dvalió í Eþíópfu ( um 8 ár og verió starfs- maður Norsk Luthersk Misjons- samband þar, en hefur einnig unnió á vegum þess í Noregi. Svæði það i Eþiópíu, sem Haraldur hefur starfað á, er Bor- ana í suðurhluta landsins, um 150 km sunnan vió höfuðborgina, Addis Abeba. Hann hefur verið stöðvarstjóri á kristniboðsstöð i Mega þar, sem hafa starfað auk hans þrir aðrir kristniboðar, m.a. hjúkrunarkona og kennslukona. aðeins eitt mál leyft Síðasta eina og hálfa árið hefur Haraldur einkum fengist við þýð- ingarstörf, ogsvaraði hann nokkr- um spurningum um það starf sitt. ,,Fyrir byltinguna var bannað að nota annað mál en amharisku, öll kennsla og boðun og allt sem prentað var átti að gerast á því máli og gerði það kristniboðum víða erfitt fyrir að geta ekki talað við fólk á máli þess. Eftir bylting- una var hins vegar leyft að nota öll tungumál, frá því i febrúar 1975, öll talmál og ritmál sem eru um það bil 65 — 70. Mállýzkur i landinu eru hins vegar nálægt 200. Nú erum við að vinna að þýð- ingu Nýja testamenntisins á bor- anaoromo mál, sem áður var kall- að galla-mál en það geta notað á að gizka 4 til 5 milljónir manna. Eru það menn af ættflokkunum gudji, arussi, bale og borana, sem eru allir í suðurhluta landsins margir með rvokkuð svipaða menningu. Fyrsti áfangi er sem Haraldur Ólafsson: Máttum aóeins nota eitt mál f landi sem hefur 65—70 tungumál og um 200 mállýskur. sagt að þýða Nýja testamentið og við komumst í samband við brezk- an mann í Kenya mjög nálægt landamærum Eþíópiu, sem einnig vinnur að þýðingum. Málið, sem hann þýddi á er mjög svipað oromo-málinu svo við gátum TVV * An 7,3- *,•«}, » h">’ 'tao <0)4.1 i m K-íl h yje y-t» O-jif KC11T-f + 17 ! 30 * i- f-ð *.-LáA. i 8-n hr<u.ir-i- <rc ll’ni, t-UiA. 9>A.'í « i>-ý Kc-ir-y-i- 16 . 31 o y.n li'tit. y-t-i- t)a»A » f- b.‘; Ti-:l IKO'I i 7,1 h %.tá.-l 7.v. h A.5-1- s y.n ti,v v- n (m/. 7/. -kA-kó.ð » 1 f-á.-}fi 1.9» (30,6 /,■/.■'!■ I hll tl hcð-f- YA i == f- h-1-1 hi.1 tl.-t:'} í 'íi-l; s h"°fb hh T'l- V hCi h.ó h(i bá. A.-u.-l- < hr>u.r-i- o Pi-1- hto-t:f. r- vy- ■>/■ hA-tl fhi.A.-i: 7,1 +&AY5 T* hCl l í f- h/,1 h á,-t:1 H/.ao hCIT !. 10 . 9-10 .. Scripture G(ji Misíiem, 3 l.<drsum S>„ London SWl W 9LZ Boranu Oromn T'. T. Sýnishorn af eþfópskri stafagerð. Þetta er úr smáriti meó til- vitnunum (Biblfuna. stutzt nokkuð við handrit hans.“ Þá sagði Haraldur að bretinn og hann hefðu unnið samtimis að þvi að hljóðgreina málin án þess þó að vita hvor af öðrum og það kom í ljós að niðurstöður þeirra urðu mjög svipaðar. Haraldur sagði að þeir i Eþíópíu hefðu þó ekki getað notað að öllu leyti þýðingu bret- ans, eins og fyrr segir, en það var vegna þess að þeim var gert að nota eþiópska stafi en bretinn gat notað latneska stafagerð. Einnig þurftu þeir að fara yfir þýðing- una til að athuga nánar ýmis orð og hugtök því málin voru ekki eins að öllu leyti, ýmis hugtök í Kenya-málinu var ekki hægt að nota og varð því að finna önnur ný. FYRSTU BÆKURNAR Við spurðum Harald hvenær hann byggist við að þýðingin kæmi út. „Ég geri ráð fyrir að það verði eftir um það bil eitt til eitt og hálft ár og þá verður henni dreift um suðurhluta landsins. Það er Biblíufélagið í Eþiópíu, sem gefur þýðinguna út með styrk frá norska Biblíufélaginu, en þessi þýðingarstörf eru öll unnin i sam- starfi við United Bible Society, sem sér um Bibliuþýðingar i fjöl- mörgum löndum. Þetta er eiginlega fyrstu bók- menntastörfin sem unnin eru á þessu máli og verður það mikil bót fyrir kristniboðið að geta nú notað bækur og rit til fræðslu- starfa sinna. Þá þarf ekki að kenna fólki eins mikið í skólun- um, fólk getur farið að lesa sjálft heima.“ Haraldur Ólafsson sagði að út- koma ýmissa bæklinga sem þeir hafa þreifað sig áfram með í litl- um mæli hafi orðið til að auka mjög áhuga fólks á að læra lestur og kirkjan í Eþíópiu, Mekane Yes- us kirkjan, hefði unnið mikið starf í því að kenna lestur. Að lokum sagði Haraldur að hann myndi vinna í Noregi við lokaathugun þýðingarinnar, en siðan, er til Eþíópíu kæmi, fengi hann bæði gudji-mann og borana- mann til að yfirfara hana með sér. Nýr bátur Siglfirðinga MÓTORBÁTURINN Pétur Jóhannsson siglir f fyrsta skipti inn á hina nýju heimahöfn sfna, Siglufjörð, fvrir nokkru sfóan. Hitamolla var og „Siglufjarðarlogn" eins og Steingrfmur Kristinsson ljósmyndari Mbl. á Siglufirði orðaði það. Báturinn lagði af stað f sína fyrstu sjóferð 6. þessa mánaóar. Þá var sleginn dans I NORRÆNA húsinu var síóastlióin mánudag haldinn dansleikur. Tveir sveitaspilar- ar frá Noregi, Hans W. Brimi, Noregsmeistari á fiðlu, og Geir E. Larsen flautuleikari léku gömul norsk danslög á flautur og fiólur. Þaó var bæöi auð- heyrt og auóséð að hér voru á ferð ósviknir alþýðutónlistar- menn, en ekki langskólagengn- ir og sérmenntaðir tónsnilling- ar að gera sér mat úr þjóðlegri tónlíst. Þeir léku þá tónlist sem Ii aag er nansao emr upp tu sveita f Noregi. Fiðluleikarinn, Hans W. Brimi var ekki sérlega hrynfastur en lék af þokka, >. einkar mjúklega og hreint. t Flautuleikarinn lék á tvenns I konar flautur. Seljuflauta er mjög frumstæð að gerð. Hún er I ekki með götum og tónbreyt- ingar eru framkvæmdar með yfirblæstri náttúrutónanna eins og á lúðrum, en millitón- unum náð með þvf að loka endagatinu með ýmsum hætti. Þessi flauta hefur sterkan tón en tónskiptin eru eðlilega fremur óskýr. Tusseflauta, sem hann lék einnig á, er afbrigði af venjulegri blokkflautu og til gamans má skjóta því inn sem hugsanlegum möguleika, að þetta sérkennilega nafn á þess- Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON ari flautugerð megi rekja til miðaldanafns hennar „flute douce", hvað «vo sem kann að vera hæft í þvf. Geir E. Larsen er röskur flautari og lék auk þess á næfurhorn, sem er mjög, svipað svo nefndu Alphorni og munnhörpu, sem er betur þekkt sem gyðingaharpa. Leik- ur þeirra var mjög þokkalegur en ekki beint fjörgandi en glettni og fjör er eitt af sterk- ustu einkennum norskrar dans- tónlistar. Þungur grunnhrynur tstapptaKturinn} og aynanai laglfna, skreytt með forslögum alls konar, vekur með fólki sterka löngun til að dansa. Að loknum tónleikunum léku þeir félagar fyrir dansi og tóku hljómleikagestir sporið og virt- ust kunna þessu uppátæki hið bezta. Bergflétta úti og inni verð trú var líka á jurtinni til lækninga. Blöð bergfléttu eru breið, gljáandi græn, 3—5 sepótt. Hún þolir talsverðan skugga. Blómin eru gulgræn eða mógræn og heldur lítilfjörleg og þarf allmikinn sumarhita fjölga bergfléttu með græðlingum. Gaman væri að reyna bergfléttu úti meira en enn er gert, láta hana klæða vegg eða vaxa út yfir steina. Hér er bergflétta algeng og vinsæl stofujurt og fer víða Geta má þess að blöð á blómasprotum eru heil og fremur mjó og þau einkenni haldast ef græðlingur er tek- inn af blómsprota. Best þrífst bergflétta i kalk- ríkri mold en vex raunar vel í maraskonar jarðveqi. ht þiö viljió rækta berg- fléttu úti er aðaltegundin villt bergflétta — Hedera helix, líklegust til að þrífast hér. Hin afbrigðin eru við- kvæmari eða svo hefur það reynzt í Noregi. I.D. MARGIR dást að grannri jurt sem breiðir úr sér á húsvegg andspænis Umferðarmið- stöðinni í Reykjavík. Þetta er bergflétta (Hedera helix) græn sumar og vetur, fölnar þó ögn á vetrum en nær fagurgræna litnum á ný er vorar. Berfléttan vex villt víða um Evrópu. Úti i náttúrunni klifr- ar hún upp berg og hrjúfa trjástofna og heldur sér fastri með heftirótum, sem vaxa út úr henni skuggamegin. A rennslétta veggi má strengja hænsnanet eða þvílíkt sem hún getur klifrað í. Ef berg- fléttan nær ekki í stuðning skríður hún flöt við jörð og myndar flækjur t.d. á skógar- botni eða út yfir grjót i stein- hæð í Noregi heldur hún sig úti við ströndina þar sem vetur er mildur. Vestanfjalls eru þar til furðu stórar berg- fléttur í klettum, jafnvel 10—20 m háar eða langar og þær klifra hátt í trjástofn- um. Til eru 100—150 ára gamlar bergfléttur. Margar sögur ganga af jurt þessari i þjóðtrú margra landa. Vinguðinn átti að hafa borið sveig úr bergfléttu um höfuð sér er hann kom frá Litlu-Asíu til Grikklands. Tals- flipótt blöð sem líkjast stjörn- um. Kanaríbergflétta (Hed- era canariensis) hefur odd- laga, heil- eða grunn- þrísepótt blöð með hvítgul- um óreglulegum jarðri. „Glacier" ber smá blágræn blöð með mjóum hvitum jaðri. „Marmarata" hefur grængul-hvitflekkótt blöð. Öll þessi afbrigði er hægt að rækta innanhúss svo úr mörgu er að velja og gaman að reyna nýtt til tilbreytingar. um veggi, jafnvel umhverfis dyr og glugga ef hún nær í suðning t.d. spotta sem strengdir eru á veggina. Til eru fjölmörg afbrigði, sum stórblöðótt eins og hin al- genga Hedera helix var, hibernica, önnur smáblöðótt t d stjörnubergflétta (H.h. sagitifolia) með græn djúp-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.