Morgunblaðið - 18.01.1989, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.01.1989, Qupperneq 1
48 SIÐURB 14. tbl. 77. árg. MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Pólska sljórnin: Viðurkenning Sam- stöðu háð skilyrðum Varsjá. Reuter. MIECZYSLAW Rakowski, forsætisráðherra Póllands, sagði í gær að pólsk stjórnvöld myndu viðurkenna Samstöðu, hin bönnuðu verka- lýðssamtök, lofuðu leiðtogar hennar að starfa í samvinnu við komm- únistaflokkinn. Rakowski sagði á fundi mið- stjómar kommúnistaflokksins að leiðtogar Samstöðu þyrftu að tryggja að hún myndi ekki valda stjómleysi í Póllandi áður en tillaga forsætisnefndar kommúnista- flokksins um viðurkenningu á Sam- stöðu gæti tekið gildi. Fyrirhugað var að miðstjómin greiddi atkvæði um tillöguna í gærkvöldi en úrslitin voru ekki kunn þegar Morgunblaðið fór í prentun. Rakowski lagði enn- Nýr lög- maður í Færeyjum Þórshöfn. Frá N.J. Bruun og Ritzau. FLOKKARNIR górir, sem myndað hafa nýja heima- stjórn í Færeyjum, komust í gær að samkomulagi um skiptingu ráðherraembætta og verður Jógvan Sund- stein, formaður Fólka- flokksins, næsti lögmaður eyjanna. Fólkaflokkurinn (hægri flokkur) og Þjóðveldisflokkur- inn (vinstri flokkur) fá tvö ráðherraembætti hvor í heimastjóminni og smáflokk- amir tveir, Sjálfstýrisflokkur- inn og Kristilegi fólkaflokkur- inn fá eitt hvor. fremur til að kommúnistaflokkurinn og Samstaða reyndu að vinna sam- an þar til 3. maí árið 1991 til að reynsla fengist á samvinnu þeirra. Rakowski sagði að hugmyndir um viðurkenningu Samstöðu mættu andstöðu og yllu ótta meðal komm- únista og annarra Pólverja, sem litu svo á að algjört stjórnleysi hefði ríkt í Póllandi á ámnum 1980-81, þegar starfsemi Samstöðu var leyfð. Leiðtogar Samstöðu þyrftu að svara ýmsum spurningum áður en hægt yrði að taka lokaákvörðun um stöðu hennar. Til að mynda því hvort Samstaða yrði verkalýðssam- tök ellegar stjómmálaflokkur, hvort hún myndi fordæma „öfgahópa" stjómarandstæðinga og hætta að taka við fé frá Bandaríkjunum og öðmm vestrænum ríkjum. Reuter Nokkur hundruð pólskra námsmanna efhdu til mótmæla í gær, þegar miðstjórn kommúnistaflokksins ræddi hvort viðurkenna bæri Samstöðu, hin bönnuðu verkalýðssamtök í Póllandi. Námsmennirnir kröfð- ust tafarlausrar viðurkenningar Samstöðu og afsagnar Wojciechs Jaruzelskis, leiðtoga kommúnista- flokksins. Framhaldsfundur RÖSE í Vín: Austantjaldsríki gagnrýnd fyrir brot á mannréttindum GEORGE Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sem er í Vín í tilefhi af lokum fram- haldsfundar ráðstefhu um ör- ySTgi og samvinnu í Evrópu (ROSE), sagði í gær að hann vænti mikils af fyrirhuguðum viðræðum aðildarríkja Atlants- hafs- og Varsjárbandalagsins Deilan um skiptingu Barentshafs: Sovétmenn bjóða hluta gráa svæðisins Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. SOVÉTMENN hafa lagt fram tillögu þar sem gert er ráð fyrir því að Norðmenn £ái hluta hins svokallaða „gráa svæðis“ á Barents- hafi. Tillagan var lögð fram fyrir tveimur mánuðum en norska stjórn- in hélt henni leyndri þar til í gær. Norðmenn og Sovétmenn hafa lengi deilt um skiptingu Barents- hafsins en hvorki hefur gengið né rekið f samningaviðræðum þeirra að undanförnu. Ágreiningurinn snýst um 155.000 ferkílómetra svæði með gjöful fiskimið og ef til vill miklar olíu- og gasauðlindir. Sovétmenn eru nú tilbúnir að draga úr kröfum sínum og samkvæmt til- lögu þeirra fengju Norðmenn 10 af hundraði þessa svæðis. Norska stjórnin hefur ekki enn tekið afstöðu til tillögunnar en hyggst koma á viðræðum milli noi-skra og sovéskra embættis- manna um hana. Ennfremur áforma nokkrir norskir ráðherrar að heimsækja Sovétríkin, til að mynda hyggst Gro Harlem Brundt- land forsætisráðherra fara þangað í júní og Johan Jergen Holst varnar- málaráðherra stuttu síðar. Verður þá skipting Barentshafs í brenni- depli. Sovétmenn hafa frá því á árinu 1926 viljað að hafinu verði skipt samkvæmt svokallaðri svæðalínu. Norðmenn hafa hins vegar viljað miðlínu, sem skipting Norðursjávar byggist til að mynda á, en hafa þó lýst sig tilbúna til að fallast á mála- miðlun. Því hafa Sovétmenn hafnað þar til nú. um minnkun hefðbundins vopnabúnaðar. Shultz gagn- rýndi harðlega aðgerðir tékk- nesku lögreglunnar gegn and- ófsmönnum síðustu daga og sagði það hneisu að Pragstjórn- in skyldi brjóta gegn lokasam- þykkt RÖSE aðeins klukku- stund eftir að eining náðist um hana. Fleiri ræðumenn gagn- rýndu mannréttindabrot í kommúnistaríkjunum, þ. á m. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sem ávarpaði ráðstefhuna í gær. Shultz skýrði frá því á frétta- mannafundi að Atlantshafsbanda- lagið myndi bera fram „mjög áhugaverða og hugvitsamlega til- lögu“ í fyrirhuguðum afvopnunar- viðræðum en greindi ekki nánar frá henni. Sir Geoffrey Howe, ut- anríkisráðherra Bretlands, sagði að vildu menn halda mannréttindi í heiðri væri ekki nóg að breyta um stíl heldur þyrfti einnig að breyta hugarfarinu. „Við myndum varla telja það framfarir lærði mannæta að nota hníf og gaffal," sagði ráðherrann. Jón Baldvin Hannibalsson minnti í ávarpi sínu á tillögu sem íslendingar hefðu flutt ásamt öðr- um um þýðingu bókmenntaverka af og á tungur fámennra þjóða. „Evrópa er brotamynd þjóða og Sir Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Bretlands, áritar bók fyrir starfsbróður sinn, Jón Baldvin Hannibalsson. hver þeirra er í minnihluta, enda þótt þær séu misstórar. Það er okkar allra hagur að viðhalda þessari fjölbreytni í öllum sínum margbreytilegu og fögru mynd- um.“ Ráðherrann sagði að ástæða væri til bjartsýni en samþykkt ráðstefnunnar yrði þó lítils virði ef athafnir fylgdu ekki orðum. „í þessu sambandi hörmum við mjög árásir lögreglu á friðsama mót- mælendur í miðborg Prag undan- fama daga. Réttur manna til að safnast saman í friðsamlegum til- gangi em gmndvallarmannrétt- indi sem öll aðildarríki RÖSE verða að virða." Sjá einnig bls. 18. „Niðurstað- an þess virði...“ Bandaríkín: Skotárás í barnaskóla Stockton. Reuter. VOPNAÐUR maður réðst inn í barnaskóla í bænum Stockton i Kaliforníu í gær, skaut sex nem- endur og særði 35 til viðbótar. Lögregluyfirvöld sögðu að mað- urinn hefði verið vopnaður riffli og klæddur herbúningi. Hann hefði kveikt í bifreið sinni fyrir utan skól- ann áður en hann réðst á börnin sem vom að leik fyrir utan skól- ann. Flest bamanna vom af asísk- um ættum. Maðurinn framdi sjálfs- morð að loknu ódæðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.