Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 49 MINNINGAR Í SMÁBÆNUM Cappelle la Grande í Frakklandi hefur síðan 1985 verið haldin skákhátíð sem kennd er við bæinn. Í fyrsta mótinu tóku 68 keppendur þátt frá 5 lönd- um í Evrópu og þar af voru tveir alþjóðlegir meistarar og fjórir Fide- meistarar. Sig- urvegari þess móts varð Pól- verjinn Walde- mar Hanasz og hafa ekki farið frekari sögur af honum á skák- sviðinu síðan. Bænum hefur í öll þessi ár verið stjórnað af kommúnista- flokki Frakk- lands og hefur sveitarfélagið verið helsta drif- fjöðrin í móta- haldinu. Íslend- ingar fóru fyrst að fara á mótið árið 1993 þar sem Margeir Pétursson var fremstur í flokki. Sú ferð heppnaðist að mörgu leyti vel svo að síðan hafa ís- lenskir skákmenn tekið þátt þar með reglulegu millibili. Á þessu ári skelltu þrír íslenskir skákmenn sér á mótið þar sem heildarfjöldi kepp- enda er 600. Stórmeistarinn Hann- es Hlífar Stefánsson (2561) hefur þegar þessar línur eru ritaðar unn- ið tvær mikilvægar skákir í röð og er í 4.–13. sæti með 5½ vinning af 7 mögulegum. Í sjöttu umferð lagði hann búlgarska stórmeistarann Peter Velikov (2430) að velli og í þeirri sjöundu þurfti franskur koll- egi hans Cyril Marcelin (2464) að lúta í lægra haldi fyrir honum. Ír- anski stórmeistarinn Amir Bagheri (2500) var í efsta sæti fyrir loka- umferðirnar tvær með 6½ vinning. Ranghermt var í skákpistli fyrr í vikunni að stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson (2455) og Magnús Kristinsson (1430) hefðu haft 1 vinning af tveimur mögulegum þegar rétt var að báðir höfðu 1½ vinning. Hins vegar ku það vera rétt að að loknum sjö umferðum hefur Þröstur 4½ vinning en Magn- ús 3½ vinning. Enn sem komið er hafa mótshaldarar ekki margar skákir tiltækar frá mótinu en von- andi verður bragarbót gerð á því þegar það er afstaðið. Stefán komst á skrið en Ingvar náði sér ekki á strik í Búdapest Félagarnir Stefán Kristjánsson (2438) og Ingvar Jóhannesson (2315) tóku þátt í stórmeistara- flokki annars vegar og flokki al- þjóðlegra meistara hins vegar í febrúar útgáfunni af Fyrstu laug- ardagsmótaröðinni sem lauk end- anlega í gær, föstudaginn 18. febr- úar í Búdapest í Ungverjalandi. Ingvar lauk keppni í flokki alþjóð- legra meistara með 4½ vinning af 10 mögulegum og varð í 7. sæti af 11 keppendum. Ungverski alþjóð- legi meistarinn Adam Szeberenyi (2357) vann flokkinn með 7 vinn- inga en landi hans og kollegi Bela Lengyel (2313) kom næstur með 6½ vinning. Taflmennska Stefáns í stórmeistaraflokknum tók tölu- verðum framförum eftir því sem á mótið leið og má segja að hann hefði getað haft fleiri vinninga en 6½ af 11 þegar einni skák er ólokið. Sérstaklega hefði hann átt að geta unnið skák sína gegn Denes Boros (2404) í sinni sjöundu skák á mótinu og hugsanlega einnig gegn Krisztian Szabo (2376) í sinni ní- undu. Það var sammerkt báðum skákunum að Stefáni hafði hugvit- samlega tekist að ná frumkvæðinu í miðtaflinu en svo þegar kom að því að vinna úr yfirburðunum í enda- taflinu fataðist honum flugið og andstæðingunum tókst að sleppa fyrir horn með jafntefli. Hins vegar þegar hann mætti þýska alþjóðlega meistaranum Marco Thinius (2384) í sinni áttundu skák gerði hann engin slík mistök. Hvítt: Marco Thinius (2384) Svart: Stefán Kristjánsson (2438) 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 Dd7 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 b6 7. a4 Ba6 8. Bxa6 Rxa6 9. Dg4 f5 10. Dh5+ Df7 11. De2 Rb8 12. h4 Re7 13. Rh3 h6 14. h5 O-O 15. Rf4 c5 16. dxc5 Hc8! Stefán hefur ásamt félaga sínum Ingvari unnið að bók um franska vörn undanfarin ár. Þessi leikur sýnir góðan skilning á byrjuninni þar sem ekki skiptir máli að svart- ur verði peði undir eftir 17. cxb6 axb6. Aðalatriðið er að í slíkri stöðu opnast bæði a- og c-línan sem leiðir til þess að hrókar svarts geta orðið virkir og beint spjótum sínum að hvítum peðunum meðfram línun- um. 16...bxc5 hefði orðið mun slak- ara en textaleikurinn af þessum sökum. Í framhaldinu finnur hvítur ekki bestu leiðina til að halda jafn- væginu. 17. Be3 Rd7! 18. cxb6 axb6 19. Db5 Rc6 Sjá stöðumynd 1. Svartur hefur nú tryggt að stolt hvíta miðborðsins, e5-peðið, fellur án þess að e-peð hans á e6 falli á sama tíma. Þetta þýðir að þegar e- peð svarts kemst á skrið hefur hvít- ur tapað baráttunni um miðborðið. Hann reynir að verða sér úti um mótspil á drottningarvæng í formi a-frípeðsins en það dugir ekki. 20. Bxb6 Rcxe5 21. O-O Hab8 22. a5 Rc4 23. Ha4 Rf6! Hvítur vonaðist eftir að svartur yrði gráðugur og félli í gildru sína eftir 23... Rdxb6 24. axb6 Hxb6?? 25. Hxc4! Hxb5 26. Hxc8+ Kh7 27. Rg6 og hvítur vinnur vegna mát- hótunarinnar á h8. Textaleikurinn styður við framrás e-peðsins og það er fyrir öllu. 24. f3 e5 25. Rg6 De6 26. Hb4 Kh7 27. f4 e4 28. Hxc4? Hxc4 29. Hb1 Rxh5 30. Re5 Hxc3! 31. Rd7 Hvítur greip til þess örþrifaráðs að fórna skiptamun svo að ridd- arinn á c4 yrði honum ekki of erf- iður viðureignar. Engu að síður var það óviturlegt þar sem spilið sem hann fékk úr býtunum var ekki fullnægjandi. Sjá stöðumynd 2. 31... Hxc2?! Þessi leikur orkar tvímælis en stefnir þó sigrinum ekki í teljandi hættu. 31... Hbc8 hefði verið betra. 32. Db3! 32. Rxb8 hefði leitt til óverjandi mátsóknar svarts eftir 32... Dg6 33. Df1 Rxf4!. Nú vonaðist hvítur eftir 32... Hbc8? 33. Dxc2! og öll von yrði ekki úti um mótspil vegna a-frí- peðsins jafnvel eftir 32... Dxd7. 32... Hxg2+! 33. Kxg2 Dxd7 34. a6 Rxf4+ 35. Kf1 Ha8 36. a7 Hxa7 Skiljanlegur leikur en 36... Rd3 hefði verið öflugri þar eð ekki var þörf á að fórna skiptamuninum strax. Hvítur afræður að verða manni yfir í staðinn en það eru gömul sannindi að enginn má við margnum og biskup hvíts er eng- inn jafnoki fimm svartra peða. 37. De3 Hb7 38. Dxf4 De6 39. De3 Sjá stöðumynd 3. 39... f4! Tryggir svörtum sigur á öruggan og einfaldan hátt. Það er óvenju- legt að sjá fimm samstæð frípeð gegn svo fámennu liði andstæð- ingsins. 40. Dd4 Dh3+ 41. Ke2 Df3+ 42. Kd2 e3+ 43. Kc2 De2+ 44. Kc3 Dc4+ 45. Dxc4 dxc4 46. Hb4 g5 47. Kxc4 e2 48. Bf2 Hxb4+ 49. Kxb4 g4 og hvítur gafst upp enda svört drottning að renna upp í borð eftir 50. Kc3 g3 51. Be1 g2. Þessi skák og fleiri sýna svo ekki verður um villst að Stefán er á réttri leið í sín- um skákframa og haldi hann áfram á sömu braut er spurningin ein- göngu sú hvenær hann verði stór- meistari en ekki hvort. Byrjanirnar hjá honum eru orðnar traustar og hugmyndaaugðin mikil í miðtaflinu. Helst þyrfti hann að bæta sig í endatöflum svo að tæknin við að vinna úr yfirburðunum verði ekki hindrun og einnig að hann geti bjargað sér þegar endataflið er strembið. Ingvar, félagi hans, hefur lagt töluverða vinnu við skáklistina og þó að gengið í Gíbraltar og Búdapest hafi verið honum mót- drægt mun hann án efa læra sínar lexíur af því. Meistaramót Hellis hafið Óvænt úrslit urðu í fyrstu um- ferð Meistaramóts Taflfélagsins Hellis þegar margfaldur meistari félagsins, Björn Þorfinnsson (2356) mátti prísa sig sælan að gera jafn- tefli við unglinginn Gylfa Davíðs- son (1560). Björn hafði vænlegt tafl framan en svo þegar hann hélt að hann hafði fórnað á andstæðinginn svo að engum vörnum yrði við kom- ið, var honum komið í skilning um að sá stutti gat þegið fórnina. Framhaldið sem Björn hafði í huga hefði þýtt að hann hefði orðið drottningu yfir en sá galli var á gjöf Njarðar að hann hefði þá orðið mát með fallegu samspili hróks og riddara. Að tveim umferðum lokn- um eru fjórir skákmenn jafnir og efstir með 2 vinninga en þeir eru Sigurður Daði Sigfússon (2309), Lenka Ptácníková (2280), Hrannar Baldursson (2164) og Jóhann Helgi Sigurðsson (2061). Hannes á meðal fremstu manna SKÁK Frakkland 21. CAPPELLE LA GRANDE SKÁKHÁTÍÐIN 12.-19. febrúar 2005 daggi@internet.is HELGI ÁSS GRÉTARSSON Stöðumynd 1. Stöðumynd 2. Stöðumynd 3. Stefán Kristjánsson Hannes Hlífar Stefánsson ✝ Stefán Ásbjarn-arson fæddist að Guðmundarstöð- um í Vopnafirði 4. október 1910. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sundabúð aðfara- nótt mánudagsins 31. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ásbjörn Stefánsson, bóndi á Guðmundarstöðum, f. 27. október 1877, d. 4. júní 1947 og Ástríður Kristjana Sveinsdóttir, f. 6. desember 1886, d. 12. nóvember 1956. Foreldrar Ásbjarnar voru Stef- án Ásbjarnarson, bóndi á Guð- Anna Sigríður, f. 9. apríl 1922, d. 22. janúar 1950 og Ástríður Sólveig, f. 26. janúar 1926. Upp- eldissystur Stefáns eru Ástríður Helgadóttir, f. 14. júlí 1933 og Hrönn Jónsdóttir, f. 28. apríl 1944, en hún er dóttir Guðrúnar Ólafíu. Stefán ólst upp á Guðmund- arstöðum, hann lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hann stóð fyrir búi á Guðmund- arstöðum ásamt móður sinni eftir að faðir hans lést 1947 og við andlát móður sinnar 1956 tók hann við búinu ásamt Sig- hvati bróður sínum og bjuggu þeir á Guðmundarstöðum til ársins 1984 er þeir lögðu niður búskap og fluttust á hjúkrunar- heimilið Sundabúð þar sem þeir dvöldu til dauðadags. Stefán var ókvæntur og barnlaus. Útför Stefáns fór fram frá Hofi í Vopnafirði laugardaginn 5. febrúar. Jarðsett var í Hof- skirkjugarði. mundarstöðum, og Stefanía Jónsdóttir. Foreldrar Ástríðar voru Sveinn Valdi- marsson og Anna Guðnadóttir. Systkini Stefáns eru: Þórdís, f. 9. desember 1911, d. 19. júní 1912, Krist- jana, f. 21. septem- ber 1913, d. 13. febr- úar 1990, Björn, f. 21. desember 1914, d. 14. desember 1936, Guðrún Ólafía, f. 19. júní 1916, d. 16. október 2002, Sighvatur, f. 8. ágúst 1918, d. 3. febrúar 1999, Stefanía, f. 18. nóvember 1919, d. 17. september 2003, Mönnum er sjaldan alveg ljóst hvert stefnir á lífsleiðinni meðan þeir eru ungir að árum. Ég varð þeirra gæfu aðnjótandi sem barn á mölinni að komast í sveit og kynn- ast sveitastörfum hjá mjög góðu fólki austur í Vopnafirði. Svo þótti mér til þess koma að vera þarna nánar tiltekið á Hrappsstöðum að sumrin urðu alls 9. Það var allt sem heillaði, sveitin, störfin og fólkið. Þetta voru mín mótunarár. Næsti bær innar í dalnum var Guðmundarstaðir sem nú er kom- inn í eyði, bær sem bar svipmót aldanna, burstir og hlóðareldhús. Vélaöld sem hafin var, með tækj- um beitt fyrir hross og síðar drátt- arvélar höfðu ekki komið að Guð- mundarstöðum þar sem bóndinn var Stefán Ásbjarnarson sem bjó þar ásamt bróður sínum Sighvati, báðir ókvæntir. Þeir bræður gerðu öll búverk uppá gamla lagið og létu nútímann ekki trufla sig. Á þessum árum var mikill samgangur milli bæja, var ég oft notaður til sendi- ferða með ýmislegt smálegt á milli bæjanna. Alltaf þótti mér gaman að koma heim á bæ til þessa elsku- lega fólks sem töldu auk bræðr- anna þrjár konur, Jóhönnu Sessel- íu og Hrönn. Þarna datt maður inní rómantíska sveitamennsku sem var svo framandi og forvitni- leg. Þarna iðaði rokkur og mikil handavinna með band og prjóna, karlarnir slógu túnin sín með orfi og ljá sem síðan var dengdur að kveldi, heyið bundið á hesta. Tað- skánin þurrkuð á túnum til eldivið- ar, sú sem ekki lenti í skítakvörn- inni til áburðar. Þarna voru störfin unnin eins og þau höfðu verið unn- in á íslenskum heimilum um aldir, sömu handtökin og sama hugsunin, nýta allt sem jörðin gaf. Fólk söng við vinnuna sína og heilbrigðar kindur og hrútar voru stolt heima- fólksins. Þetta er sú mynd sem ég geymi frá æsku minni og kynnum af fólk- inu á Guðmundarstöðum. Nú er allt þetta fólk farið úr dalnum. Stefán Ásbjarnarson var til moldar borinn 5. febrúar sl. 94 ára gamall. Mér þótti alltaf gaman að hitta Stefán, hann gat alltaf glatt mann með sinni skemmtilegu sýn á lífið. Hann skrifaði vangaveltur sínar í blöð hér á árum áður og sagði sög- ur af sér, t.d. frá skólavist á Ak- ureyri þegar hann var við mennta- skólann þar. Ekki fyrir svo mörgum árum hringdi hann í mig og bað mig um að kaupa á sig hatt, sem mér þótti alveg sjálfsagt. Ég varð að vita um stærð, og ekki stóð á svari „ég er ekki með minni haus en Ben heit- inn Gurion“. Síðan átti samtalinu að ljúka en mig langaði meira að heyra og spurði frétta og hvernig heilsufar væri. „Heilsan er góð“ sagði hann, „auk þess eru allar konur í Vopnafirði hræddar við mig, einkum ef þær eiga dætur“, svo hló hann og kvaddi. Hann lét sig ekki vanta á böll ef sá gállinn var á honum og dansaði og spáði og spekúleraði í fólki, aðallega í kvenfólki. Vildi vita allt um ættir og uppruna og störf fólks. Og það var þannig með Stefán þó hann léti tækniframfarir fara hjá að þá var hann fagurkeri á fatnað og þótti gaman að klæða sig upp á. Hann átti meðal annars mikið safn binda sem hann bauð til sölu nú um jólin síðustu, sennilegast saddur lífs- daga. Í dag er genginn maður sem vakti athygli fyrir sjálfstæðan takt á lífsferð sinni, sem vakti óneit- anlega forvitni þeirra sem gerðu sér erindi við hann. Ómar Ragnarsson gerði þátt um búskapinn á Guðmundarstöðum sem var svo upphaf þáttaraða Óm- ars, Stiklur, sem nutu mikilla vin- sælda á sínum tíma. Blaðamenn Vísis tóku hús á þeim bræðrum í maí 1979, hafís lá fyrir landi, mikill snjór og mjög kalt, þá voru þeir bræður orðnir einir, konurnar farnar. Engan bilbug var samt hægt að finna á þeim. Þeir léku þarna við þessar aðstæður við hvurn sinn fingur, segjandi sögur. Stefán tók í orgelið en Sighvatur hafði til kaffi syngjandi „Sjóferð- ina“ með Brimkló, þvælinn texta sem hann hafði greinilega mjög gaman af. Þessi heimsókn er mér ógleymanleg. Afdalakarlar sem sögðu skemmtilega frá og voru vel að sér um allt og alla. Ég votta ættingjum Stefáns og vinafólks hans samúð mína, með þakklæti fyrir að hafa hitt hann fyrir á minni vegferð. Gunnar V. Andrésson. STEFÁN ÁSBJARNARSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.