Morgunblaðið - 12.05.2005, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 21
MENNING
Listasalur Mosfellsbæjar
Umsóknir um afnot af Listasal Mosfellsbæjar
Bókasafn Mosfellsbæjar auglýsir eftir aðilum sem áhuga hafa á að halda listasýningar,
flytja tónlist eða standa fyrir öðrum menningartengdum viðburðum.
Listasalur Mosfellsbæjar er áfastur nýju húsnæði Bókasafns Mosfellsbæjar í Kjarna í
Mosfellsbæ og er salurinn hannaður sem fjölnota listasalur fyrir myndlist, tónlist og
talað orð. Hægt er að sækja um leigu á salnum vegna m.a. myndlistarsýninga,
tónlistarflutnings, fræðslufunda og annarra menningartengdra viðburða.
Umsóknir vegna myndlistarsýninga á næsta starfsári (sept. 2005-júní 2006) verða að
berast menningarmálanefnd fyrir 1. júní 2005.
Umsóknareyðublöð, starfsreglur og nánari upplýsingar er hægt að fá í Bókasafni
Mosfellsbæjar á Torginu í Kjarna, Þverholti 2. Upplýsingar í síma 566 8434.
KRISTINN Sigmundsson söngvari
var í gær útnefndur heiðurs-
listamaður Kópavogs árið 2005.
Kristinn er einn af þekktustu söngv-
urum Íslands í hinum alþjóðlega
tónlistarheimi og ferðast víða um
heim vegna starfs síns, en hann hef-
ur átt heimili í Kópavogi undanfarin
10 ár. „Þá flutti ég frá Þýskalandi og
beint hingað,“ útskýrir Kristinn,
sem hefur oftsinnis komið fram á
tónleikum ásamt Jónasi Ingimund-
arsyni píanóleikara.
Hann segir það mikinn heiður
vera útnefndur heiðurslistamaður
bæjarins. „Mér þykir mjög vænt um
að taka við þessari nafnbót,“ segir
hann og bætir við að það sé gott að
búa í Kópavogi, sem sé mikill menn-
ingarbær. „Maður er stoltur af því
að búa í bæ sem hefur þann metnað
að vera fyrsta bæjarfélagið á land-
inu sem byggir yfir tónlist. Það er
ómetanlegt, alveg hreint.“
Í kvöld og annað kvöld kl. 20 kem-
ur Kristinn síðan fram á tónleikum í
Salnum ásamt Jónasi Ingimund-
arsyni. Tónleikarnir marka upphaf
tónleikaferðar þeirra um Norð-
urlönd á næstu dögum, en tvímenn-
ingarnir hlutu á dögunum styrk úr
Norræna menningarsjóðnum til far-
arinnar. Á efnisskrá tónleikanna,
líkt og í ferðinni, eru íslensk lög frá
ýmsum tímum, söngvar eftir Schu-
bert og óperuaríur.
Kópavogur | Kristinn Sigmundsson út-
nefndur heiðurslistamaður Kópavogs
„Þykir mjög vænt
um að taka við
þessari nafnbót“
Morgunblaðið/Sverrir
Kristinn Sigmundsson, bæjarlistamaður Kópavogs.
stíga sín lokaskref á braut listahá-
skólans en þess má vænta að margir
haldi í frekara nám erlendis þegar
BA-náminu hér er lokið. Myndlist-
arumfjöllun um nemendaverk er
hæpin því mikill hluti þessara tilvon-
andi listamanna er stutt á veg kom-
inn og hefur ekki náð að móta list
sína. Áhugaverðara er að velta fyrir
sér tíðaranda og stefnu þeirrar kyn-
slóðar sem hér er að ljúka námi en
verk einhverra þeirra eigum við eft-
ir að sjá í sýningarsölum og söfnum
bæjarins síðar meir.
Þegar verk myndlistardeildar eru
skoðuð vekur það einna mesta at-
hygli hvað myndbönd eru mörg og
misjafnleg. Það kemur kannski ekki
á óvart, en vekur upp þá spurningu
hvort ekki sé orðið tímabært að inn-
leiða einhvers konar kvikmynda- eða
stuttmyndadeild við skólann, svo
mikill er áhuginn, en úrvinnslan ekki
að sama skapi jafnáhugaverð. Hér
stóð verk Kristínar Bjarkar Krist-
jánsdóttur upp úr hvað varðar fram-
setningu, tök á miðli og skýrt mark-
mið. Myndbandið er sjónrænn miðill
NEMENDUR í arkitektúr, hönnun
og myndlist sýna nú lokaverkefni sín
á Kjarvalsstöðum á árlegri útskrift-
arsýningu Listaháskólans. Mynd-
listarnemar sem útskrifast eru 25
talsins, í hönnun og arkitektúr eru
þeir 44. Það eru því verk eftir 69 ein-
staklinga sem fylla báða sali og gang
listasafnsins, og eins og gefur að
skilja margt að sjá. Áhorfendur eiga
auðvelt með að átta sig á hinum mis-
munandi deildum, húsnæði Kjar-
valsstaða hentar sýningunni eins og
hún er í ár vel. Þar er auðvitað einn-
ig um að þakka sýningarstjórn
þeirra Sigríðar Ólafsdóttur í mynd-
list og Sólveigar Berg Björnsdóttur
og Ásdísar H. Ágústsdóttur í hönn-
un og arkitektúr.
Þeir sem hér sýna eiga það allir
sameiginlegt að vera nemendur að
sem býður upp á margvíslega mögu-
leika en fæstir kunna að nýta sér þá
og það er synd þegar svona mikill
áhugi er fyrir hendi. Á eftir mynd-
bandinu voru ljósmyndir einnig vin-
sælar og af ýmsum toga, hljóð fylgir
mörgum listaverkum en skúlptúrar
eða málverk voru sjaldséð.
Í heildina er tilfinningin fyrir
sjálfsskoðun þeirri sem hefur átt
mjög upp á pallborðið í listum und-
anfarin ár einna sterkust í þessum
lokaverkum. Sjálfsskoðun gerir þær
kröfur til listamannsins að hann nái
að yfirstíga nánd sína og birta við-
fangsefni sitt á máta sem nær að
vekja áhuga áhorfandans, en það
getur verið snúið. Það sem einnig
vekur athygli er að hin sjónræna
hlið myndlistarinnar er hér á und-
anhaldi og spurning hvort nem-
endur séu ekki að missa af einhverju
þegar þeir takast að svo takmörk-
uðu leyti á við myndræna framsetn-
ingu verka sinna. Framsetning, lit-
ur, efni, allt er þetta hluti af
hugmyndinni og það sem oft nær að
miðla henni einna sterkast til áhorf-
andans. Undanhald hins sjónræna
er tilhneiging sem er athyglisverð
og þess virði að velta fyrir sér hvaða
áhrif þetta hefur á myndlistina og
birtingarmyndir hennar í samfélag-
inu, hvort þær eigi eftir að breytast
og hvort myndlistin eigi eftir að
renna meira saman við aðrar list-
greinar á borð við kvikmyndir, tón-
smíðar eða ritstörf. Mér virðist við
lifa á tímum þegar hin mikla fjöl-
hyggja innan listanna með öllum sín-
um grensutilfæringum milli list-
greina er farin að hafa
grundvallaráhrif á myndlistina og
hlutverk hennar, áhrif sem verður
að fara að taka með í reikninginn t.d.
við stefnumótun listasafna, skipu-
lagningu listasýninga, staðsetningu
þeirra o.s.frv. Getur ekki verið að
myndlist dagsins í dag sé farin að
rekast illa innan þess hefðbundna
sýningarforms sem myndlist gær-
dagsins hefur búið henni? Þessum
spurningum verður auðvitað ekki
svarað hér, en þetta er kannski eitt-
hvað til að spá í.
Fatahönnunardeild útskrifar þó
nokkra nemendur í ár og verk þeirra
taka sig vel út á ganginum. Nem-
endur arkitektúrdeildar sýna hug-
myndir að byggingum á Landakots-
túni og var mjög gaman að sjá
hugmyndir þeirra. Hönnunardeildin
var jafnfjölbreytt og nemendur eru
margir en eftirtektarvert að hér líkt
og í myndlistinni er það nánasta um-
hverfi sem unnið er með, sem ein-
kennist að nokkru leyti af íslenskum
allsnægtum. Nokkrir unnu með
börn eða barnslega hluti. Líkt og
virðist uppi á teningnum hjá mörg-
um í myndlistinni er leitast er við að
skapa á barnslegan máta verk sem
tengjast e.t.v. á einhvern hátt hugs-
un sem minnir á leik.
Útskriftarsýningin er vissulega
skemmtileg og fjölbreytt að vanda
en að allri þessari skemmtilegu
sköpun ólastaðri auglýsi ég hér með
eftir listrænum hugsjónum og eftir
sýn á einstaklinginn sem hluta af
stærri heild, bæði í samfélagslegum,
alþjóðlegum og sögulegum skilningi.
Fjölbreytt en vekur upp spurningar
MYNDLIST
Kjarvalsstaðir
Til 29. maí. Kjarvalsstaðir eru opnir alla
daga frá kl. 10–17.
Útskriftarsýning Listaháskólans
Morgunblaðið/Eyþór
„Útskriftarsýningin er vissulega skemmtileg og fjölbreytt að vanda en að allri þessari skemmtilegu sköpun ólastaðri auglýsi ég hér með eftir listrænum hugsjónum og eftir sýn á einstaklinginn
sem hluta af stærri heild, bæði í samfélagslegum, alþjóðlegum og sögulegum skilningi,“ segir Ragna Sigurðardóttir m.a. í umsögn sinni um sýningu útskriftarnema LHÍ á Kjarvalsstöðum.
Ragna Sigurðardóttir
SAMSÝNINGIN Skyndikynni (á
ensku Brief Encounter) er samsýn-
ing í flokki svokallaðra Þaksýninga,
en þær hafa áður verið haldnar í New
York og London. Hugmyndin er að fá
listamenn til að sýna í kvöldbirtunni í
eftirminnilegu umhverfi. Staðsetn-
ingin uppi á þaki ýjar að opnun, með
endalausan himingeiminn fyrir ofan.
Fast land undir fótum og nálægt um-
hverfi skapa á hinn bóginn mörk um
sýninguna.
Í ár býður Ólöf Björnsdóttir þrem-
ur listamönnum sem staðsettir eru í
Lundúnum að sýna í rými Reykjavík-
urAkademíunnar á Hringbraut 121,
Reykjavík, ásamt 9 íslenskum lista-
mönnum. Tveir þessara erlendu lista-
manna eru upphaflega frá Þýskalandi
og einn frá Brasilíu. Fyrirhugað er að
sýna gjörninga og aksjón-tengd verk
eina langa kvöldstund og sýna síðan
heimildir um kvöldið í rýminu í 3 vik-
ur á eftir. Opnunarkvöldið er í kvöld.
Menningartengdar venjur
Þaksýningar hafa fjallað um og
nýtt sér breytileika þessara marka.
Fyrsta sýningin var haldin í sept-
ember 1999 uppi á þaki í West Vill-
age, New York. Í framhaldinu hafa
tvær þaksýningar verið haldnar ofan
á byggingu við ána Thames í London.
Að þessu sinni beinist athyglin að
menningartengdum venjum. Þetta er
tilraun til að sjá hvað gerist þegar
listamenn, sem eru ekki endilega
vanir að gera staðbundin verk, koma
á stað þar sem þeir þurfa að bregðast
skyndilega við framandi menningu og
umhverfi. Hlutverk óljósra frétta og
fregna á mörkum lista og fjölmiðla
verður kannað við undirbúning sýn-
ingarinnar og notað í sumum verk-
unum, en óljóst „jaðareðli“ sýning-
arinnar gerir þetta mögulegt.
Ólöf vann nýlega „Ullarvettlinga“
Myndlistarakademíu Íslands.
Þátttakendur í Skyndikynnum eru
Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Björk
Guðnadóttir, Brynja Sif Björnsdóttir,
Camila Sposati, Caroline Achaintre,
Hrafnkell Sigurðsson, Johannes Ma-
ier, Karlotta Blöndal, Kristján Guð-
mundsson, Kristín Elva Rögnvalds-
dóttir, Ólöf Björnsdóttir, Marta
María Jónsdóttir og leynigestur.
Myndlist | Skyndikynni í ReykjavíkurAkademíunni
Brugðist við framandi
menningu og umhverfi