Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 33 A u g lý sin g a sto fa G u ð rú n a r Ö n n u Morgunverðarfundur 8. nóvember 2005 kl.8:30–10:00 í Skála Radisson Sas / Hótel Saga Fundurinn er haldinn að frumkvæði Iso,- umhverfis- og öryggishóps sem hafa það markmið að skapa faglega umræðu um málefni sem varða Iso staðla og umhverfis-og öryggismál. Fundir faghópanna eru vettvangur fyrir gagnvirka miðlun þekkingar og reynslu á þessu sviði. Vottun stjórnunarkerfa, margir staðlar Gæði - öryggi - umhverfi - eitt kerfi Gunnar H. Guðmundsson, 7.is - Samhæfð stjórnunarkerfi Svana Helen Björnsdóttir, Stiki ehf - Reynsla Stika af samþættingu Iso 9001 og BS 7799 Reynir Guðjónsson - Samþætt stjórnkerfi Alcan á Íslandi hf Spurningar og umræður Verð kr. 2.500 fyrir félagsmenn kr. 4.000 fyrir aðra. skráning á www.stjornvisi.is Setning stjórnunarviku: Einar Ragnar Sigurðsson formaður Stjórnvísi. Fundarstjóri: Helga Jóhanna Bjarnadóttir, Umhverfis-og efnaverkfræðingur Línuhönnun erindi á ensku Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 utflutningsrad@utflutningsrad.is • www.utflutningsrad.is Að flytja M IX A • fí t • 5 0 9 7 0 Námskeið 10. og 17. nóvember Markmið námskeiðsins er að efla færni þátttakenda til að flytja erindi á ensku. Hvernig á t.d. að taka til máls á ensku, fara úr einu viðfangsefni í annað, útskýra glærur, draga fram helstu áhersluatriði, ljúka erindinu á áhrifaríkan hátt og taka við fyrirspurnum úr sal? Námskeiðið er tvískipt; Fyrri hluti, 10. nóvember frá 10 - 12, felst í fræðslu um það sem gerir erindi eða kynningu áhrifaríka. Þátttakendur fá safn af enskum orðum og orðatiltækjum sem gjarnan eru notuð við flutning erinda. Seinni hluti, 17. nóvember frá 9 - 17, felst í flutningi erindis. Þátttakendur fá þá tækifæri til þess að nýta sér þekkingu sem þeir öðlast frá fyrri hlutanum, flytja og hlýða á erindi hvers annars og veita álit undir leiðsögn stjórnanda. Námskeiðið fer fram á ensku og er gert ráð fyrir að þátttak- endur komi með erindi til flutnings á seinni hluta þess. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Alda Sigmundsdóttir. Hún hefur kennt ensku í Bretlandi, Þýskalandi, á Spáni og á Íslandi. Um árabil hefur hún unnið að ráðgjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki varðandi flutning á ensku og enskan texta. Staðsetning: Nordica Hótel Dagsetning: 10. nóv. kl. 10 - 12 og 17. nóv. kl. 9 - 17 Verð: 34.900 kr. (innifaldar veitingar báða dagana) Ath! Hámarksfjöldi þátttakenda er 10 einstaklingar. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.utflutningsrad.is. Skráning fer fram í síma 511 4000 eða með því að senda tölvu- póst á utflutningsrad@utflutningsrad.is. listamann landsins á nýliðinni öld, Sverri Haraldsson. Líklega er það vegna þess að hann tók opinber- lega afstöðu gegn einstrengings- legri stefnu safnsins og stríddi for- ráðamönnum þar. Listasafnið keypti nokkrar abstraktmyndir eft- ir Eirík Smith fram til 1970, en steinhætti því þá og hann var ekki til á þessari úrvalssýningu, enda hefur honum verið haldið kirfilega úti í kuldanum. Listasafn Reykja- víkur á eftir hann eitt verk, sem er á stærð við póstkort, en annað ekki. Listunnendur í landinu hafa ekki látið þessa hentistefnu safn- anna hafa nein áhrif á sig og Eirík- ur er nýbúinn, nú áttræður, að halda góða sýningu í heimabæ sín- um, Hafnarfirði. Annaðhvort á safnið engin verk eftir Braga Ásgeirsson, eða finnst ekki þess virði að sýna þau. Þó voru „fundnir hlutir“ í verkum Braga, þar á meðal dúkkuhöfuð, sérstakt nýmæli í íslenzkri ab- straktlist og bágt er að safnið skyldi ekki minnast þess. Á sýning- unni var heldur ekki hægt að sjá að Alfreð Flóki hafi nokkru sinni verið til og áfram má spyrja með orðum Þóru Þórsdóttur: Hvar voru „póli- tísk verk Rósku og tímamótaverk Hildar Hákonardóttur tengd kvennabaráttunni?“ Við lýsum einnig eftir frábærum myndum Ragnheiðar Jónsdóttur og síðar verður vikið að eddumálverkum Baltasars, sem einnig voru ósýni- leg á þessari úrvalssýningu. Í kafla um form og náttúru sakn- aði ég þess að sjá ekkert eftir Hring Jóhannesson, sem sannar- lega var bæði listamaður í fremstu röð og sér á parti. Á safnið virki- lega enga mynd eftir Jóhannes Geir? Ekki sáust heldur hin myst- ísku landslög Georgs Guðna, né blómskrúð hins nýverðlaunaða Eggerts Péturssonar. Ekki heldur ein einasta af sérstæðum „skáld- verkum“ Helga Friðjónssonar og auk þess saknaði ég þess að sjá ekki einn svipmikinn fleka eftir Tolla, sem hefur líkt og Sverrir heitinn Haraldsson verið óspar á að senda listfræðingum tóninn og er trúlega ekki í náðinni. Átti Sveinn Björnsson ekki tví- mælalaust heima í þessu úrvali, eða á safnið ekkert eftir hann? Og hvað um Jón Axel Björnsson, sem er góður málari og tengist líka hug- myndafræðilegri list. Á sama hátt má spyrja um verk eftir Steinunni Þórarinsdóttur, Barböru Árnason, Kjartan Guðjónsson, Magnús Tóm- asson, Kristjönu Samper og Helga Gíslason. Af einhverjum ástæðum vantaði verk eftir Gunnar Örn, sem var að minnsta kosti í miklu áliti hjá list- fræðingum fyrir um aldarfjórðungi. Einnig vil ég minna á málarana Þorbjörgu Höskuldsdóttur, Magn- ús Kjartansson, Pétur Halldórsson og ekki sízt Einar Hákonarson, sem er afbragðs listamaður og eig- inlega eini baráttujaxlinn og minnti vel á dapurlega stöðu myndlistar- manna gagnvart sýningarhúsnæði með tjaldsýningu sinni í sumar. Svo er átakanlegt að láta Leif Breiðfjörð vanta, listamann í sér- flokki á sviði kirkjulistar. Og bein- línis er grátlegt að láta vanta eina af stórmyndum Sigurðar Örlygs- sonar sem væru magnaðar á hvaða alþjóðlegri sýningu sem væri. Hér eru aðeins fáir listamenn nefndir og áreiðanlega einhverjir þunga- vigtarmenn eftir sem ég hef gleymt og bið þá afsökunar. Einhver væri vís með að spyrja: Hvað er maðurinn að fjasa; er það ekki bara vegna þess að Listasafn Íslands á ekki neitt eftir hann? Rétt er það og varla von. Ég tók ungur þá ákvörðun að helga mig blaðamennsku og nú bókaskrifum. Myndlistin varð að eins konar aukagrein, þrátt fyrir daglega iðk- un. Mér finnst bara sanngjarnt að þeir gangi fyrir sem helga sig list- inni að öllu leyti, en tek það fram að ég þarf ekki að kvarta. Myndir á ég á þrem söfnum, sumar eru í eigu stærstu bankanna og ótal fyr- irtækja. Aðsókn að sýningum mín- um, til að mynda á Kjarvalsstöðum, var hreint ótrúleg. Ég get ekki beðið um meir. Listapósturinn er þarft framtak Tryggvi P. Friðriksson, sem rek- ur Gallerí Fold, er ritstjóri Lista- póstsins. Þessi einblöðungur er gefinn úr í tvö þúsund eintökum og lætur ekki mikið yfir sér. En þeim mun þyngra vegur margt af því sem þar er sagt, enda er Tryggvi beinlínis með fingurinn á púlsinum í myndlistarheiminum. Í síðasta Listapósti stóð meðal annars þetta: „Mikil ólga er meðal myndlist- armanna, sem telja sig hafa orðið útundan undanfarin ár og margir eru bitrir. Eldri málarar telja sig hafa verið svikna á árum áður þeg- ar ákveðið var að rífa Listamanna- skálann og leysa sýningamál þeirra á annan hátt, meðal annars með byggingu Kjarvalsstaða. Víst er að eftir að núverandi kerfi var tekið upp hefur aðsókn að safnhúsinu minnkað með hverju árinu. Nýleg skrifuðu yfir fjörutíu myndlistar- menn undir áskorun um að rekstr- arforminu verði breytt þannig að vestursalur Kjarvalsstaða verði lánaður út til myndlistarsýninga og úthlutað eftir einhvers konar um- sóknakerfi.“ Hvar er íslenzki menningararfurinn? Við eigum námu af myndefni í fornbókmenntum okkar, en sjáum við þessar rætur íslenzkrar menn- ingar einhvers staðar, til að mynda í myndlist 20. aldar? Það fer lítið fyrir því. Það hefur þótt ólíkt eft- irsóknarverðara að vera á höttun- um eftir og jafnvel að kópíera það nýjasta úr útlendri framúrstefnu. Að leita inn á við að rótum okkar er líklega svo „púkó“. Undantekn- ingar eru þó til og menn hafa unnið myndir sem byggðar eru á nor- rænni goðafræði, en einkum eftir beiðni og þá vegna bóka um efnið. Þó er einn íslenzkur listamaður, sem hefur unnið stórvirki á þessu sviði. Þar á ég við Baltasar og mál- verk hans, sem byggð eru á efni úr Eddunum. Svo mikill er þessi efn- isflokkur að vöxtum að Baltasar hefur haldið fjórar einkasýningar á þess konar málverkum hér á landi og alls fimm í útlöndum. Á sýn- ingum hans hér, bæði í Hafnarborg og Gerðarsafni hafa verið svo stór- ar og magnaðar myndir að framhjá þeim verður ekki komizt nema sér- stakur vilji standi til þess. Slík áherzla hefur verið lögð á að þegja eddumálverk Baltasars í hel að ekkert var eftir hann og verka hans að engu getið í bók eða bækl- ingi sem út kom á vegum opinberr- ar stofnunar fyrir nokkrum árum og fjallaði um verk í íslenzkri myndlist úr norrænni goðafræði. Hér er engu hægt að bera við; listverkin eru mögnuð, sem er að sjálfsögðu aðalatriðið, en auk þess er málarinn atvinnumaður. Ekki trúi ég því, sem stundum hefur heyrzt, að þetta tómlæti sé til kom- ið vegna þess að málarinn er spænskur að uppruna. Hann hefur verið íslenzkur ríkisborgari í marga áratugi og sannari Íslend- ingur getur maður varla orðið. Spurningin er: Hvenær sýður upp úr? Hvenær lætur hinn þögli meirihluti það ekki duga að „mikil ólga“ sé manna á meðal? Nú þurfa þeir að taka sig saman sem eru sprækir og kröftugir og hafa afl til að gera það sem gera þarf. Ef til vill er kominn tími til að menn taki sig saman og byggi nýjan Lista- mannaskála í stað hins gamla, sem var eiginlega vélaður úr höndum þeirra. En það er ekki nóg. Listasafn Ís- lands þarf að styrkja í sessi og búa svo um hnúta þar að fordómar ráði ekki förinni. ’Með yfirskriftinniÚrval verka frá 20. öld er beinlínis verið að velja landsliðið í myndlist á öldinni.‘ Höfundurinn er rithöfundur og myndlistarmaður. Ljósmyndir: Gísli Sigurðsson Gunnlaugur Scheving: Sæþoka, 1968. Eitt hinna mögnuðu og „monúmental" málverka Schevings með þessu myndefni. Myndin er tekin á sýningunni á Kjavalsstöðum. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.