Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 26
V i n n i n g a s k r á 27. útdráttur 5. nóvember 2009 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 3.000.000 kr. 6.000.000 (tvöfaldur) 3 5 0 4 1 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 1 0 3 7 4 9 9 6 3 4 4 7 1 7 3 5 8 4 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 3457 19120 29928 53388 64050 74447 12612 23037 46019 57882 68678 76271 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 2 7 4 4 7 4 2 1 7 8 1 1 2 5 6 8 4 3 7 2 7 4 5 0 7 4 5 6 2 0 4 0 7 3 9 9 0 8 0 9 7 2 9 7 1 7 9 8 2 2 5 9 4 9 3 7 7 1 8 5 2 0 6 1 6 2 4 0 7 7 4 3 4 9 8 1 9 9 3 0 0 1 8 1 4 1 2 6 6 2 8 3 9 5 6 0 5 2 2 6 8 6 2 4 8 8 7 4 5 1 7 9 0 9 1 0 0 1 2 2 0 5 2 0 2 6 8 3 8 4 3 3 1 4 5 4 4 4 6 6 2 6 8 5 7 4 6 0 4 1 1 4 9 1 1 3 7 8 2 0 6 9 1 2 6 8 9 9 4 7 1 0 9 5 4 8 6 8 6 4 0 7 3 7 4 9 9 4 1 2 3 9 1 1 8 4 2 2 1 2 2 0 2 8 5 6 6 4 7 7 3 5 5 5 6 4 1 6 4 8 2 6 7 5 5 1 0 1 3 6 4 1 2 6 1 5 2 1 6 5 6 2 9 7 5 1 4 7 9 0 0 5 5 9 4 6 6 5 2 7 1 7 6 0 7 8 1 7 5 9 1 2 6 6 4 2 2 1 5 3 3 0 4 5 7 4 8 0 0 4 5 6 3 2 7 6 6 2 6 8 7 7 9 9 2 2 2 3 8 1 4 0 8 0 2 2 9 9 8 3 0 7 6 5 4 8 7 6 8 5 6 8 9 0 6 7 2 2 3 7 9 5 0 2 2 9 4 5 1 5 3 1 8 2 3 8 8 0 3 2 8 1 5 4 9 7 8 5 5 8 4 0 8 6 9 0 0 5 2 9 6 0 1 5 6 4 2 2 4 0 5 2 3 4 2 1 4 4 9 9 5 1 5 8 8 6 0 7 1 6 3 2 3 2 3 9 1 7 1 1 9 2 4 5 5 0 3 4 3 1 5 5 0 3 1 9 5 8 9 5 8 7 2 1 7 8 3 4 7 0 1 7 2 1 9 2 5 5 0 0 3 5 9 3 7 5 0 4 6 1 6 0 4 0 9 7 3 8 3 5 g Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 5 1 3 0 2 8 2 0 6 1 0 3 2 7 2 4 4 2 8 7 0 5 2 1 7 1 6 2 3 5 0 7 1 6 9 5 4 2 8 1 3 1 6 5 2 0 8 5 2 3 2 8 2 3 4 3 5 8 7 5 2 5 3 4 6 2 4 8 7 7 2 3 6 6 4 6 5 1 3 2 2 5 2 1 3 9 7 3 2 9 6 5 4 3 6 0 6 5 3 0 5 4 6 2 6 3 5 7 3 1 6 8 1 0 8 4 1 3 2 7 5 2 1 4 9 5 3 3 2 3 3 4 3 8 4 1 5 3 0 9 0 6 3 1 0 4 7 3 2 6 2 1 8 1 7 1 3 6 7 3 2 1 5 1 6 3 3 2 8 7 4 3 8 5 0 5 3 1 5 0 6 3 6 9 0 7 3 5 6 2 1 8 5 8 1 4 0 7 1 2 1 9 1 7 3 3 8 3 4 4 4 2 5 5 5 3 2 1 0 6 4 7 4 1 7 3 6 4 1 1 9 2 5 1 4 5 4 3 2 2 1 6 7 3 3 9 9 2 4 4 3 7 1 5 3 6 2 5 6 4 8 4 6 7 4 2 5 8 2 0 7 9 1 4 8 7 5 2 2 5 6 0 3 4 0 0 4 4 4 4 6 1 5 4 1 2 3 6 5 1 6 1 7 5 0 1 9 2 1 0 0 1 5 4 7 5 2 2 8 4 5 3 4 4 6 8 4 4 9 2 7 5 4 7 6 5 6 5 4 0 5 7 5 1 3 6 2 3 4 5 1 5 6 3 5 2 3 6 9 3 3 4 8 3 8 4 5 1 5 9 5 5 1 2 7 6 5 4 5 6 7 5 2 2 1 2 3 7 0 1 5 9 1 1 2 4 1 3 2 3 5 7 9 2 4 5 6 1 4 5 5 3 0 0 6 5 5 1 6 7 5 3 1 2 2 4 3 6 1 5 9 6 4 2 4 7 3 2 3 6 3 2 0 4 5 7 2 0 5 6 0 7 0 6 5 7 6 2 7 5 5 6 4 3 2 5 2 1 6 5 6 7 2 4 8 8 6 3 6 6 2 3 4 5 7 2 7 5 6 6 0 6 6 5 9 8 6 7 6 5 9 6 3 6 6 1 1 6 6 0 0 2 4 9 7 1 3 6 8 1 8 4 6 0 9 2 5 7 0 2 5 6 6 3 4 6 7 8 1 6 0 3 9 3 5 1 6 7 5 2 2 5 4 0 4 3 7 3 5 4 4 6 7 3 7 5 7 0 4 8 6 6 3 5 4 7 8 2 4 4 4 3 0 3 1 6 8 6 9 2 5 7 8 6 3 7 6 0 3 4 6 7 4 7 5 7 1 1 3 6 6 6 4 0 7 8 3 8 5 4 6 4 8 1 6 9 3 8 2 6 0 5 2 3 8 2 0 3 4 7 0 7 3 5 7 3 0 8 6 6 9 2 5 7 8 5 7 6 6 8 1 0 1 7 3 4 1 2 6 1 2 3 3 8 7 1 9 4 7 1 3 9 5 7 4 0 5 6 7 0 7 0 7 8 8 1 9 8 2 6 1 1 7 7 3 3 2 6 5 3 5 3 8 9 6 4 4 7 5 8 5 5 7 7 3 6 6 7 9 2 2 7 8 9 4 2 8 5 6 5 1 7 8 8 2 2 6 8 8 0 3 9 1 7 2 4 7 5 9 9 5 7 8 7 8 6 7 9 8 4 7 8 9 7 6 8 8 2 0 1 8 1 2 1 2 6 9 0 3 3 9 4 3 9 4 7 6 4 7 5 9 0 3 3 6 7 9 9 6 7 9 2 7 5 8 9 0 8 1 8 1 5 9 2 6 9 1 4 3 9 7 6 5 4 7 9 7 6 5 9 3 9 0 6 8 0 9 8 7 9 3 1 6 9 2 0 2 1 8 2 0 5 2 8 5 3 9 4 0 0 8 0 4 8 0 2 3 5 9 3 9 6 6 8 3 0 1 7 9 3 6 3 9 3 6 5 1 8 2 6 5 3 0 3 8 8 4 0 1 0 4 4 8 6 6 9 5 9 4 8 8 6 8 3 8 6 7 9 7 1 4 9 7 0 4 1 8 6 9 3 3 0 4 3 1 4 0 4 4 7 4 8 8 4 9 5 9 6 9 5 6 8 4 6 1 7 9 7 5 1 1 0 1 1 6 1 8 9 4 9 3 0 7 9 3 4 0 6 1 0 4 9 1 5 7 6 0 2 1 2 6 8 5 5 8 7 9 9 8 9 1 0 2 0 7 1 9 5 3 6 3 0 9 2 5 4 0 9 2 5 4 9 2 4 3 6 0 3 4 9 6 8 9 2 4 1 0 2 4 3 1 9 5 7 6 3 0 9 9 1 4 1 5 3 7 4 9 4 7 6 6 0 9 6 1 6 9 6 2 5 1 0 6 2 4 1 9 6 2 3 3 1 4 6 5 4 1 9 1 5 5 0 6 4 6 6 1 6 2 6 7 0 7 5 5 1 1 2 0 4 2 0 3 7 1 3 1 9 6 9 4 2 3 0 9 5 1 0 1 6 6 1 7 2 1 7 1 3 9 1 1 1 6 0 9 2 0 4 4 7 3 2 5 7 7 4 2 3 9 3 5 1 0 9 7 6 1 9 4 5 7 1 4 9 2 1 1 6 5 4 2 0 5 2 4 3 2 5 8 8 4 2 8 5 2 5 1 1 0 5 6 2 0 3 0 7 1 5 9 2 Næstu útdrættir fara fram 12. nóv, 19. nóv & 26. nóv 2009 Heimasíða á Interneti: www.das. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 Borgartún 31 • 105 Reykjavík • www.fjarfesting.is fjarfesting@fjarfesting.is TI L LE IGU – Vegmúli 2 Til leigu skrifstofu- og verslunarhúsnæði við Vegmúla 2 í Reykjavík, þar sem SPRON var til húsa. Húsið er allt nýinnréttað á glæsilegan hátt. Ýmsar stærðir í boði t.d. 129 fm, 150 fm og 438 fm. Nánari upplýsingar veita Gunnar í síma 693-7310 eða Hilmar í síma 896-8750. Óskar Þór Hilmarsson, löggiltur fasteignasali Opið mán.-fös. kl. 9-17 HÆSTVIRTUR forsætisráðherra. Vissulega liggur það ljóst fyrir að ástandið er ekki gott á landinu okk- ar. Það liggur jafnljóst fyrir að skera þarf niður víða. En í ein- hverjar framkvæmdir verður að fara, atvinnulífið má ekki stöðvast því þá skapast engar tekjur og ef engar verða tekjurnar þá er ekki hægt að borga skuldir. En þetta vit- ið þér enda kom það fram í stefnu- ræðu yðar að framkvæmdir eru fyr- irhugaðar á næsta fjárlagaári. Svo merkilega vill hins vegar til að flest- ar þeirra, og óneitanlega þær viða- mestu, eru allar á suðvesturhorni landsins. Mig langar, í fullri auðmýkt, að minna hæstvirtan forsætisráðherra á að Ísland telur fleiri horn en þetta. Það er fullkomlega sjálfsagt að taka þátt í þrengingum þjóðar og sætta sig við tilfallandi niðurskurð. En þetta er bara ekki tilfallandi. Ég veit að það er kreppa hjá ykkur núna en það er búin að vera kreppa hjá okkur í rúm 20 ár. Jafnvel í bull- andi uppgangi þar sem peningar uxu á trjánum var fast haldið í af- leggjarana. Viðhorfið gagnvart landsbyggð- inni kristallast í þeirri ákvörðun fyrri ríkisstjórnar að til að slá á þenslu 2006 var dregið úr vegafram- kvæmdum á landsbyggðinni. Sumir flugu á einkaþotum. Aðrir skröltu á vondum vegum. Merkilegt nokk þá sló þessi aðgerð ekkert á þensluna. Nú er mikið talað um atvinnuleysi eins og um áður óþekkt fyrirbæri á Íslandi sé að ræða. Í raun hefur ver- ið atvinnuleysi á Íslandi í mörg ár, það hefur bara verið kallað brott- flutningur. Fólk fer þangað sem vinnu er að hafa og undanfarna ára- tugi hefur vantað vinnu á lands- byggðinni. En það hefur auðvitað ekki skipt neinu máli því næga vinnu hefur verið að hafa á höfuðborgarsvæðinu. En ekki vilja allir búa á höfuð- borgarsvæðinu og margur þráast við. Enda hefur ríkisvaldið ávallt gefið það í skyn og jafnvel sagt beinum orðum að stefnan sé að halda byggð í landinu. Til að svo megi vera var ákveðið fyrir margt löngu að flytja opinber störf út á land. Eitthvað hefur þeim fjölgað en mest hefur þeim þó fjölgað í Reykjavík. Stóriðja er lausnin mikla. Fátt sýnir betur hve slæmt ástandið er orðið þegar fólk fagnar því eins og happdrættisvinningi að eiga mögu- leika á því að fá erlenda umhverfis- sóða í bakgarðinn hjá sér. Hátækni- sjúkrahús myndi sóma sér vel á Bakka við Húsavík svo ekki sé talað um Tónlistarhús. En þessir hlutir standa okkur ekki til boða. Einu sinni var útvistun mikið tískuorð. Hvarflar samt ekki að neinum að útvista læknisþjónustu þótt fullbúin sjúkrahús standi út um allt land. Ferðakostnaður? Lands- byggðarfólk má sækja allt til Reykjavíkur og talar enginn um ferðakostnað þá. Þótt ég sé ein af þeim sem vilja „eitthvað annað“ en álver þá líkar mér ekki að fólk sé dregið á asnaeyrunum. Var ein- hvern tíma einhver alvara á bak við þetta álver? Ég lít svo á að þegar Bakki við Húsavík var settur með í álvers- happdrættið þá hafi verið viður- kenndur sá alvarlegi vandi sem við er að etja í atvinnumálum á Norð- austurlandi. Þegar álver er slegið af verða að koma aðrar lausnir. Kaupfélagið er farið, kvótinn líka. Túnáburðurinn hefur hækkað óheyrilega og olían líka. Héraðs- blaðið okkar dó í síðustu viku og um áramótin fer sýslumaðurinn. Flóran okkar verður æ fátæklegri. Hæstvirtur forsætisráðherra. Þér hafið ekki stýrt þjóðarskútunni nema í tæpt ár og berið ekki per- sónulega ábyrgð á byggðamálum landsins. Ríkisvaldið ber hins vegar hér mikla sök og þér eruð nú í for- svari fyrir ríkisvaldið. Ríkisvald sem mótar nú stefnuna til fram- tíðar. Ég er ekki að biðja um ölmusu. Ég er að óska eftir sanngjarnri skiptingu. Þá þætti mér einnig gaman að fá að vita hvort einhver hafi fundið það út að hagkvæmast sé fyrir Ísland að allir búi á suðvesturhorninu? Á að leggja landsbyggðina niður? Það væri gott að vita það, við getum þá hætt þessu vonlitla streði. Eina framkvæmdin sem á að fara í á landsbyggðinni er stækkun flug- stöðvarinnar á Akureyri. Er það vel. Það er þá líka hægt að flytja okkur í stærri förmum suður. ÁSTA SVAVARSDÓTTIR, Hafralækjarskóla, 641 Húsavík. Á að leggja landsbyggðina niður? Frá Ástu Svavarsdóttur Í LANGAN tíma hafa glumið í eyrum og stungið í augun frá fjöl- miðlum fréttir um stór- an hóp manna er stundað hafa lygar og fjársvik sín í milli er skert hafa fjárhag margra saklausra borgara þessa lands. Hvernig getur slíkt gerst? Árið 1000 lögtók þingheimur á Þingvöllum nýja trú eftir ábendingu ásatrúarmannsins, Þorgeirs Ljósvetningagoða. Hann benti á að ekki mætti slíta lögin því þá yrði líka slitinn friðurinn. Hann hvatti þjóðina til að helga sig þessum trúarboðskap er hefði kærleikann að leiðarljósi til að leysa deilur en ekki vopn. Þetta var happ. Hér var um að ræða trúarboðskap, er var borinn uppi af guðsímynd, er lyfti mann- inum upp í átt til guðdómsins, upp úr hinum manngerðu hugmyndakerf- um. Orðin, sem Kristur flytur, eru leiðarlýsing, sem Guð vill að farið sé eftir. Við erum sköpuð í guðsmynd, höfum innra með okkur þann hljóð- nema, er numið getur þá vegsögn. Fermingarheitið er loforð um að nota hann. Umræddur hópur hefur brugðist og valið mammon. Horft niður í stað upp. Í þessari hættu erum við og verð- um, ef við ekki höldum fast við okkar lögteknu trú og notum hana til gagns eftir getu. Okkur ber þó að virða manngerð trúarkerfi eins og við virðum frumstæðar þjóðir, sem enn hafa ekki okkar menningarlega þroska og við viljum gjarnan að nái sér upp í báðum tilvikum. Ég geri ráð fyrir að þeir, sem or- sakað hafa fjárhagsvanda okkar, hafi unnið sitt fermingarheit, svarað spurningunni „Viltu leitast við af fremsta megni að hafa frelsara vorn Jesú Krist að leiðtoga lífs þíns?“ játandi. Það er ekki nóg að kunna þessa setningu. Það þarf líka að skilja hana og fara eftir henni. Munum að ferming- arheitið er loforð um að láta boðskap Krists móta lífsstefnu okkar og hafa Hann að fyr- irmynd. Leyfa Honum að móta persónuleika okkar svo að mannkost- irnir nýtist í sam- skiptum okkar við hvert annað í dag- legu lífi öllum til góðs. Okkur ber að hafna því neikvæða: yfirgangi, nú- tímarangindum: „eineltinu“, já öllu því, er skekkir persónuleika manns- ins gagnvart þeirri guðsímynd, sem hann er skapaður í. Það gefur glögga mynd af því hvernig rétt notkun trú- arinnar getur stækkað persónuleika mannsins og gert mannkostina virk- ari og viljann til þess líka. Við virðumst oft í vafa, hvort við þurfum á Guði að halda í okkar lífs- hlaupi. Við skiljum ekki nægjanlega gagnsemi trúarinnar. Látum skyn- semina tala: Ef ég stæði fyrir framan fimm manna fjölskyldu og spyrði föðurinn hvort hann gæti ábyrgst heilsu og hamingju hópsins allt lífið. Svarið yrði nei. Það getur enginn af eigin rammleik. Af því leiðir aðra spurn- ingu. Viltu ekki verða færari um það en þú ert? „Jú,“ yrði svarið. Þá er að finna leiðina til þess. Fara að for- dæmi Krists, nota bænina með fullu trausti til Guðs og reyna að ná til Hans. Eins og Kristur gerði við lækningar sínar, kraftaverk og í dag- legu lífi. Hin kristna trú stækkar manninn og lyftir honum hærra í guðlegt samfélag þar sem hann á sið- ferðilega heima. Einhver hluti þjóðarinnar hefur séð hvernig styrkur guðstrúarinnar getur stækkað manninn og bætt. Fyrir mörgum árum sagði mér ung stúlka utan af landi að hún hefði kynnst því í æsku að hluti safnaðar og prestur hefðu tekið sig saman og haldið bænamessu við burtför og komu sjómanna er stunduðu vertíðir þeim til blessunar og þakkarfagn- aðar. Ég fagnaði þessari frétt. Aftur á móti varð ég fyrir von- brigðum með mína litlu þjóð er ég frétti frá setningu síðasta alþingis, að örfáir þingmenn hefðu ekki fylgt þingheimi er hann mætti að gam- algróinni hefð í dómkirkjuna til að hlýða á messu og meðtaka bænir prests um Guðs blessun þingmönn- um til handa í lífi og störfum áður en þeir mættu í þingsal. Þar er sann- arlega þörf á að hver mæti með allri orku og varaforða, sem kostur er á. Ekki urðu þeir ofvirkir í störfum þings, sem höfnuðu blessun Guðs en sum þeirra tóku framförum er á leið. Ég vil biðja öllum þingheimi og rík- isstjórn farsældar og blessunar Guðs í vandasömum störfum fyrir land og þjóð. Ekki virðist blessun Guðs fylgja öllum jafnt þótt margir telji Hann elska alla þó ólíkir séu. Enda er það andstætt orðum Krists milli ræn- ingjanna á krossinum. Þeim, sem tók svari Hans bauð Kristur sæluvist með sér í paradís en yrti ekki á hinn er enga iðrun sýndi. Þeim, sem dæmdu Hann til krossfestingar gat Kristur ekki hjálpað. Þá vantaði iðr- unina. Hann reyndi: „Faðir fyrirgef þeim þeir vita ekki hvað þeir gjöra.“ Af þessu sjáum við að blessun Guðs er ekki sjálfgefin. Við þurfum að bera ábyrgð gerða okkar eftir fremsta megni eins og felst í ferm- ingarheitinu og harma öll mistök og reyna að bæta úr. Þá getum við vænst blessunar Guðs, laus frá ræningja eðli frá hægri og vinstri og með Krist í far- arbroddi. Hvað merkir okkar fermingarheit? Eftir Björn H. Jónsson »… blessun Guðs er ekki sjálfgefin. Við þurfum að bera ábyrgð á gerðum okkar eftir fremsta megni eins og felst í fermingarheitinu og harma öll mistök og reyna að bæta úr. Björn H. Jónsson Höfundur er fornbókasali. BRÉF TIL BLAÐSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.