Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 13

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 13
Etið af skilningstrénu - Verkir í fæðingu, upplifun kvenna og viðhorf Ijósmæðra Inngangur Isíðustu tölublöðum Ljósmœðrablaðsins hefur verið leitast við að birta verkefni unnin af Ijósmœðranemum. I verkefn- unum er fjallað um það sem tengist starfsvettvangi Ijósmæðra og hafa þau þvíýmist tengst meðgöngu, fœðingu eða sœngurlegu. Hugmynd að vinnu þessara verkefna kemur frá reynslu nemenda í klínísku starfi og beinast að því að skoða á gagnrýninn hátt þau viðfangs- efni sem Ijómæður þurfa að takast á við á sinu daglega starfi. í þessu tölublaði er á ferðinni verk- efni sem fjallar um verki í fœðingu. Verkir í fæðingu eru eitt aðalviðfangs- efni Ijósmœðra sem sinna fœðingarlijálp. Rannsóknir sýna að hrœðsla konu við að fœða barn er ekki síst tengd þeirri óvissu um hvernig henni muni takast að höndla verkina og hafa þannig stjórn á eigin fœðingu. Sársaukaupplifun er flókið jyribœri og jafnframt því að vera af líkamlegum toga er hún félags- og menningarbundin. Ljósmœður í klínísku starfi þurfa að skoða verki og verkja- meðferð í fæðingu frá víðu sjónarhorni og leita leiða til að mœta þörfum hverr- ar og einnar konu með aðferðum sem hafa hvað minnstar aukaverkanir fyrir móður og barn. Helga Gottfreðsdóttir lektor í Ijósmóðurfrœði. Inngangur Sumarið eftir fyrsta námsár mitt í hjúkrunarfræði, árið 2001, vann ég sem aðstoðarstúlka á fæðingagangi Landspítala-háskólasjúkrahúss. Þar að- stoðaði ég ljósmæður við fæðingar og varð vitni að rúmlega fimmtíu fæðing- um. Síðan þá hefur setið í mér upplifun mín af verkjum fæðandi kvenna og við- hrögðum ljósmæðranna við þeim. Annars vegar veitti ég því athygli hve mikill munur virtist vera á upp- Höfundur: Berglind Hálfdánsdóttir; nemi á I. ári í Ijósmóðurfræði við Háskóla slands lifun kvenna. Sumar þeirra tókust á við kollhríðarnar af nær ofurmannlegri yfir- vegun. Þótt andrúmsloftið væri magn- þrungið var það umfrain allt friðsamlegt og fallegt. Á meðan virtust aðrar konur staddar í hreinasta helvíti meðan þær fæddu barn sitt í heiminn. Óp þeirra voru örvæntingarfull og augnaráðið þrungið skelfingu. Hins vegar vöktu athygli mína við- brögð ljósmæðra við því hvernig konur tjáðu sig um verki. í flestum tilvik- um komu ljósmæður fram við konur af virðingu en þegar konur upplifðu mikla verki fannst mér framkoma ljósmæðra stundum einkennast af takmarkaðri þol- inmæði. Þá var jafnvel sussað hastarlega á konur og þær beðnar að stilla sig. Þetta óþol sumra ljósmæðra kom einnig í ljós í umræðum þeirra á milli þegar konumar heyrðu ekki til. Þá var talað um að þessi eða hin konan væri nú alger óhemja, eða að það væri nú óþarfi að vera með svona dónaskap og læti þó maður væri að fæða barn. Þetta virðingarleysi gagnvart upplif- un konunnar stakk mig. Ég man eftir að hafa hugsað með mér hvort þessar ljós- mæður hefðu einhverja hugmynd um hvemig konu líður þegar hún hegðar sér svona. Er kannski alltaf hætta á því að við berum fæðandi konur saman við minningar okkar um eigin fæðingar og að skilningur okkar takmarkist af eigin reynsluheimi? Efni þessarar greinar er valið í þeirri viðleitni að auka hlutleysi mitt og víðsýni gagnvart verkjum og upplifun af þeim i þeirri von að ég verði hæfari til að mæta konum fordómalaust þar sem þær eru staddar. Vonandi get ég í leiðinni sagt starfandi ljósmæðr- um eitthvað nýtt um verki í fæðingu. í greininni mun ég leitast við að skoða heimildir um; áhrif verkja á konur, við- horf til verkja fyrr og nú, áhrif erfða á endorfínframleiðslu, og hlutverk verkja í fæðingu. Áhrif verkja á móður og barn Verkir eru fyrst og fremst skilgreindir sem upplifun einstaklingsins. Þeir em flókið og margþætt fyrirbæri sem litast af sálrænum, líkamlegum, menningarlegum og félagslegum þáttum. Verkir fæðandi konu eru djúpstæð, persónuleg reynsla sem ógerlegt er að deila með öðrum að fullu (Bryant og Yerby, 2004; Mander, 1998). Ef reynt er að meta verki í fæðingu með spurningalistum og matsskölum, s.s. PRI (Pain Rating Index) eða MPQ (McGill Pain Questionnaire), kemur í ljós sláandi munur á verkjastigi kvenna, allt frá engum verkjum upp í óbærileg- an sársauka (Enkin o.fl., 2000; Trout, 2004). Athuganir sem þessar hafa komið fræðimönnum til að álykta að næmi ein- staklinga fyrir sársaukaáreiti sé misjafnt (Lowe, 2002). Á síðustu árum hafa þær ályktanir verið styrktar með rannsókn- um, eins og ijallað verður um síðar í greininni. Annað sem kemur í ljós við mat á verkjum í fæðingu er að meðaltal þeirra er mun meira en við nokkuð sjúkdóms- Ljósmæðrablaðið maí 2006 1 3

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.