Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 21

Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 21
Þegar spurt var um hrós kom oft löng þögn og undrunarsvipur þegar kennarar fóru að leita að því hver hrósaði þeim fyrir vel unnin störf. Flestir nefna að fáir eða engir hrósi þeim fyrir störf sín. Fram kemur að ef hrósað er komi það helst frá foreldrum og hrós frá samstarfsaðilum snýst aðallega um verkefni eða annan sýnilegan afrakstur. • Enginn, lítið um hrós. • Foreldrar og nemendur. • Samstarfsaðilar. Þessar niðurstöður finnst mér sláandi og í sannleika sagt ógnvænlegar. Fagleg svör- un á starf er ein mikilvægasta forsenda starfsþroska kennara og án hennar er hætta á kulnun mikil. Stuðningshringir kennara Hægt er að setja upp stuðningshringi kennara eins og ég les þá úr svörum þeirra. Segja má að fram komi að nálægð og traust skipti miklu máli fyrir kennara þegar þeir sækja sér stuðning. Þeir sækja fyrst til þeirra sem þeir þekkja og treysta. Samantekt Í hugum margra kennaranna felst stuðn- ingur fyrst og fremst í því að starfa með fólki sem þeim líkar við og þeir geta haft einlæg en fagleg samskipti við. Þeir segjast leita fyrst til samstarfsmanna eftir stuðningi í starfi. Þeir leita einnig samvinnu við aðra kennara og milli skóla sér til stuðnings. Þá skiptir máli að þekkja til viðkomandi og treysta fagmennsku og vinnubrögðum hans. Kennarar telja sig helst þurfa stuðn- ing við að koma til móts við sérþarfir ein- stakra nemenda og varðandi skipulag samkennslu. Þeir vilja hafa aðgang að sérfræðiþjónustu og fá ráðgjöf inn í skóla- stofuna. Aukin reynsla breytir eðli þarfa fyrir stuðning en minnkar þær ekki. Kennarar með lengri reynslu og meira nám nefna frekar stuðning fé- laga og stuðning inni í kennslustofu en aðrir. Kennarar finna sjálfir breytingarnar og gera sér grein fyrir að þeir vilji nú annað en áður. Námskeið og endur- menntun eru mikilvæg. Kennarar telja sig hafa farið á gagnleg námskeið en nefna að þörfin breytist með aldri og reynslu. Óskir koma fram um að námskeið- in séu á skólatíma og tengist starfinu inni í skólastofunni. Kennarar fámennra skóla finna sumir fyrir faglegri einangrun en aðr- ir alls ekki. Til að rjúfa þessa einangrun virðist skipta máli samstarf innan skóla, þróunarvinna skóla og að hafa verið í sam- vinnu við aðra skóla. Kennarar fá litla sem enga svörun á störf sín. Ef um svörun er að ræða kemur hún aðallega frá foreldrum og nemendum. Rannsóknin gefur til kynna að kennarar séu í upphafi kennslu óöruggir með störf sín og viti ekki hvaða stuðning þeir geti fengið né hvar þeir eigi að leita hans. Þrátt fyrir reynslu eru þeir áfram svolítið óör- uggir með störf sín og nefna að þeir hafi litla möguleika á viðmiðum vegna fæðar nemenda og almenns skorts á matstækjum. Svo virðist sem kennarar séu í óþarflega og óþægilega miklu tómarúmi við upphaf kennsluferils. Þeir þurfa að uppgötva sjálf- sagða hluti í tengslum við starf sitt, svo sem hvaða stuðning þeir geta fengið og jafnvel hvaða möguleika þeir hafa á endur- og sí- menntun. Í fámenna skólanum sem fram kemur í rannsókninni eru kennarar yfirleitt ánægð- ir. Þeir telja sig vera í notalegu umhverfi samkennara og nemenda. Þeim finnst fá- mennið og nálægðin oft góð, en þegar eitt- hvað bjátar á kemur fram að þetta er oft of lítið samfélag. Þá þurfa kennarar að leita út fyrir samfélag samkennaranna. Yngri kenn- arar með styttri starfsreynslu sem starfa í fámennum skóla finnst þeir frekar vera fag- lega og félagslega einangraðir og þeir eru í upphafi kennsluferils óöruggir gagnvart samkennslu árganga. Kennarar með langa kennslureynslu í fámennum skóla eru yfir- leitt frekar sáttir við starfið þar. Þrátt fyrir nálægðina sem kennarar nefna að sé í fámenna skólanum ræða þeir ekki um eða skoða starfið í kennslustofunni mikið. Þeir fá heldur ekki markvissa svörun á störf sín frá samstarfsmönnum. Starf kennara í fámennum skóla virðist vera að mestu einyrkjastarf þrátt fyrir notalegheitin og nálægðina í samkennarahópnum. Sú reynsla og þekking sem reyndir kennarar búa yfir, til dæmis varðandi samkennslu og þjónustu stuðningsaðila utan skólans, skilar sér ekki markvisst til nýrra kennara. Sérfræðiþjónusta skóla er samkvæmt þessari rannsókn mjög laustengd kennur- um og þeir hafa ekki glögga mynd af því hvaða stuðning hún getur veitt þeim annan en vegna sérþarfa einstakra nemenda. Kennarar hafa sumir í upphafi kennsluferils upplifað sérfræðiþjónustu skólanna og ann- an ytri stuðning sem ógn og eftirlit. Við nánari reynslu af ytri stuðningi líta þeir á hann sem mikilvægan og hann verður að vera fyrir hendi að þeirra mati en þeir nýta sér hann ekki mikið sem persónulegan stuðning í eigin þróun í starfi. Kennarar fámennra skóla þurfa að hafa möguleika á að vera í fagumhverfi þar sem þeir öðlast öryggi og finna til samkenndar. Stuðningur í starfi er meðal annars að vinna að því að skapa þær aðstæður í um- hverfi þeirra. Þeir þurfa sérstakan stuðning við upphaf kennslu. Hann þarf að koma frá reyndum kennurum sem miðla af reynslu sinni af kennslu og skipulagi við sam- kennslu árganga. Þóra Björk Jónsdóttir Ráðstefna, rannsókn 23 Rannsóknin gefur til kynna að kennarar séu í upphafi kennslu óörugg- ir með störf sín og viti ekki hvaða stuðning þeir geti fengið né hvar þeir eigi að leita hans. Þrátt fyrir reynslu eru þeir áfram svolítið óör- uggir með störf sín og nefna að þeir hafi litla möguleika á viðmiðum vegna fæðar nemenda og almenns skorts á matstækjum.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.