Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.02.2002, Blaðsíða 22
Frétt i r 25 Fjallað verður um sögulegan og stjórnmálalegan bakgrunn deilu Arabaríkja og Ísraels, þróun og einkenni þjóðernis- hyggju Palestínumanna, stöðu Araba í Ísrael, friðarumleitanir, uppreisnir Palestínumanna, stöðu kvenna í Palestínu og ágreining um Jerúsalem. Reynt verður að varpa ljósi á orsakir deilunnar og skýra hvers vegna hún virðist óleysanleg. Umsjón: Lilja Hjartardóttir stjórnmálafræðingur. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Reykjavíkurakademí- unnar, Hringbraut 121 (JL-húsinu), 4. hæð og stendur yfir í fjögur kvöld, 19. og 26. mars og 9. og 16. apríl, kl. 20-22. Nám- skeiðsgjald er kr. 9,500. Skráning í síma 562 8561. Námskeið í Reykjavíkurakademíunni: Deilur Ísraelsríkis og Palestínumanna Haustið 2000 undirritaðu menntamálaráðherrar Íslands og Danmerku, Björn Bjarnason og Margrethe Vestager, samning- ur um sérstakan stuðning við dönskukennslu á Íslandi. Sá hluti samningsins sem íslenska menntamálaráðuneytið fjármagnar eru fyrst og fremst endurmenntunarnámskeið fyrir grunn- og framhaldsskólakennara og námsefnisgerð í dönsku fyrir grunn- og framhaldsskóla. Síðastliðinn vetur auglýsti menntamálaráðuneytið eftir verkefnum á þessum sviðum og bárust 11 umsóknir. Unnt var að verða við 9 þeirra. Auglýst verður eftir umsóknum fyrir árið 2002 nú í mars. Búast má við að afgreiðslu umsókna verði lokið síðari hluta aprílmánaðar. Samstarfssamningur Dana og Íslendinga um sérstakan stuðning við dönskukennslu á Íslandi Dagana 29. júlí - 1. ágúst nk. verður 18. LMFK ráðstefnan hald- in í Tornio í Finnlandi. Þema ráðstefnunnar er: Lífið, ævintýri. Tengiliður Félags raungreinakennara við LMFK þingið er Sig- ríður J. Hannesdóttir, stærðfræðikennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Netfang Sigríðar er sjh@ismennt.is og hún veitir góðfúslega allar nánari upplýsingar. Einnig má benda á heimasíðu Félags raungreinakennara, http://fr.ismennt.is, þar sem er líka að finna upplýsingar um þessa spennandi ráð- stefnu og einnig um flugverð og möguleika á styrkjum. Nánar verður sagt frá ráðstefnu og ráðstefnustað í næsta tbl. Skóla- vörðunnar. Athugið að skráning á þingið rennur út í maí en huga þarf að flugi og gistingu mun fyrr. Norræn ráðstefna raungreinakennara í Tornio í Finnlandi Lífið, ævintýri

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.