Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1989næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 24.06.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.06.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B OG LESBOK 140. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mikil óvissa og ólga er í perúsku þjóðlífi og þessi mynd er kannski dæmigerð fyrir ástandið. í gær kom til átaka þegar læknar og heilsugæslustarfs- menn mfftntu á kröfur sínar en þeir hafa verið í verkfalli í þijár vikur. Þegar lögreglan ætlaði að fjarlægja einn mótmælendanna reyndi þingmaðurinn Tany Valeria, sem var við öllu búinn, að koma í veg fyrir það með því að beina byssu að lögreglumannin- um. Sjá „Vargas Llosa hættir..." á bls. 21. Þingmaður við öllu búinn Ráðstefna um mannréttindamál í París: Víggirðing Rúm- eníu ffaffnrýnd __ París. Reuter. Á RÁÐSTEFNU um mannréttindamál sem lauk í París í gær og íulltrú- ar 33 Evrópuríkja, Bandaríkjanna og Kanada sátu, kom fram mikil gagnrýni á Rúmena. Sovétmenn lýstu sig mótfallna því að Rúmenar girtu af landamæri sín með gaddavír, eins og Ungvenar halda fram að þeir hafi gert. Rúmenar neita því um sínum. Ungveijar segja að Rúmenar hafi reist 2,5 metra háa gaddavírsgirð- ingu og grafið skurði á landamærum ríkjanna. Talið er að það sé gert til að koma í veg fyrir að Rúmenar, einkum þeir sem eru af ungverskum ættum, flýi land. Sovétmenn tóku einnig undir gagnrýnina og segjast ekki myndu hafa sett upp slíka girð- ingu sjálfir. Sovéski fulltrúinn á ráð- stefnunni, Yuri Kashlev sendiherra, sagðist hafa trú á að vanþóknun Sovétmanna hefði verið komið á framfæri við rúmensk stjómvöld. Rúmenski fulltrúinn, Teodor Mel- escanu, sagði að allar ásakanir í garð Rúmena væru tilhæfulausar. Hann sagði fréttamönnum að honum hefðu ekki borist neinar upplýsingar um gaddavírsgirðingu á landamær- um Rúmeníu og neitaði því að þeim hefði verið lokað. hins vegar að hafa lokað landamær- Kashlev harmaði deilur milli Ung- veija og Rúmena, en bæði ríkin eru í Varsjárbandalaginu. Ungveijar saka Rúmenamm illa meðferð á ung- verskumælandi landsmönnum í tengslum við áætlanir um að jafna þúsundir smáþorpa við jörðu. Deilur Tyrkja og Búlgara vörpuðu nokkrum skugga á ráðstefnuna en tugþúsundir Búlgara af tyrkneskum ættum hafa flúið yfir til Tyrklands á síðustu vikum. Rúmenar, Búlgar- ar, Tékkar og Austur-Þjóðveijar hafa allir sætt gagnrýni vestrænna ráðstefnugesta fyrir mannréttinda- brot en Ungveijar, Pólveijar og Sov- étmenn voru hins vegar lofaðir fyrir umbætur í átt til aukins frelsis. Ráðstefnunni lauk án þess að nokkur samþykkt væri gerð. Sjá „Eymdin í ríki Ceausescus..“ á bls. 21. Ovænt taugaveiklun á æðstu stöðum í Kína: Stj órnvöld í viðbragðsstöðu vegna nýrra andófsaðgerða Peking, London, Washington. Reuter og Daily Telegraph. KÍNVERSK stjórnvöld gáfti í gær út áríðandi tilkynningu um að ekki væri enn öll andspyrna í landinu niður kveðin. Þar voru yfírvöld um allt land hvött til hertra aðgerða gegn litlum hópi andófsmanna sem neitaði að gefast upp. Gefið var í skyn að skemmdarverk hefðu verið unnin í herbúðum Alþýðuhersins. í óvenjulegri tilkynningu frá ríkis- stjóm Kína sagði að yfirvöld um allt land yrðu að veija „menningarverð- mæti“ landsins af öllum mætti. Að öllu jöfnu hefði slík tilkynning komið frá menningarmálaráðuneyti lands- ins. Fulivíst þykir að með menningar- verðmætum sé átt við gömul hof í Peking og víðar þar sem herdeildir Alþýðuhersins hafast við. Frétta- skýrendur gátu sér þess til í gær að andófsmenn hefðu ráðist á gamlar byggingar bæði til að angra herinn og vekja grun um að hann væri vald- ur að tjóni á ómetanlegum menning- arverðmætum. Flest benti til þess í gær að hafinn væri í Peking fundur 175 manna miðstjómar kínverska kommúnista- flokksins þar sem tekin yrði ákvörð- un um arftaka Zhao Ziyangs flokks- leiðtoga sem settur var af fyrir skömmu. Erlendir stjómarerindrekar og stjórnmálaskýrendur töldu harka- lega ritaða forystugrein í anda harðlínumanna, sem birtist í flokks- málgagninu, Dagblaði alþýðunnar, og afar óljósar fréttir í sjónvarpi staðfesta að fundurinn væri að hefj- ast eða þegar hafinn. í sjónvarpinu voru ekki sýndar hefðbundnar myndir af helstu leið- togum lándsins í fréttatímum. Orð- rómur er á kreiki um að stjórn- málaráðið, valdamesta stofnun ríkis- ins, hafí þegar haldið langan fund. Tveir aðalritsjórar Dagblaðs alþýð- unnar hafa vikið fyrir harðlínumönn- um, annar var áður yfírmaður áróð- ursdeildar hersins. Að sögn voru rit- stjóramir reknir vegna þess að blað- ið birti í maí greinar sem nota mátti til að gagnrýna setningu herlaga vegna aðgerða lýðræðissinna. Dag- blað alþýðunnar sagði að hugmynda- fræðileg barátta hefði verið vanrækt lengi í Kína og jafnvel litið á hana sem brandara þegar stjórnvöld ein- beittu sér að því að byggja upp efna- haginn. Öll foiystugrein blaðsins bar þess merki að bókstafstrúarmaður í marxistafræðum hafði haldið á penna. „Það er tilhneiging til þess víða um heim að kommúnistaríki láti stefnuna lönd og leið og gerist kapí- talistaríki svo að einokunarauðvaldið geti náð yfírráðum í þeim. Við mun- um beijast gegn öllu slíku. Gemm við það ekki mun Kína aftur verða fótaþurrka hins alþjóðlega auð- valds,“ sagði í greininni. Áróður stjómvalda hefur undanfamar vikur beinst mjög gegn „gagnbyltingars- innum" og „bullum" er hafi átt sök á andófí stúdenta og verkamanna. Kosningabaráttan að hefjast í Noregi: Borgaraflokkarnir líta á Fram- faraflokkinn sem höfuðóvininn Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. Borgaraflokkamir þrír, Hægriflokkurinn, Miðflokkurinn og Kristilegi þjóðarflokkurinn, eru tilbúnir til að mynda stjórn sam- an að loknum þingkosningunum á hausti komanda og verður ekki annað sagt en að það komi nokkuð á óvart. Allt síðan fyrri stjóm borgaralegu flokkanna sprakk árið 1985 hafa þeir verið á önd- verðum meiði í mörgum mikil- vægum málum en _________________ nú hafa þeir lagt „ ,, „ fram yfirlýsingu í Caril.Hagen 22 liðum þar sem sameiginleg stefnumál þeirra eru tíunduð. Yfirlýsingin er raunar svo almennt orðuð, að talsmenn allra flokka, jafnt til vinstri sem hægri við borgaraflokkana, segj- ast geta skrifað undir allt, sem þar stendur, og það hefur einnig komið fram, að borgaraflokkamir ætla ekki að ræða um eiginlegan samstarfssáttmála fyrr en eftir kosningar. Það veit því í raun enginn hvaða stjórn tekur við, aðeins að hún verður næstum ör- ugglega minnihlutastjóm. Höfuðverkur borgaraflokkanna er Framfaraflokkurinn og for- maður hans, Carl I. Hagen, en í fyrra varð það mörgum mikið áfall þegar flokkurinn komst vel yfir 20% í skoðanakönnunum. Nú mælist fylgið aðeins undir 20% en Framfaraflokkurinn leggur mikla áherslu á að komast fram úr Hægriflokknum og verða um leið stærstur borgaraflokkanna. Vandinn er bara sá, að borgara- flokkarnir vílja ekkert af Fram- faraflokknum vita og þeir hafa lengi reynt að þegja hann í hel. Það bar þó engan árangur og því hafa borgaraflokkarnir söðlað al- 'Vég um — Framfaraflokkurinn á nú að verða höfuðóvinurinn. . Reuter Chris George ásamt eiginkonu sinni í gær. Gazasvæðið: Gísl sleppt heílum á húfi Gazasvæðinu. Reuter. Mannræningjar úr röðum Pal- estínumanna létu Chris George, framkvæmdastjóra banda- rískrar barnahjálpar, lausan 1 gær en þeir höfðu rænt honum á fimmtudag og hótað að sleppa honum ekki fyrr en ísraelar hefðu látið lausa palestínska fanga sem hnepptir hefðu verið í fangelsi í uppþotum á her- numdu svæðunum. Bandarískir embættismenn sögðu að George hefði verið við góða heilsu og ekki sakað neitt meðan hann var í höndum mann- ræningja undir forystu Mohameds Ahmeds Abu Nassers. Nasser þessi var látinn laus úr fangelsi í ísrael árið 1985. Að sögn heimildar- manna meðal Palestínumanna var hann rekinn úr skæruliðasamtök- unum PFLP vegna bágrar geð- heilsu. George er fyrsti útlendingurinn sem rænt er á hernumdu svæðun- um frá því uppþot Palestínumanna hófst þar fyrir hálfu öðru ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 140. tölublað (24.06.1989)
https://timarit.is/issue/122592

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

140. tölublað (24.06.1989)

Aðgerðir: