Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 6
6 T f M I N N Einstæð em ek orðin — birkihrísla í Botni í Dýrafirði. að víða finnast fauskar í jörðu, þar sem nú eru blautar mýrar. Það þarf heldur ekki að undra þann, sem veit skil á þessum hlutum. Það er sem sé staðreynd, að skóg- urinn þurrkar landið, svo að hans vegna verður þurrt, þár sem ella væru mýrar. Því er það, að víða eru nú mýrar, þar sem áður var þurrt skóglendi. Rökin fyrir máli Ara fróða, að því er tekur til Vestfjarða, eru þessi: Það finn- ast viða skógarminjar í jörðu. Það finnast víðs vegar, og þ. á. m. i gróðurlitlum hlíð- um,1 gamlar kolagrafir. Fornir máldagar og matsgjörðir geta um skógarítök og eldi- viðartöku á ýmsum stöðum, sem nú • eru með öllu skóglausir. Örnefni á skóglausu landi, og jafnvel örfoka, benda til skóg- argróðurs í.ríkum mæli. Þetta allt eru full- gild rök og ógilda ummæli þeirra, sem með hvatvíslegri vantrú vilja ómerkja orð Ara fróða. Hitt er svo annað mál, að hér verður ekki mælt á móti þeirri skoðun skógfræð- inga, að vestfirzka björkin sé í eðli sínu lágvaxin og kræklótt. Það má vel vera, og úr því sker réynslan á komandi tímum. íjí íjí íjí • Saga skóganna á Vestfjörðum er í aðal- dráttum samhljóða því, sem gerðist í öðr- um héruðum. Þjóðin stóð svo tæpt í lífs- baráttunni, að hún hlífði engu, sem hönd á festi. Skógurinn var varasjóður, sem langsoltin þjóðin lifði á, þegar annað brást. Eins og annars staðar gekk skógurinn fyrst til þurrðar, þar sem byggðin var þéttust og þar sem hann var stórvaxnastur og mest eftirsóttur. Löngu er nú svo komið, að ekki er eftir skógur nema í sumum fjarðarbotnum, þar sem heldur er afskekkt og út úr. Gengur á ýmsu með verndun þeirra skógarleifa hin síðustu ár. Sums staðar eru þær í greinilegri framför, en annars staðar mun þeim heldur hraka. En það eru orðin þáttaskil í þessari sögu. Kafli ræktunar, landnáms og nýrra sigra ennþá. Þáð helzta, sem unnizt hefir, er að vekja m.enn, gefa þeim trúna og benda er hafinn, þó að skammt sé á veg komið þeim á það, sem framundan liggur og verður að nást. Eins og á fleiri sviðum ber sr. Sigtrygg Guðlaugsson á Núpi hærra öðrum mönnum, þegar skyggnzt er um þessi mál. Hann kom að Núpi 1905. Kristinn bróðir hans var þá fyrir nokrru tekinn að búa á Núpi og átti það mestan þátt í því, að sr. Sigtryggur sótti um Dýrafj arðarþiríg og flutti vestur, því að með þeim bræðrum hefir jafnan verið hin kærsta vinátta. Sr. Sigtryggur byrjaði þegar í stað ræktunar- störf á Núpi. Garður hans, Skrúður, sem löngu er orðinn þjóðkunnur, má heita jafn- gamall prestsskap hans vestra. Þá var reyns!a og kunnátta manna í trjárækt hér á landi minni og fátæklegri en nú. En það er skemmst frá að segja, að Skrúður varð brátt hinn fegursti reitur, svo sem hann er enn, og þarf það engan að undra, sem þekkir nákvæmni sr. Sigrtyggs og sam- vizkusemi. En ekki sæmir að nefna Skrúð á þennan hátt, án þess að geta jafnframt konu sr. Sigtryggs, Hjaltlínu Guðjónsdótt- ur, sem vei;ið hefir manni sinum mjög samhent í því, að gera Skrúð það, sem hann er: Verða aldrei taldar saman né metnar þær stundir, sem þau hjón hafa varið til verka í Skrúð, til að gleðjast yfir gróðri lífsins og fögrum vexti í hrjóstrugri hlíðinni. Því síður verða metin þau áhrif, sem þau hafa haft á nágrenni sitt með garðinum. Margur hefir sótt sér þangað ör- ugga trú á þann göfuga mátt og lífskraft, sem íslenzka moldin geymir. Þangað höf- um við sótt okkur andlega næringu í gleð- ina af að sjá þá fögru þróun og vöxt, er víða getur orðið, ef vilji er til að hjálpa og stuðla að því. Þaðan höfum við farið betri menn, því að trúin á framtíð íslands og viljinn að verða.til góðs styrkist jafnan á slíkum stöðum. Slíkar mannbætur verða aldrei metnar, og sízt til fjár, en þetta er sú blessun, sem hvarvetna fylgir drengilegu dæmi. Það er um Skrúð líkt og hringinn Draupni forðum daga. Vegna hans hafa orðið til margir reitir aðrir, ,þó að flestir séu smærri og ómerkari. Ekki verður hér farið í neina frekari upptalningu, en þess eins getið, að nú hafa sundraðir og dreifðir kraftar sameinast í eina heild i Skógrækt- arfélagi Vestur-ísfirðinga. * :!: Eins og annars staðar var yfirleitt smátt um ræktunarframkvæmdir á Vestfjörðum lengi fram eftir. Þó má geta þess, að er sr. Þorvaldur Böðvarss. var i Holti í Önundar- firði um 1820, hafði hann vekjandi áhrif í garðrækt. Komu þá víða upp matjurta- garðar þar i sveit og þó að fljótlega dofn- aði yíjir aftur, mun þó þessarar vakningar hafa gætt alla tíð. En það er ekki fyrri en á síðustu tugum 19. aldar, sem eitthvað fer að breytast til muna, og raunverulegar jarðabætur hefjast. Hygg ég, að segja megi um þá hluti svipaða sögu og í öðrum hér- uðum yfirleitt. Þó skal ég segja það hér sérstaklega að öll árin 1932—1942 var ræktað korn á Læk í Dýrafirði og náði það alltaf fullum þroska þau ár. Þessi tilraun var gerð án allra Garðurinn Skrúður. Brœöurnir, Sigtryggur og Kristinn, standa i garðinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.