Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 15
T f M I N N
15
kjól.... Hárið mikið og dökkt var úfið og
ógreitt yfir fölu enninu, augun, stór og
gljáandi, stálgrá augu, virtust ætla að
springa út úr höfðinu, munnurinn stóð
hálfopinn, varirnar bláar og tungubrodd-
urinn sást koma út á milli tannanna. —
Um hálsinn var bundið eitthvað, sem likt-
ist bláleitum silkiklút ....
Ég þekkti á augabragði þessa afskræmdu
mynd — þetta var engin önnur en stúlkan,
sem hafði talað við mig á St. Annæ-Plads
kvöldið, þegar ég fór frá Kaupmannahöfn!
Og nú var skyndilega eins og fjötur félli
af mér. Ég gat hreyft mig — rak upp ógur-
legt org og hentist fram úr rúminu — lá
á gólfinu og rak upp hvert hljóðið eftir
annað í skepnulegri hræðslu, blandaðri
fögnuði — eins konar sigurhrósi — yfir að
geta hljóðaö.... Og sýnin var horfin.
Bráðlega gat ég náð valdi yfir sjálfum
mér aftur og stillt mig. Ég brölti á fætur,
fálmaði eftir slökkvaranum og kveikti. Mér
varð litið á úrið mitt á náttborðinu —
klukkan var tæplega hálf eitt.
Ég var mjög óstyrkur og ákaflega skömm-
ustulegur, því að ég varð þess orátt var,
að ég hafði með óhljóðunum komið öllum
í húsinu á kreik. Ég heyrði hurðir opnast
og lokast. Fólk kom út á ganginn og hratt
fótatak heyrðist upp stigann. Rétt á eftir
var hurðin rifin upp og gestgjafinn sjálfur
stóð í gættinni á nærbuxunum. Hann var
auðsjáanlega með öndina í hálsinum, en
varð hughægra, þegar hann sá, að ég var
á fótum. — Ég reyndi að afsaka mig eins
vel og ég gat, sagði að þetta kæmi stundum
fyrir, að ég fengi svona martröð. Hann
hljóp niður, sótti kamfórudropa, dreif þá
í mig og gekk ekki frá fyrr en ég var
lagztur út af aftur.
Auðvitað bjóst ég ekki við að mér mundi
verða svefnsamt eftir þetta um nóttina,
en hvernig sem á því stóð, þá hafði gest-
gjafinn naumast lokað dyrunum á eftir
sér, áður en ég var sofnaður og svaf vært
og draumlaust fram á morgun.
III.
Það var þegar liðið á morguninn, er ég
kom niður í veitingastofuna. En þar sem
ég varð að bíða í borginni fram undir mið-
nætti, var ég ekkert að* flýta mér. Þarna
inni var aðeins fátt manna um þetta leyti,
og menn komu og fóru eins og gengur og
gerist. Ég settist við borð og lét færa mér
kaffi, og meðan ég var að drekka það, virti
ég fyrir mér menn, sem komu inn eða fóru
út — ekki vegna þess, að ég hefði neinn
. sérstakan áhuga fyrir þeim, heldur af því
að ég hafði ekkert annað fyrir stafni:
Þó undarlegt megi virðast, hugsaði ég
ekkert um það, sem fyrir mig hafði borið
um nóttina. Það var einhvern veginn sokk-
ið að mestu leyti niður í djúp undirvit-
undarinnar, alit þangað til gestgjafinn
kom að borðinu til mín og spurði um líðan
mína.
Gestgjafinn var auðsjáanlega kátur karl.
Hann kímdi, þegar hann spurði, og ég
sá, að hann mundi ekkert hafa á móti því
að ræða dálítið við mig um uppþot það,
er ég hafði orðið valdur að um nóttina, og
jafnvel að fá sér góðan hlátur að öllu sam-
an — á minn kostnað. En þegar ég tók
ekkert undir það, sló hann út í aðra sálma
— fór að spyrja mig, hvort ég ætlaði að
dvelja lengi í borginni, og er hann heyrði,
að ég ætlaði aðeins að vera þar um daginn,
lét hann sér annt um að fræða mig um
það, sem þar væri helzt að skoða, og þótti
mér vænt um það, því að það mundi hjálpa
mér til þess að eyða deginum án allt of
mikilla leiðinda. — Svo fór hann aftur að
sinna störfum sínum.
Rétt á eftir varð mér litið til dyranna.
Það var einhver að fara út. Þá þóttist ég
sjá eins og óljóst mótaði fyrir einhverju
í skugganum bak við hurðina. — Og á
næsta augabragði sá ég aftur sömu óhugn-
anlegu myndina, sem borið hafði fyrir mig
um nóttina. Það var þó aðeins í svip —
næstum eins og leiftur. Svo var hún horfin.
Mér varð fyrst æði hverft við. En svo
varð ég gramur, og ég held næstum því,
að ég hafi blótað í hljóði. — Það væri
þokkalegt, hugsaði ég, ef svona ofsjónir
ætluðu að fara að elta mig — því auðvitað
gat þetta ekkert annað verið en ofsjónir
og einber ímyndun — og ég hafði aldrei
orðið fyrir neinu slíku áður.
í sama bili opnuðust dyrnar og inn kom
maður, sem ég gat ekki annað en veitt
sérstaka athygli sökum útlits hans: Það
var ungur maður, á að gizka um þrítugt —
eða kannske rúmlega það — tæplega með-
almaður á hæð og þrekinn, fremur lag-
legur í sjón, en ógnarlega ræfilslegur í út-
liti. Ekki svo að skilja, að hann væri tötra-
lega klæddur, þvert á móti: fötin voru ný-
leg að sjá en svo kryppluð og illa tilhöfð,
eins og hann hefði ekki afklætt sig sólar-
hringum saman. Hálslín og skyrtubrjóst
hafði verið stífað, en var nú grútóhreint
og bögglað. Sama var að segja um svarta
harða hattinn, sem hann hafði á höfðinu,
hann var allur með dældum og brotum.
Maðurinn hafði auðsjáanlega ekki rakað
sig í fleiri daga — andlitið var gráfölt og
guggið, svipurinn meinleysislegur, jafnvel
góðmannlegur, en um leið eins og fullur
örvilnunar — og augun voru rauð og blóð-
hlaupin, augnaráðið hvimandi og flótta-
legt.
Maðurinn stóð litla hríð hreyfingarlaus
við dyrnar, eins og hann væri að átta sig á,
hvort hann ætti að áræða að halda lengra.
Honum leið auðsj áanlega illa. Ef til vill var
hann veikur, hugsaði ég og fylgdi honum
ósjálfrátt með augunum, þegar hann loks-
ins gekk frá dyrunum og settist við autt
borð rétt andspænis mér. Ég sá, að hann
reikaði í spori. Þó virtist hann ekki vera
ölvaður. Hann líktist, virtist mér, miklu
fremur manni, sem vaknar upp af svefni
eftir langvarandi ofurölvun.
Veitingaþjónninn kom að borðinu til
hans. Ég heyrði ekki, hvað þeim fór á milli,
en rétt á eftir var honum fært kaffi og
koníak.
Ég tók upp dagblað, sem lá skammt frá
mér og fór að líta í jþað. Rétt á eftir var
komið við olnbogann á mér. Ég leit upp
og sá hinn nýja gest standa við hliðina
á mér. Hann hafði lokið við kaffið sitt, og
ég sá nú, að við vorum tveir einir eftir í
stofunni.
— Afsakið — stamaði hann lágt og var
skjálfraddaður — afsakið....
Ég sá, að maðurinn titraði allur á bein-
unum og flýtti mér að draga fram stól
handa honum.
— Já, hvíslaði hann um leið og hann
settist þyngslalega, eða öllu heldur lypp-
aðist niður á stólinn — afsakið... aðeins
augnablik ... já, ef ég má tylla mér hérna
við borðið yðar.... aðeins augnablik ..:.
Svo benti hann á blaðið, sem ég var með
í hendinni. Er þetta blað frá því í morgun?
hvislaði hann.
— Nei, svaraði ég. Ég hefi ekki séð neitt
blað hérna inni frá því í morgun. En ef
til vill gæti þjónninn....
— Nei, nei, greip hann fram í með eins
konar hryllingslegri áfergju. — Nei — enga
fyrirhöfn vegna þess .. ,Mig langaði aðeins
til að spyrja yður, hvort ekki muni ganga
skip héðan í áætlunarferðir til Noregs.
Ég hugsaði mig um.
— Jú, ekki man ég betur, svaraði ég. En
þér skuluð spyrja þjóninn.
Hann laut að mér, og ég fann nú sterk-
an áfengisþef leggja af vitum hans.
— Þér vilduð nú ekki gera mér greiða ...
eiginlega ákaflega mikinn greiða ... svona
bráðókunnugum manni. — Hann virtist
eiga örðugt með að koma orðunum út úr
sér. Ég horfði þegjandi á hann og beið
átekta.
— Það er, ef þér vilduð nú komast eftir
þessu fyrir mig.... þessu með ferð til
Noregs, bætti hann við.
Ég stóð upp og náði í þjóninn. Hann gat
gefið mér þær upplýsingar. að skipið ætti
að fara til Kristianssands eftir tvo daga.
Ég fór aftur að borði mínu og sagði gest-
inum þetta. Það virtist koma mjög illa við
hann, og hann titraði nú meira en nokkru
sinni áður.
— Eftir tvo, daga, tautaði hann, ekki fyrr
en eftir tvo daga.... Bara það verði ekki
of seint.
Hann sat hljóður um stund. Ég var að
hugsa um að standa upp og fara, en kunni
einhvern veginn ekki við að yfirgefa hann
svona.
— Það er nú hreinasta skömm að því
að níðast á yður, sem ég hefi aldrei séð
fyrr, stamaði hinn nýi kunningi minn,
þegar hann virtist vera farinn að jafna sig.
En þér vilduð nú ekki gera mér annan
greiða: að panta fyrir mig herbergi hérna,
þangað til skipið fer til Noregs... Ég þarf
að fá það strax... Mér er illt... Ég þarf
að leggjast fyrir nokkra stund.
— Það held ég, að þér segið alveg satt,
svaraði ég, um leið og ég stóð upp og fór
fram fyrir til þess að verða við ósk manns-
ins. Þegar ýg kom aftur, sagði hann:
— Ég skal segja yður ... ég verð að kom-
ast til Noregs... Ég er sjómaður og er ráð-
inn þar á skip ... til siglinga.
Ég virti manninn fyrir mér, og satt að
segja kom mér hann þannig fyrir sjónir.
að hann gæti eiginlega verið allt annað
fremur en einmitt sjómaður — einkum litu
hendur hans þannig út, að það var erfitt
að hugsa sér, að hann hefði oft snert á
erfiðum verkum. En það var mál, sem mér
kom ekkert við, svo að mér datt ekki í
hug að fara að rengja hann.
Gestgjafinn kom nú inn með gestabók-
ina og lagði hana á borðið fyrir framan
gestinn.
— Það er allt í lagi með herbergi handa
yður, herra, sagði hann. Það getur orðið
tilbúið eftir svo sem hálftíma. — Viljið
þér skrifa nafnið yðar hérna. herra?
Gesturinn leit upp með trufluðu angist-
araugnaráði.
— Þökk — kærar þakkir, tautaði hann.
— En þarf ég nokkuð að skrifa?
— Já, herra, okkur er það fyrirskipað,
svaraði gestgjafinn.
— Æ, hvíslaði vesalings maðurinn — æ
— ég — ég get ekki skrifað. Ég — ég — er
svo skjálfhentur. — Gestgjafinn horfði á
hann og mér duldist ekki, að það var með
talsverðri tortryggni. Svo sneri hann sér
að mér.
1 — Kannske þér viljið skrifa nafnið hans,
herra? Það er nú ekki alveg samkvæmt
reglunum. En við látum það svo vera.
— Hvaða nafn á ég að skrifa? spurði ég
um leið og ég tók bókina og pennann, sem
gestgjafinn rétti mér. Maðurinn virtist
hugsa sig um.
— Skrifið þér, sagði hann svo — skrifið: