Tíminn - 23.12.1945, Síða 22
22
T f M I N N
Þegar blaðamaðiirinn heimsótti mig
Smásaga eftir Mark Twain
„Gerið þér svo vel að fá yður sæti“, sagði
ég við þennan unga, áfjáða spjátrung. —
Hann sagðist vera blaðamaður. við „Þrum-
una.“
„Ég gefi vonandi ekki ónæði? Mig lang-
aði til að intervjúa yður.“
„Yður langaði til að ....?“
„Intervjúa yður.“
„Ó, einmitt það. Já, jú, það er nú svo sem
sjálfsagt.“
Ég er hræddur um, að ég hafi ekki verið
vel upplagður þennan morgun. Eitthvað
treggáfaður og skilningssljór. Ég var búinn
að standa í fimm, sex mínútur við bóka-
skápinn minn, en neyddist þá til að leita
aðstoðar unga mannsins.
„Hvernig stafið þérþað?“ spurði ég.
„Stafa? Hvað?“
„Intervjúa?“
„Guð komi til, — til hvers viljið þér stafa
það?“
„Ég vil ekki stafa það. Ég ætla bara að
sjá, hvað það þýðir.“
„Hvað það þýðir? — Þessu bjóst ég ekki
við, það v§rð ég að segja. En ég skal gjarn-
an segja yður það, ef þér ....“
„Það er ágætt! Það er fyrirtak! Þakka
hjartanlega."
„I n gerir in, t e r gerir ter, inter .....“
„Ójá, — svo þér stafið það með i.“
„Já, auðvitað.“
„Það var það, sem gerði, að ég var svona
lengi.“
„En, kæri herra Mark Twain, hvernig I
ósköpunum höfðuð þér hugsað yður að
stafa það?“
„Ja, — ég veit það varla. Ég hugði að því
i stóru alfræðabókinni hérna og þvældi í
seinasta bindinu til að vita hvort ég fyndi
það ekki í myndunum. En þetta er nú líka
mjög gömul útgáfa.“
„Góði maður. Þér hefðuð aldrei fundið
neina mynd af því. Og þér hefðuð heldur
aldrei fundið það í e-unum, eins og þér
virðist hafa búizt við. Yður má ekki þykja
við mig, — ég vil alls ekki móðga yður hið
minnsta, en þér virðist reyndar varla vera
eins skarpskyggn og ég hafði búizt við.
Þér reiðist vonandi ekki?“
„Reiðist, — nei, hvernig getur yður dottið
það í hug? Ég hef, svei mér, nógu oft fengið
að heyra það, og það hjá vinum mínum og
óvinum. Vinir mínir gera oft gaman að
því.“
„Já, það get ég vel skilið. Nú, það var þá
þetta intervjú. — Þér vitið víst, að það er
algengt nú á tímum að intervjúa fræga
menn?“
„Nei, er það satt? Það hefi ég aldrei heyrt
fyrri. Það hlýtur að vera mjög ánægjulegt.
Hvað gera menn svo með það? Hvernig
gera menn það?“
„Hvað menn gera með það? Hvernig
menn gera það? Púh!“ — Ungi maðurinn
þurrkaði svitann af enninu á sér. —
„Stundum veitti ekki af að gera það með
duglegum vendi, en venjan er sú, að frétta-
ritarinn spyr sinna spurninga og sá, sem
intervjúaður er, svarar þeim. Það er hæst-
móðins nú á tímum. Þess vegna vilði ég,
með yðar leyfi, mega bera fram nokkrar
spurningar. Þeim verður hagað þannig, að
úr svörum yðar megi fá aðaldrættina úr
lífi yðar, bæði sem rithöfundar og privat-
manns.“
„Með mestu ánægju. Að vísu hefi ég, þvi
miður, hálfslæmt pjinni, en það gerir
kannske ekkert til? ÞaÖ er annars mjög
einkennilegt, minnið mitt. Þáð tekur svo
skrítin stökk. Stundum þýtur það af stað
eins og elding, en stundum þarf það hálf-
an mánuð til að komast fram úr einum
smáatburði. Það er mjög óþægilegt fyrir
mig.“
„Það gengur sjálfsagt ágætlega, ef þér
aðeins viljið vera svo vænn að reyna svo-
lítið á yður.“
„Það skal ég gera. Ég skal leggja mig
allan fram.“
„Kærar þakkir. Eruð þér þá tilbúinn að
byrja?“
„Ég er tilbúinn."
„Jæja, þá byrjum við. Hvað eruð þér
gamall?“
„Ég varð nítján ára um Jónsmessuleytið.“
„Það var meira. Ég hefði álitið yður
svona þrjátíu og fimm — sex ára. Hvar
eruð þér fæddur?“
„í Missouri.“
Kaupfélag Suður-Borgfirðinga
Akranesi
Heiðruðu viðskiptamenn!
Leiðin til hagkvæmra viðskipta liggur í kaupfélagið.
Það sannar hinn öri vöxtur pess undanfarin ár.
Skiptið pví við kaupfélagið. Með pví rennur verzlun-
arhagnaðurinn til yðar sjálfra.
Tekjuafgangurinn síðastliðið ár var 11%.
i ^
GLEÐILEG JÓL. — FARSÆLT KOMAHDI ÁR.
Þöhk fyrir viðshiptin á því liðna.