Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 2
2 JOLABLAÐ TIMANS 194 7 SELMA LAGERLDF: cjCetriÁ d jsörÉinni Hórseka konan hafði fengið dóm sinn. Hún vissi, að hún átti að deyja. Þeir, sem höfðu komið að henni, — staðið hana bein- línis að brotinu, höfðu dregið hana með sér í musterið, leitt hana þar fyrir prestana og fræðimennina, og þeir höfðu lýst því yfir, að samkvæmt lögmáli Móses ætti að grýta hana. Þetta var aumkvunarverð, vesöl mann- eskja. Hún stóð frammi fyrir dómurum sínum í slitnum klæðum og rifnum, með bláa bletti eftir högg og hnask, lömuð af hræðslu og skelfingu. Hún gerði enga til- raun til að afsaka sig, en tók hlutskipti sinu með fullkominni þögn. Hún veitti heldur enga mótspyrnu, þegar mennirnir, sem höfðu komið með hana upp í helgidóminn, drógu hana með sér, þangað, sem hún átti að flytjast, þegar dómurinn var fallinn. En þó að hún virtist svona niðurbrotin, ólgaði sál hennar af reiði og hatri. Hún fann ekki til iðrunar. Maður hennar hafði verið henni vondur, barið hana, látið hana strita og þræla og aldrei ávarpað hana vin- gjarnlega. Honum var hún ekki skyldug um neina tryggð. Grannkonur hennar, sem vissu hvað hún hafði átt við að búa, undr- uðust það, að allt til þessa hafði hún ver- ið þolinmóð og undirgefin og aldrei reynt að gjalda illt með illu. Skyndilega rak hún upp óp, hátt og sker- andi, og spyrnti fótum. Henni hafði skilizt hvert verið var að fara með hana. Strax í bernsku hafði hún heyrt því hvíslað, að í musterinu í Jerúsalem væri hræðilegur staður, Þar sem enginn kæmi ótilneyddur. Það var þröngur ferhyrndur garður, með svörtu moldargólfi, luktur múrum og steinveggjum. Þar voru engin fórnaraltari, engin dúfnabúr, engin borð, þar sem vixlarar sátu og vógu og reiknuðu, heldur einungis hrúga ein mikil af venju- legu grjóti, steinar, eins og alls staðar lágu úti á víðavangi, — gráhvítir steinar á stærð við mannshöfuð. Hún hafði aldrei séð þann stað, en nú, þegar viðum dyrum var lokið upp frammi fyrir henni og hún sá allt í einu rúst af gráhvítu grjóti framundan, vissi hún hvar hún var. Alltaf hafði hana hryllt við, þegar hún hafði áður heyrt talað um auða garðinn með steinarústinni, þar sem konur þær, sem hent hafði hjúskaparbrot, áttu að frið- þægja fyrir synd sína samkvæmt lögmáli Móses. Þessi garður hafði henni fundizt óttalegri en Gehenna, og nú átti hún að færast þangað sjálf. En hvað stoðaði það, þótt hún æpti og spyrnti á móti? Mennirnir kipptu henni með sterku átaki gegnum dyrnar, síðan kærðu þeir sig ekki um að halda henni upp- réttri, en létu hana hníga til jarðar. Hún skreiddist undan út í eitt hornið og lá þar, aumkvunarverð og hjálparvana, og hafði ekki augun af grjóthrúgunni, eins og öll sú ógn, sem hún skynjaði, stafaði þaðan. En þrátt fyrir hræðslu hennar, sauð enn hatur og reiði í hug hennar jafn hams- laust og áður, og því sá hún ekki synd sjálfrar sín. Hefði hún getað talað, hefði hún ekki reynt að afsaka sig eða beðist meðaumkvunar, — nei, hún hefði hrópað til þessara æstu manna, að þeir hefðu syndgað meira gegn henni en hún gegn þeim, og Guð ísraels skyldi refsa þeim, ef þeir tækju líf hennar. Hún gat ekki hugsað um annað en grjót- ið þessa stundina, og því vissi hún ekki hvaðan maðurinn kom, sem allt í einu hafði tekið sér stöðu framan við steinahrúguna. Hafði hann verið hér síðan hún kom, eða var hann úr hópi hinna forvitnu, sém höfðu fylgt henni eftir utan úr musterisgarðin- um? Hvers vegna stóð hann milli hennar og steinanna? Hvaða erindi átti hann þangað? Myndi það verða hann, sem byrjaði? Þetta var hár og grannur maður, í svört- um klæðum. Hárið hrundi í sléttum lokk- um niður á herðarnar. Andlitið var frítt en markað hrukkum mikilla þjáninga kring- um augu og munn. Hún var viss um, að hún hafði aldrei séð hann áður. „Við þig hefi ég ekkert afbrotið“, hugsáði hún. „Hvers vegna dæmir þú mig?“ Henni leið aldrei í hug, að hann væri hingað kominn til að hjálpa henni. En engu að síður varð þó einhver breyting innra með henni, eftir að hún sá hann. Þunginn fyrir brjóstinu minnkaði. Hún gat dregið andann, án þess, að það yrði sem dauðahrygla að heyra. Hinir, faðir hennar, maður hennar, bróð- ir hennar og nágrannarnir, sem höfðu komið með hana hingað til að deyða hana, höfðu gert andartakshlé á æstum og hröð- um framkvæmdum sínum. Flokkur manna, sem vanir voru að eyða dögunum í muster- inu við bænagjörð eða niðursokknir í við- ræður um heilög mál, höfðu fylgzt með inn í þennan þögla garð, og einn þeirra hafði skipaö fyrir um frest á aftökunni. Síðan heyrði konan þys og klið í hópnum að baki sér. Hún greindi einstakar setning- ar eins og þessar: „Nú skulum við reyna hann! Þetta er spámaðurinn frá Nazaret! Notum þetta tækifæri! Við skulum heyra, hvort hann þorir að mæla gegn lögmáli Móses?“ Síðan sá konan, að tveir af fræðimönn- unum, gamlir menn með silfurhvítt skegg í kyrtlum brydduðum loðskinni, gengu til ókunna mannsins dökkklædda og lutu hon- um: „Meistari!“ sagði annar þeirra. „Þessi kona er staðin að því að vera hórsek. Nú er boðið í lögmáli Móses, að slíkar konur eigi að grýta. Hvað segir þú?“ Þá lyfti sá, sem ávarpaður var meistari, þungum augnalokunum. Hann leit á þá, sem spurðu, á föðurinn, eiginmanninn, bróðurinn, borgarbúana, sem höfðu fylgt henni eftir upp í musterið, fræðimennina, fariseana og á alla hina, sem heyrðu must- erinu til og dvöldu þar. Þegar meistarinn hafði athugað allra andlit, beygði hann sig niður og skrifaði með fingrinum á jörðina, eins og hann ætti ekki þægilegt með að svara þeim nokkru. En fræðimennirnir tveir kröfðu hann svars, og þá rétti hann sig upp og sagði: „Sá ykkar, sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum?“ Þegar mannfjöldinn heyrði þetta svar, gaus upp skellihlátur. Hvers konar svar var þetta? Ef slíkt átti að verða regla, yrði öll- um afbrotamönnum órefsað. Seka konan barmaði sér í lágum hljóð- um. Gegn betri vitund hafði hún vonað, að ókunni maðurinn myndi segja eitthvað, sem gæti bjargað henni. Nú skildi hún, að öll von var úti. Hún lét höfuðið síga, yfir- komin, og beið grjótkastsins, meðan þeir, sem ætluðu að taka þátt í refsiathöfninni, köstuðu af sér kyrtlunum og brettu upp innri klæðin. Ókunni maðurinn stóð kyrr á sama stað, en hann virtist ekki lengur vita hvað fram fór. Aftur hafði hann beygt sig niður og skrifaði á jörðina. Sá fyrsti, sem gekk að grjóthrúgunni, var sjálfur faðir seku konunnar, því að hann var höfðingi ættar hennar og sveið því skömm hennar sárast. Hann laut áfram til að taka upp stein, en varð þá litið á letrið á jörðinni. Og þar sá hann skrifaöa, ef til vill ekki með bókstöfum, en glöggt og greinilega þó, söguna um hryllilegt morð, sem hann hafði drýgt fyrir mörgum árum og aldrei hafði orðið uppvíst hingað til. Við þessa sýn hrökklaðist faðirinn aftur á bak lostinn ógn og skelfingu. í hugsunar- lausum flýti, án þess svo mikið sem að grípa kyrtil sinn, geystist hann burtu. Þá hraðaði bróðirinn sér fram að stein- unum til að bæta fyrir háttalag föður síns, en það skildi hann sem veikleika gamals manns gagnvart barni sínu. En þegar hann laut eftir steininum, sem hann ætlaði að kasta í systur sína, sem hafði orðið hon- um til vansa, varð honum líka litið á jörð- ina. Þá sá hann þar sagt frá, — ef til vill ekki með bókstöfum, en glöggt og greini- lega þó, ráni og helgispjöllum, sem hann hafði unnið á æskuárum og hefði gert hann rækan úr mannlegu félagi í ísrael, ef upp hefði komizt. Hann fylltist skelfingu. Hann tróð á letr- inu til að má það út, en það var jafn skýrt eftir. Þá stökk hann burtu og hratt til hlið- ar hverjum þeim, sem ætlaði að standa í vegi fyrir honum. Hin seka kona réttist örlítið fram úr skoti sínu. Háriö hékk í flyksum niður yfir ennið. Hún strauk það til hliðar. Og hún lagaði rifin fötin. Nú var þaö maður hennar, sem gekk fram. Æstur yfir veiklyndi mága sinna, beygöi hann sig yfir steinana. Allur likami hans brann af hefndarþorsta. Hann gat ekki hugsað sér ljúfari nautn en að svipta konu sína lífi. En þá leiftraði allt í einu á jörðinni skrift, — eða ef til vill var það bara táknmál. En það sagði frá samsæri gegn rómverska landsstjóranum, og við það var hann svo mikið riðinn, að það hlyti að koma honum á krossinn, ef það vitnaðist. Hann rétti sig upp, og af því þetta var gáfaður maður, setti hann upp meðaumkv- unarsvip og tautaði eitthvað um, að hér vildi hann ekki heldur dæma og fór sína leið. Þegar þetta gerðist, urðu fræðimennirnir, sem talað höfðu við meistarann, utan við sig af undrun og skelfingu og flýttu sér nú á vettvang, ekki til að þrífa steinana, held- ur aðeins til að sjá, hvað það væri, sem skrifað hefði verið á jörðina og væri svo áhrifaríkt. Þá sá annar þessara voldugu manna, að þar var skrifað, að einu sinni hefði hann fært ólöglega merkjastein milli akurs síns og nágrannans, en hinn las, að hann hefði dregið sér drjúgan hlut af eign, sem hann varðveitti fyrir skjólstæðing sinn ómynd- ugan. Báðir lutu þeir djúpt þeim, sem skrifað hafði, settu andlit sín í stellingar, eins og þeir hefðu komizt við, og gengu virðulega í burtu. Þegar þessir menn, sem voru úr hópi dóm-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.