Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 24

Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 24
24 JÓLABLAÐ TÍMANS 1947 Gamíc anaai' tntiiiiiiigar a o norSan ÁSGEIR ÁSMUNDSI3DN: Endurminningar Ásgeirs Ásmundssonar um ferðalög yfir Sprengisand birtust í jólablaði Tímans 1946, og eru þessar minningar að nokkni leyti í sambandi við norð- urferðir hans, og œtlaðist hann til, að þetta fylgdist allt að. — Ásgeir er nú nýlega látinn, í hárri elli. M. G. FRÁ KRISTJÁNI BENEDIKTSSYNI. Kristján BenecLiktsson var ekki víðfræg- ur maður, en eitt atvik í lífi hans vakti samt nokkra athygli. Um það hefir ekkert verið skráð svo mér sé kunugt, en það gef- ur þó tilefni til samanburðar á liðna tím- anum og yfirstandandi tíma. Kristján ólst upp í Bárðardal, en mér er ókunnug ætt hans. Hann var hraustmenni, sterkur og framúrskarandi harðgerður. Þegar þetta atvik gerðist hefir hann verið um þrítugt, fæddur nálægt aldamótunum 1800. — Skyldfólk átti Kristján á Austurlandi, og lagði af stað um vetur að finna það. Hann ætlaði skemmstu leið, austur yfir Mývatns- öræfi að Möðrudal á Fjöllum. Skall nú á hríðarbylur og héldu menn, að Kristján hefði ekki náð til bæja. Var farið að leita hans og fannst hann eftir langa leit, en var þá orðinn svo kalinn, að hann gat enga björg sér veitt. Var nú Kristján fluttur niður í Bárðar- dal, að Lundarbrekku til Jóns bónda þar. — Hefir þar verið hiö mesta myndarheim- ili um langt skeiö. Jón bóndi hefir víst ekki verið fróður um lækningar, en hann tók nú samt til sinna ráða með að lækna Kristján. Tók af honum báða fætur fyrir neðan miðjan kálfa, fram- an af öllum fingrum og ofan af nefinu að framanverðu. Um svæfingu var ekki að tala og sagði Kristján, að sárt hefði verið þegar sagað hafi verið fyrir mergjarholið á fót- leggjunum. Það tókst samt að græða þetta að mestu leyti. — Ég var norður í Bárðar- dal um 1885 og sá þá Kristján, þá um átt- rætt, og var það mér ömurleg sjón. Hann skreið á hnjánum, var vafið skinni um stúf- ana upp fyrir hné. Þannig mjakaðist hann áfram og studdi stundum niður höndunum. Var mesta furða hvað hann gat' farið hratt. Dálítið gat Kristján unnið. Látið í hlöður að sumarlagi og tekið upp grjót. Gat hann kreppt fingurna, þó að stuttir væru, utan um járnkarlinn, en nógir voru kraftarnir. Á vetrum þæfði hann vaðmál o. fl. Var útbúinn dálitill upphækkaður pallur og á hann látið vaðmálið. Settist svo Krist- ján niður við pall þennan og þæfði svo undir bringunni. Þetta var víst óþægileg vinna, og sagði móðir mín mér, að stundum hefði verið aumt að sjá Kristján eftir þóf- ið. Hann hefði þá stundum verið svo af- rifinn á bringunni, að sár hefðu komið á. — Þegar foreldrar mínir bjuggu á Stóru- völlum í Bárðardal var Kristján stundum hjá þeim. Hann mun hafa verið heldur fá- vís, enda ekki um mikla fræðslu að tala í þá daga. En alltaf bólaði á víkingseðli í honum. Eitt sinn kom það fyrir, að mann- ýgur boli réðist á mann í nágrenni við Kristján, sem þó varð ekki að skaða. Þegar Kristján frétti þetta, sagði hann: „Það vildi ég, að ég hefði verið kominn þar með Stóruvallajárnkarlinn Margt var eftir Kristjáni haft af svipuðu tagi. Þegar Kristján Benediktsson kól, hefir víst verið erfitt að ná til læknis á Norður- landi. Það hefir þó líklega verið læknir á Akureyri. Foreldrar mínir fluttu miklu seinna (1870) suður á land, að Haga í Gnúpverja- hreppi. Þá var einnig litið um lækna þar um slóðir. Er þau voru nýkomin að Haga, veiktist bróðir minn -— þriggja ára — af hálsbólgu (barnaveiki) og var sent til læknis að Odda, sem á þeim tíma var köll- uð dagleið. Læknirinn kom ekki, og bróðir minn dó. Ég veiktist einnig, var þá farið til næsta bæjar, að Ásólfsstöðum. Bóndinn þar, Höskuldur að nafni, var blóðtöku- maður, og tók hann mér blóð á hálsinum. Mér batnaði, en hvort það var fyrir þessa aðgerð veit ég ekki. Um þetta leyti var ekki nema einn læknir í Árnes- og Rangárvallasýslum. Var það Þorgrímur Ásmundsson í Odda. Mikill er nú munur. Nú skipa þessar sýslur þrír fastir læknar. FRÁ JÓNI BLINDA Á MÝLAUGS- STÖÐUM. í daglegu tali var hann oftast nefndur blindi Jón. Hann var Jónsson, ættaður úr Suður-Þingeyjarsýslu og ólst þar upp; hann varð blindur 9 ára gamall. Jón var greindur vel og mundi margt, sem var les- ið fyrir hann. Voru það ýmsar sögur, og fór hann stundum bæja á milli að skemmta fólki og var stundum tvær kvöldvökur með sömu söguna, svo voru þær langar. Munu þetta hafa verið gamlar riddarasögur. Ein af lengstu sögum hans byrjaði þannig: „Peppin litli var sonur Peppins sterka, er réði fyrir Frakklandi". — Þegar Jón var uppkominn, flutti hann með foreldrum sínum öldruðum vestur í Skagafjörð, að Stóru-Ökrum, og var víst vel efnaður, keypti jörðina og reisti þar bú. Bjó þá Bólu-Hjálmar á Minni-Ökrum og gerð- ist góð vinátta með þeim. Þar giftist Jón. Kona hans hét Anna Jóhannesdóttir, þar úr Skagafirðinum, og mun Hjálmar hafa útvegað honum konuna. Búskapurinn gekk erfiðlega, og eftir nokkur ár flutti Jón aftur til æskustöðva sinna og bjó eftir það á Mý- laugsstöðum í Aðalreykjadal.. Börn átti Jón nokkur, sem sáu um hann í ellinni. — Það var einkennilegast við Jón, hvað hann gat verið nákvæmur að finna út kosti og galla á hestum, og ætla ég að nefna nokkur dæmi því viðvíkjandi. Faðir minn var vel kunnugur Jóni. Vorið 1870, er faðir minn flutti frá Stóruvöllum í Bárðardal suður að Haga í Gnúpverja- hreppi, átti hann þrjú hross, er honum þóttu ekki nógu dugleg til ferðarinnar, því leiðin er löng. Hann stingur upp á því við Jón, að hann reyni að hafa hestakaup fyrir sig. Þetta tók svo Jón að sér, og lagði af stað og var víst nokkuð lengi í ferðinni, enda fór hann alla leið vestur í Skagafjörð. Hann kom svo aftur með 3 hesta stóra og sterka. Þeir voru lítið til reiðar, en ágætir til á- burðar, eins og þurfti með á þeim tíma. Einnig kom Jón með 3 dali í peningum og sagðist hafa fengið þá í milligjöf við síð- ustu hestakaupin. Þótti hann hafa gert góða ferð. — Sumarið 1885 fór ég norður með föður mínum og fórum við til Akureyrar. Þá hitt- um við blinda Jón á leiðinni. Við vorum með 7 hesta og suma þeirra til sölu. Faðir minn spyr Jón, hvort hann vilji ekki þreifa um hestana og féllst hann á það. Byrjaði hann á fola 5 vetra gömlum, sem álitinn var gott reiðhestsefni, en var ekki full- taminn. Faðir minn sagði, að spáð væri, að hann yrði vakur. Jón sagði að hesturinn væri ágætlega byggður og fjörugur; hann hefði dullað svolítið þegar hann var fol- ald, en yrði aldrei vakur. Hesturinn reynd- ist eins og hann sagði. — Ég var með gráa hryssu föngulega, frá Hæli í Hreppum. Jón skoðaði hana og sagði ,að hún yrði góð til reiðar og dugleg, „en einn galli er á henni“, sagði hann, „þegar hún stekkur, hnykkir hún dálítið við.“ Þetta var alveg rétt, og þótti mér það óþægilegt, og eitt sinn síðar átti ég hest, sem hafði þennan galla. Ég seldi bónda í Bárðardalnum hryssuna, Kristjáni á Úlfsbæ. Hann var oft að braska með hross o. fl. Hann fór oft til fjalls og reið þá oftast þessari hryssu; hann var þá orðinn sjóndapur, en gárungarnir sögðu, að honum gerði það ekkert til, því sú gráa rat- aði. Og aldrei fargaði hann gráu hryss- unni frá Hæli. — v Þá vík ég aftur að blinda Jóni. Ég var með fola útigenginn, sem var viljugur vel. Jón sagði um hann, að hann væri góður í bak- hlaupinu, en hann væri kraftalaus — og reyndist það rétt vera. Þannig skoðaði hann eða þreifaði öll hrossin, og stóð allt ná- kvæmlega heima, sem hann sagði um þau hvert fyrir sig. Við sögðum honum ekkert um kosti eða galla hrossanna, enda spurði hann okkur ekkert um það. Mest sýndist mér hann þreifa um eyru og fætur hross- anna. — Síðar um sumarið kom ég á hrossamark- að, þar sem Jón blindi var markaðshald- ari fyrir hönd Kaupfélags Þingeyinga, og réði hann verðinu, en annar maður var með, sem sagði honum um lit hrossanna, og má af þessu sjá, að mikið traust höfðu menn á þekkingu hans 1 þessum efnum. Þessa sérkennilegu yfirburði hafði hann fram yfir flesta aðra blinda menn. Sýnir það, að hann hefir verið sérlega vel greindur. Jón var alltaf fremur fátækur, að minnsta kosti eftir að hann kom aftur úr Skagafirði. Munu kunningjar hans oft hafa greitt eitthvað götu hans. Eitt sinn fór hann til Reykjavíkur og sagði þar sögur sínar við nokkra aðsókn. Fór hann það að tilhlutun Hermanns Jón- assonar frá Þingeyrum, sem ættaður var af sömu slóðum og þekkti því blinda Jón og hagi hans. Eitthvaö gat Jón unnið, hann batt t. d. hey á sumrin, en það varð að leiða hann að sátunum. Einnig gaf hann skepnum sín- um á vetrum. Hann var talinn kraftamað- ur. — Eins og gefur að skilja varð að fylgja Jóni milli bæja, er hann fór eitthvað. En sjálfur átti hann reiðhestinn og reið hart þar sem hann vissi að góður var vegur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.