Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 8
8 JÓLABLAÐ TÍMANS 1947 ekki ég, Lars gamli?“, sagði hann um leið og hann fylgdi dóttur sinni til dyra. „Ætli það hefði ekki verið nær að hlýða ráðum mínum!“ Þetta var alvara — bláköld alvara. Þeim hafði ekki verið unnt að útvega þessar krónur í tæka tíð, svo aö nú var ekki annað fyrir þau að gera en að flytja. Og allt strit hans til að bæta jörðina yrði árangurslaust. Aftur á móti myndi tengdafaðir hans hagn- ast stórum á vinnu hans. Anna hafði verið þögul og niðurbeygð í langan tíma eftir þetta. Hún hafði ekki einu sinni sagt eitt ásakandi orð um föður sinn fyrir hörku hans. En Þrándur sá glöggt, að hún var fastráðin í að gera aldrei framar tilraun til aö ná sáttum við gamla manninn. Svo hörð og óbilgjörn höfðu örlögin verið þeim. Og guð einn vissi yfir hverju fram- tíðin byggi. Eitthvað óumræðilega þungt lá yfir öllu. Og nú var svo komið, að hann gat alveg eins búizt við að missa Önnu. Missa hana einmitt þegar gleði þeirra var svo rík. .... Þrátt fyrir alla erfiðleikana höfðu þau svo oft setið saman og glatt sig með fögn- uði þeirrar stundar, þegar þau væru orðin þrjú á Hjalla. Og Anna hafði notað hverja stund til að búa sig undir það, sem koma átti. Hann óskaði með sjálfum sér, að barnið, sem bráðlega skyldi fæðast, yrði drengur. En þegar Anna komst á snoðir um það, hafði hún strítt honum með því, að það yrði telpa. En þessi hamingja, sem í vændum var, fékk þau til að gleyma erfið- leikunum um tíma. Þangað til óveðrið skall yfir og lokaði litla bæinn þeirra úti frá umheiminum. Honum hafði tekizt að ná í ljósmóðurina rétt áður en allar leiðir urðu ófærar vegna kafaldsins, en nú var svo komið, að ljós- móðirin treysti sér ekki til að taka á sig á- byrgðina og bað um að fá lækni. Anna þjáðist mikið. Þrándi var ljóst af líf hennar hékk í veikum þræði .... ----Eftir langa mæðu náði hann upp á hálendið. Hann stanzaði dálitla stund til þess að kasta mæðinni. Útlitið var allt ann- að en glæsilegt. Framundan var hásléttan, óraleið yfir vegleysur og firnindi í ofsa- stormi og kafaldsbyl. Uppi á hásléttunni var hart frost og skafrenningur, og veðurút- litið var þannig, að búast mátti við snjó- komu þá og þegar. Hann batt skíðin á fæturna á sér og hélt af stað. Það var ágætt skíðafæri og hon- um miðaði vel áfram. Þreytan yfirgaf hann og hann var orðinn hinn vonbezti um að honum tækizt að komast leiðar sinnar. En brátt byrjaði að snjóa og útsýnið til hnjúkanna, sem stóðu upp úr kafinu, lok- aðist alveg. Þrándur herðir á sér til þess að ná sem lengst, áður en bylurinn yrði svo myrkur, að ekkert viðlit væri að halda á- fram. Lægðir og daladrög eru full af snjó. Allt i kring er ekkert annað en snjór og aftur snjór .... Ekkert hljóð nær eyrum hans, ekkert annað en urgið í skíðunum, þegar þau renna yfir snjóinn. Hann er al- einn mitt inni á öræfunum — hinum hræöilegu Harðangursöræfum, þar sem ekkert kvikt getur haldizt við fyrir vetrar- ríki. Öræfin luktu um hann frá öllum hlið- um og fylltu hug hans tilfinningu af óend- anlegum vanmætti gagnvart þessum hvíta óskapnaði. Og þó miðar honum betur áfram en hann hafði búizt við eftir útlitinu að dæma. Hann dregur upp vasaúrið sitt til þess að sjá hvað klukkan er. Hann hefir gengið í fjóra tíma. Eftir því hlýtur hann að vera kominn meira en hálfa leið. Áður en langt um líður byrjar landið að lækka niður að byggðinni hinum megin. Hann er svo ánægður yfir þessum góða árangri, að hann byrjar að raula gamalt þjóðlag fyrir munni sér .... Hann tekur þetta sem teikn þess, að allt myndi fara vel. Hann hefir aldrei látið bugast — og því skyldi hann þá gera það nú .... Hann hugsar heim — heim til Önnu .... Nei, nei, það var óhugsandi að örlögin yrðu þeim svo hörð, að hann fengi aldrei að sjá hana á lífi framar .... Guð gat ekki yfirgefið þau. Ást þeirra hlaut að sigrast á öllu þvi illa, sem steðjaði að þeim. Hann hafði blátt áfram ekki leyfi til að efast um það .... Og bráðum voru jólin komin. Eftir viku- tíma kom hin mikla hátíð .... Það varð að vera gleðihátíð — einnig fyrir þau .... Jólagleðin myndi ennþá einu sinni lýsa upp litlu stofuna þeirra .... En — þetta mundu verða síðustu jólin þeirra á Hjalla .... Þessi staðreynd stóð fyrir hugskotssjón- um hans sem óhagganlegur örlagadómur. Og allt þetta var Lars Haga að kenna. Það var óbilgimi hans, sem hafði eyðilagt allt fyrir þeim. Það komu hörkudrættir í andlit hans, er hann hugsaði um þetta. Hann fann ennþá sárar til vanmáttar síns en ella. Það væri ekki meira en mátulegt, að hann sýndi tengdaföður sínum í tvo heimana fyrir þessa framkomu hans. Nei, nei, hvað er hann að hugsa! Allt þetta var ekki annað en smámunir einir á móti þeirri hættu, sem Anna var í. Honum var sama um allt annað — bara ef hún yrði heil heilsu aftur. Snjókoman eykst .... Snjórinn fellur í stórum flyksum og rokið er svo mikið, að hann verður að hafa sig allan við til þess að standa gegn því. Frostið eykst meir og meir og brennir hann i andlitið. Þrándur herðir ferðina til þess að halda á sér hit- anum .... Nú fyrst er honum fyllilega ljóst, að það er hætta á ferðum. Bylurinn er svo myrkur, að hann eygir varla framfyrir skíðin. Og ofan á allt annað tekur hann nú fyrst eftir því, að vindáttin hefir breytzt. Það er engu líkara en að stormurinn komi úr öll- um áttum í senn. Honum er ómögulegt að átta sig í þessu moldviðri. Hið einasta, sem hann veit, er, að hann er aleinn einhvers- staðar í auðninni uppi á háfjöllum Nor- egs .... Er hann hefir gengið í tvo tíma til, byrj- ar hann að finna til þreytu. Hann rýnir út í myrkrið, þangað til hann tekur að svíða í augun. Staða hans virðist vera alveg von- laus. Hann hefði fyrir löngu átt að vera byrjaður að ganga niður í dalinn. Honum er þess vegna Ijóst, aö hann hlýtur að vera orðinn villtur. Það var ekki ómaksins vert að velta því fyrir sér hvað það þýddi. Það þýddi, að hann fengi aldrei aö sjá Önnu framar .... Það þýddi dauðann fyrir hann .... Hann hristi þessar hugsanir af sér. Það var nægur tími til þess að örvænta og hann hafði aldrei lagt það í vana sinn. Hann er staðráðinn í því að gefast aldrei upp. Áfram skyldi hann halda þangað til fætur hans neituðu að bera hann og hann hnigi niður af þreytu og kali. Stormurinn feykir honum hvað eftir annað um koll, en hann rís ætíð á fætur aftur og heldur áfram þeirri bar- áttu, sem honum var nú orðið ljóst, að var sama sem vonlaus. Honum miðaði seint áfram og hann var farinn að finna til þreytu. Þreytan læsti sig upp eftir fótum hans eins og vofa. Sú stund hlaut að vera nærri, þegar kraftar hans voru að þrotum komnir...... En — hann er jafn ákveðinn í að berj- ast svo lengi sem mögulegt er. Ef til vill lægði veðrið bráðum. Ef til vill stytti alveg upp .... Hann heldur dauðahaldi í þessa veiku von, eða réttara sagt þessa sjálfs- blekkingu, því að allir vissu, að byljirnir gátu varað svo vikum skipti á hálend- inu..... Allt í einu rákust skíðin í einhverja þústu í snjónum. Hann fann strax, að það var eitthvað mjúkt. Hann ætlaði að halda á- fram án þess að gefa því gaum, en svo sá hann eitthvað sem líktist fatadruslu, sem stóð upp úr snjónum. Þá var hann ekki í neinum vafa lengur. Hérna var maður, sem hafði orðið úti. Þrándur byrjaði að grafa hann úr fönn- inni, enda þótt hann gæti varla búizt við því, að hann væri á lífi. Honum gekk seint að róta snjónum burt, en loks tókst honum , þó að losa um manninn, svo að hann gat borið kennsl á hann. Það lá við að hann hrykki aftur á bak af undrun, þegar hann sá, að maðurinn sem lá eins og dauður fyrir t framan hann, var enginn annar en — Lars Haga. Og hann varð næstum ennþá meira for- viða, þegar hann sá, að hann var lifandi. Hann hafði fallið í svefn af ofþreytu, en nú vaknaði hann allt í einu. Þrándi var ljóst, að hefði hann komið dálítið seinna, hefði Lars ekki verið lifandi. Þrándur stóð dálitla stund og hugsaði sig um. Hvað átti hann nú að taka til bragðs? Ef hann skildi Lars gamla eftir, var það eins víst og tveir og tveir eru fjórir, að það mundi verða hans bani. Og er hann at- hugaði veðurútlitið, gat vel litið út fyrir, aö hann færi að létta til. Rokið var minna en áður og snjókoma var ekki eins mikil. Ef hann legði sína síðustu krafta í að komast yfir fjöllin, var alls eigi útilokað að hann gæti fengið lækninn með sér heim til sín. Og það gat riðið á lífi Önnu, að honum tæk- ist það. En hvað lítil töf, sem var, gat orðið örlagaþrungin. Var það ekki blátt áfram skylda hans að halda áfram ferð sinni, án tillits til nokkurs annars? Jú, auðvitaö var það helgasta skylda hans! En — gat hann skilið gamla manninn eftir ósjálfbjarga, mitt uppi í reginfjöllum? Það var áreiðanlega það sama og að gefa hann dauðanum á vald. Og þá ætti hann sökina á dauða Lars gamla .... Hann byrjaði að nudda hendur og fætur gamla mannsins. Hann hafði enn ekki kalið að neinu ráði. Þrándur leit í kring um sig og hugsaði sig um. Honum flaug í hug, að ef til vill mundi hann geta dregið Lars gamla á skíðunum til byggða. Hann bjó um Lars á skíðunum og hélt af stað, en sá brátt, að hann mundi ekki kom- • ast langt á þann hátt, því að skíðin sukku í lausamjöllina, svo að hann fékk þeim eigi þokað. Nú var úr vöndu að ráða. Annað- hvort hlaut hann að skilja Lars gamla eftir ’ og gera tilraun til að komast til byggða, eða byggja snjóhús yfir þá báða og láta fyrir- berast í því, þangað til veðrið varð betra. Hvorugur þessara kosta var góður. Ef hann héldi kyrru fyrir, var það líkleg- ast, að það myndi kosta Önnu lífið, og ef hann freistaði að ná byggðinni, mundi Lars ekki lifa það af að bíða eftir honum. Hvað sem hann tæki sér fyrir hendur, gæti það haft örlagaþrungnar afleiðingar. Og það var engu líkara en að sjálf nátt- úran hefði ákveðið að gera hugarstríð hans ennþá þyngra, því að allt í einu hætti að snjóa, svo að hann gat séð langar leiðir frá sér. Hásléttan virtist alveg jöfn og hæða- laus. Auganu mætti ekkert annað en snjó- hvít eyðimörkin, þar sem enginn tindur var, sem hann gat áttað sig eftir. En þrátt fyrir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.