Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 16
16 JÓLABLAÐ TÍMANS 194 7 urnar að lifa, ef við ekki náum inn þess- ari tuggu, sem búið er að losa? Eru krakk- arnir komnir út á tún? Mér heyrðist ég heyra í þeim. Jón Ásmundsson klóraði sér í skegginu með vinstri hendi, en reyndi með þeirri hægri að teygja Kristbjörgu með sér 1 átt- ina að húsdyrunum. — Þetta var nú verra að eiga við. — Hver mjólkaði núna? spurði hún. Er Guörún komin af kvíunum? — Vertu ekki að hugsa um þetta, Bagga. — Þú ert veik, sagði hann hærra en áður. — Æ, vertu ekki alltaf að þessu veikinda- tali. Eins og ég hafi ekki oft fundið til yfir höfði, þótt ég væri ekki að gera veður út af því, sagði hún. Þú sérð nú, a-ð þa-ð fer allt í handaskolum hjá þér, ef ég fylgist ekki með þér. Ekki farinn að breiða ennþá. — Við búum ekki lengur, Bagga. Nú er- um við hætt og þú ert veik. — Búum við ekki lengur? Hver býr þá? spurði hún og hló hæðnislega. m Nú skal ég segja þér sögu, segja þér hana í kvöld, þótt hún sé löngu liðin, langt upp að hdlfri öld. Ég œtla að hvísla henni í kvæði, — hvísla henni blítt og hljóttt, það var um hávetur heima á heilagri jólanótt. Ég horfði sem barn yfir hjarnið, sem helkalt á jörðunni lá, þá vöknuðu viðkvœmir draumar, vonir og barnsleg þrá! Og skuggarnir urðu svo skrítnir, sem skiptust af tunglsins glóð, þeir breyttust í mannlegar myndir. Ég mœndi á þœr undrandi og hljóð. — Nú búa aðrir. En þú ert lasin og þarft að hvíla þig. — Ég hefi aldrei þurft þess fremur en aðrar og kannske ekki eins .... Hann er austan núna og það á að nást allt af Hól- unum og Bæjarflötinni, ef eitthvað verður um það hugsað. Hann var ráðalaus gegn þessu afturhvarfi konu sinnar til manndómsáranna og það var eins og hrykkju tvö högl niður í skegg hans. Hann tók utan um hana og hálf bar hana að dyrunum, en hún reyndi að streitast á móti. — Þú ert veik, Bagga — þú ert veik núna. Við skulum bíða þangað til þér batnar — þá breiðum við og þá hirðum við líka, en þangað til verðum við að láta hitt fólkið um að breiða. — Og það verður aldrei lag á því, ef krakkarnir eiga að vera við það einir, sagði hún og reyndi að bera sig á móti. Hann var kominn með hana fast að tröppunum og þá var eins og hún gerði sér fyrst fulla grein fyrir, hvert hann ætlaði. Hún reyndi að þyngja sig meira í fangi hans og sagði: — Láttu ekki svona Jón — vertu ekki að þessari stríðni — þaö er ekki tími til þess núna í þurrkinum. — Og hún hló unggæð- islega. Þú ert ekki kaupamaður á Hóli núna, hélt, hún áfram — og striðir mér, eins og þegar þú varst að fela fyrir mér hrífuna. í þessum svifum kom Hj ördís dóttir þeirra hjóna hlaupandi niður tröppurnar og veitti föður sínum lið. Mótmæli Kristbjargar og skilningsleysi á framferði þeirra máttu sín einskis. Hún var háttuð aftur og lögð í rúm sitt, máttvana gegn þeim fjandskap, sem henni var sýndur. — Farið þið þá sjálf út og gerið eitthvað, úr því ég má ekki vera úti í sólskininu, sagði hún, þegar hún var aftur lögst á koddann. Og í fyrsta skipti heyrði Jón Ásmundsson konu sína snökta sárt í áheyrn annarra. \Lui éi ec^ óegjct Myndirnar liðu um loftið eins og lauf í hlýjum blœ, þœr fóru um fjöll og dali, þær fóru aö hverjum bœ. Þœr breyttust í dansandi dísir, ein dísin kom til min og hló. Það risu upp háreistar hallir af hvítum og glitrandi snjó. Ég man þína litlu lófa, er lagðirðu á mína kinn. Ég gleymi ei góðu barni er grét upp við vanga\minn. Ég heyri ennþá óminn af þinum barnasöng. Þú veittir mér yndi og unað einverukvöldin löng. Og árin þau liðu áfram, og ennþá komu jól Þá sat ég og var að sauma svolítinn barnakjól. Við bjarmann frá birtunni inni mér birtist hin forna sýn. Svo fæddist hún litla, Ijúfa, Ijóshœrða Sanna mín. Og árin þau liða og líða, þau loga enn, kertin mín, sé ég nú sungið til tíða sextándu jólin þín. Þú hefir lýst gegnum lífið og létt af mér mœðu og sorg. Þú ert disin mín dýra úr hinni dulrænu tunglskinsborg. Nú fer þú bráðum að fara og finna þér nýja braut, guð leiði þig gegnum lifið og létti þér sérhverja þraut, en hvort sem þú kemur aftur þá kveður þig hugur minn með bœn um að kœrleikans kraftur krossi á veginn þinn. Sumarlína Jónsdóttir. .%• w •• .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.