Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 21

Tíminn - 24.12.1947, Blaðsíða 21
JÓLABLAÐ TÍMANS 1947 21 um geymt mánuðum saman og verður súrt og fellur þá ekki óvönum. Eins og kunnugt er, hafa íslendingar miklar mætur á harðfiski, en hann er sjaldan borinn útlendingum. Eitthvert fyrsta skipti, sem ég gisti á ís- lenzkum bóndabæ, prestssetri, þó að hús- bóndinn væri ekki heima, spurði húsfreyj- an mig eftir kvöldmatinn, hvað ég vildi drekka um nóttina. Þar sem ég áttaði mig ekki fyllilega á þessari spurningu, sagðist ég kunna henni þakkir fyrir ef ég fengi vatnsglas. Hún hélt ég gæti alls staðar feng- ið vatn, og spurði hvort ég vildi ekki fá ný- mjólk? Ég þakkaði fyrir og þótti þetta ekki svo fráleitt. Litlu síðar var stór mjólkurskál látin á borð við rúmið og skildi ég brátt, að þetta var siðvenja, svo að menn hefðu eitthvað að drekka, ef þeir kenndu þorsta um nóttina. Að morgni er komið með kaffi í rúmið og á fínni stöðum eru oft kaldar pönnukökur með því. íslendingar geta aldrei áttað sig á því, að ferðamanninum getur riðið á miklu að komast fljótt af stað að morgni. Það eru því óþægindi að geta ekki farið úr gististað, þegar bezt hentar, án þess að styggja gest- gjafa sinn, og er aö því leyti miklu frjáls- legra að gista í tjaldi. Áður en farið er, verður að borða og að skilnaði er drukkin hestaskál í portvini eða sherry. Líka tekur það tímann sinn að sækja hestana í haga, -leggja á þá og láta upp. Þegar allt er svo ferðbúið og fylgdarmaður hefir kysst allt heimafólk í kveðjuskyni, er það altítt að húsbóndinn fylgi gestum sínum úr hlaði. Borgunar fyrir gistingu er ekki krafizt, en maður er vanur að gefa nokkra ríkisdali þar sem gist hefir veriö, hvorki þó hús- bændum né vinnufólki, heldur börnunum, hvort sem þau eru smá eða stór, en séu þau uppkomin, færast þau undan, en taka þó við. Þetta er almennur siður og oft þakka foreldrarnir fyrir. Það er kyrrt og þögult á íslenzkum sveita- bæ. Aldrei heyrist þar söngur eða hljóm- leikar. Dans og aðrar skemmtanir má heita óþekkt á íslandi. Þjóðlífið er eins og spegilmynd þeirrar hátíðlegu kyrrðar, sem ríkir í náttúruni. Engir söngfuglar, engin suðandi skordýr trufla einveruna, og þegar dagurinn allur líður svo í hljóðri einveru á hesti sínum, án þess að nokkrum manni sé mætt, dregur náttúra landsins að sér alla athygli ferðamannsins. Þegar menn hittast i svona ferðum, er ekki nóg að heilsast með venjulegum hætti, heldur er numið staðar og bornar fram venjulegar spurningar: „Hvað heitir mað- urinn? Hvar á hann heima? Hvert er hann nú að fara? Hvor segir öðrum allar nýj- 1 ungar, sem hann veit, og á þennan hátt berst orðrómur um ísland svo hratt, að stundum heyrum við frá öðrum, hvað við ætlum okkur að gera, löngu áður en okkur ' hefir dottið það í hug sjálfum. Ég fór yfir heiði, sem var þrjár dagleiðir (Arnarvatnsheiði) og á þeirri leið mættum við aöeins einum manni. Hann hét Sigurö- ur, auknefndur snarfari. Annars er sæmi- lega öruggt að reikna með því, þegar við mætum manni, að hann heiti Jón. Nálega 5000 íslendingar heita það, og börn þeirra þá Jónsson og Jónsdóttir. Ættarnöfn eru undantekningar, en oft eru mönnum gefin viðurnefni, eins og tíðkast líka að gefa út- lendingum, sem heimsækja ísland (Fugla- Fober, Flugna-Staudinger). Heiðarnar íslenzku eiga ekkert skylt við okkar saklausu józku heiðar. Þær eru ó- byggðar eyðimerkur, óræktanlegar, hræði- lega grýttar, öldóttar og illa grónar og víða skaflar í lautum allt sumarið. Þar eru ein- stakir svanir á vötnunum, stundum heyrist í himbrima, en auk þess eru heiðlóur og rjúpur næstum hið eina lifandi sem sézt. Að sama skapi, sem alþýðumaðurinn á fslandi stendur á háu stigi í samanburði við aðrar þjóðir, eru efnakjör íslendinga bágborin. En þar hefir allur stéttamunur þurrkast út. Embættismenn og bændur lifa að mestu við sömu kjör. íslendingar eru vanir að segja þú hver við annan, og bænd- um þar myndi illa falla, ef presturinn þeirra hætti að kyssa þá í kveðju skyni, þegar hann kemur eða fer. Fjölskylda amtmanns- ins er klædd eins og bændafólkið. Heiðarleiki og áreiðanleiki eru höfuð- dyggðir íslendinga. Hvergi er hægt að vera öruggari um líf sitt og eignir. Lífsbaráttan *er erfið og þung en þjóðin er nægjusöm. Allt útlent, sem þarf að kaupa þar, er dýrt, en þeir erú alltaf ánægðir með það, sem þeim er greitt fyrir vinnu sína og fyrirhöfn. Þrátt fyrir fátæktina má heita, að betl þekkist hvergi og aðeins einu sinni hitti ég íslenzkan mann, sem fór fram á borgun fyrir að fylgja mér á leið og segja til vegar, eftir venjulegan næturgreiða, en hann hafði líka verið í Kaupmannahöfn við iðn- nám. Annars er það ekki nema í Reykjavík og Akureyri, sem hægt er að tala um iðnað- armenn, vegna strjálbýlis þjóðarinnar, en hér og þar eru bændur eða prestar, sem er viðbrugðið fyrir dugnað og gáfu í einhverri iðn, smiðir á tré og járn eða söðlasmiðir. Þar sem sjötti hver íslendingur heitir Jón, heitir líka sjötti hver prestur þeirra séra Jón. Þeir eru alltaf nefndir séra, það er franska orðið Sire sem komizt hefir inn í málið ásamt fleiri frönskum orðum snemma á miðöldum, þó að íslendingar séu annars ekki gefnir fyrir að hleypa tökuorð- um í tungu sína. Á ferðalagi er oft tæki- færi til að gista hjá prestum, en það er likt og að vera hjá bændunum. Síðustu nóttina, sem ég var á ferð minni norðan úr landi, gisti ég á prestssetri. Það var komið fram í september og næturnar eru dimmar þá. íslendingum sjálfum hefði þótt þessi næt- urgisting óvenjuleg og ævintýraleg. Við komum til bæjar seint um kvöld í krapaslyddu. Prestskonan tók á móti okkur, því að maður hennar var ekki heima. Við fengum mjólk að drekka, en jafnframt var okkur sagt, að ekkert væri tiltækilegt fyrir okkur að borða, en húsaskjól gætum við hins vegar fengið. Ég hafði einskis neytt síðan um morguninn, svo að hér var ekki um annað að gera en taka til nestisins í koffortunum og fljótlega kom fylgdarmað- urinn og settist að snæðingi með mér. ■ í för með okkur var íslenzk stúlka og var henni vísaö til sængur í gestastofu. Fylgd- armaðurinn var látinn sofa í baðstofu, eins og venja var, en þar sem ég komst ekki fyr- ir í bænum var mér búið rúm úti á kirkju- lofti við hliðina á líkkistu, sem stóð þar. Það fór vel um mig, þegar ég hafði klifrað upp á silluna, enda þótt þar angaði allt af harðfiskslykt úr æðardúnssænginni, og stormurinn lamdi regnið inn um óþéttan gluggann svo aö bælið blotnaði í gegn. En ekki var næðið gott. Því miður hafði mér ekki dottið í hug að taka lykilinn úr skránni, þar sem ég vænti mér engrar heimsóknar. Fljótlega heyrði ég þó að dyrn- ar voru opnaðar, einhver kom inn í kirkj- una, fyrst voru sungnir sálmar, en síðan léttari kveðskapur, og komumaður dansaði fram og aftur um gólfið, skellti hurðum og gekk eftir kirkjubekkjunum. Eftir röddinni að dæma virtist þetta vera kvenmaður. Þessi hávaði gekk alla nóttina, og með æðrulausum hugleiðingum um hvað þetta ætti að þýða, lét ég sem ekkert væri, en svefnfrið hafði ég auðvitað engan. Um morguninn var hún horfin. Mér var sagt, Ég elska pig sveitin mín, sviphrein og fríð, með sefgrœnu túnin um hásumartíð. Þar lóan klýfur loftin fagurblá og lœkjarniður svœfir blómin smá. Hátt upp til heiða hugurinn er fljótur óraleið. Sál mína seiða sumarkvöldin heið. Dul syngur áin sín dreymandi Ijóð, dýrlegt er hafið í kvöldroðans glóð. Fjöllin klœðast fölvabláum hjúp, fœrist yfir nóttin hljóð og djúp. Móðirin vefur mjúkum örmum börn að hjarta sér. Æðurin sefur út við hólma og sker. Mynd pá i hjarta mér einatt ég á og elska hvert hjálparlaust blaktandi strá, par er sœlt að lifa í Ijúfum draum langt í burt frá heimsins tálaglaum. Dalanna dœtur dreymnar horfa á fagurt sólarlag. í kyrrðinni grœtur grasið liðinn dag. Sumarlína Jónsdóttir. að þetta hefði verið kona, sem leitað hafði skjóls i kirkjunni, þar sem fólkið vildi ekki hleypa henni í bæinn, og hefir hún þá að sjálfsögðu haft þessa undarlegu umgengni til að halda kjarkinum og fæla frá sér illa anda. En það hafði heldur ekki verið mikil ró i bænum. Presturinn kom heim um nótt- ina, drukkinn og hávær, og varð það stúlk- unni sem svaf í gestastofunni ærið hræðsluefni, og urðum við þess vör um morguninn, áður en við lögðum af stað, að heimlisfaðirinn var ekki í góðu skapi. Hann sagði, að það væri ekki alltaf gott að vera ferðamaður á íslandi, og það varð ég óneit- anlega að viðurkenna. En svona nótt er sannarlega undantekn- ing, og ég hefði ekkert á hana minnst, ef ég hefði haldið, að það aftraði nokkrum frá íslandsferð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.